„Þessi leikur leggst mjög vel í okkur,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, í samtali við Morgunblaðið.
„Þetta er geggjuð gulrót fyrir okkur eftir brösótt tímabil og þetta tímabil gæti farið úr því að vera frekar neikvætt yfir í það að vera mjög jákvætt. Það varð ljóst mjög fljótlega, eftir að tímabilið hófst, að við vorum ekki á þeim stað sem við vildum vera í deildarkeppninni.
Markmiðið var alltaf að komast í úrslit bikarkeppninnar og tryggja sér Evrópusæti í leiðinni. Þetta er allt önnur keppni og það var gott að fá þessa bikarkeppni til að stimpla sig aðeins út úr deildinni þegar illa gekk þar,“ sagði Matthías.
Viðtalið við Matthías í heild sinni og umfjöllun um bikarúrslitaleik FH og Víkings eru í Morgunblaðinu í dag