Lokaniðurstöðurnar eru vonbrigði

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks. Kristinn Magnússon

„Ég ætla ekki að fara yfir það. Það var ým­is­legt sagt“, sagði Ásmund­ur Arn­ar­son þegar hann var spurður út í hálfleiks­ræðu sína en þá var lið hans 3:0 und­ir gegn Þrótti. Loka niðurstaðan var 3:2 sig­ur hjá Þrótt.

Blika­stelp­ur hefðu fengið sæti í Meist­ara­deild­inni með sigri og ef Stjarn­an hefði tapað sín­um leik gegn Kefla­vík í dag. Í hálfleik var það fjar­stæðukennt þar sem Blikar voru 3:0 und­ir og Stjörnu stelp­ur 2:0 yfir. Blika stelp­ur komu þó mun sterk­ari til baka í seinni hálfleik og skoruðu tvö mörk á fyrstu 10 mín­út­un­um en það var ekki nóg og Þrótt­ur fagnaði sigr­in­um.

Breiðablik hafnaði í 3. sæti í deild­inni í ár en liðið hef­ur ekki lent neðar en 2. sæti síðan 2013.

„Lok­aniðurstaðan á mót­inu eru von­brigði, hægt að tala um fullt af já­kvæðum hlut­um á tíma­bil­inu. Við vor­um inni í öll­um keppn­um og allt það en annað sæti í bik­ar og þriðja sæti í deild­inni eru lok­aniður­stöður sem eru von­brigði,“ sagði Ásmund­ur.

Breiðablik tapaði þrem­ur af fyrstu sex leikj­um sín­um í sum­ar og svo síðustu tveim gegn Sel­foss og Þrótt.

Hvenær fannst þér þið missa þetta frá ykk­ur í deild­inni.

„Ég held að það séu marg­ir þætt­ir sem koma þar til. Við sáum það fyr­ir að það myndi vera mikið af breyt­ing­um í gegn­um árið en það varð kannski of mikið, of mikið af breyt­ing­um og hrær­ing­um sem gerðu þetta að verki. Það var kannski ekki einn tíma­punkt­ur þar sem við misst­um þetta held­ur kannski óstöðuleik­inn sem gerði þetta að verk­um

Ef þú tek­ur spila­mennsk­una í gegn­um allt tíma­bilið þá erum við al­veg á pari og fyr­ir lokaum­ferðina hefðum við átt að vera á toppn­um miðað við spila­mennsk­una en við vor­um ekki að skora og ekki að klára leik­ina,“ sagði Ásmund­ur í viðtali við mbl.is eft­ir leik­inn.

Landsliðskon­urn­ar Áslaug Munda Gunn­laugs­dótt­ir, Telma Ívars­dótt­ir, Al­ex­andra Jó­hanns­dótt­ir og Anna Pe­tryk (í úkraínska landsliðinu) eru meðal leik­manna Breiðablik í sum­ar sem misstu af síðustu um­ferðum deild­ar­inn­ar vegna mis­mun­andi ástæðna.

„Það er kannski hægt að segja að þegar þú ert ekki með stöðuleika í liðinu þá er erfiðast að taka loka þriðjung­inn og hafa góða til­finn­ingu fyr­ir hon­um og klára mögu­leik­ana. Það er það sem vantaði upp á hjá okk­ur.“

Við þurft­um að drilla sam­an fjór­um liðum á tíma­bil­inu. Við töpuðum síðustu tveim­ur leikj­un­um en við töpuðum líka fyr­ir Kefla­vík og ÍBV, snemma í sum­ar, þegar við vor­um að byrja að drilla sam­an liði núm­er tvö. Við vor­um að tapa leikj­um þegar við vor­um að missa menn og að reyna að koma liði sam­an og í takt. Það er bara of dýrt,“ Sagði Ásmund­ur Arn­ars­son.



mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert