Mikið í húfi og mikið umstang

Katrín Ásbjörnsdóttir í baráttunni í dag.
Katrín Ásbjörnsdóttir í baráttunni í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

„Við viss­um að við þyrft­um að klára þenn­an leik og mætt­um til­bún­ar,“ sagði Anna María Bald­urs­dótt­ir fyr­irliði Stjörn­unn­ar eft­ir 4:0 sig­ur á Kefla­vík í Garðabæn­um í dag  þegar lokaum­ferð efstu deild­ar kvenna í fót­bolta, Bestu deild­inni, lauk í dag en sig­ur­inn tryggði Garðbæ­ing­um 2. sæti deild­ar­inn­ar og um leið sæti í Evr­ópu­keppni að ári.

„Við vor­um með svipað leikpl­an og í öðrum leikj­um hjá okk­ur en gott að skora í fyrri hálfleik því þá varð maður aðeins minna stressaður. Það var mikið í húfi og mikið umstang fyr­ir þenn­an leik svo maður þurfti að vera á tán­um til að halda ein­beit­ing­unni bara á hon­um en ekki ein­hverju öðru.  Það var ekki erfitt að spenna sig rétt fyr­ir þenn­an leik því fyr­ir nokkr­um leikj­um síðan lögðum við upp með að vinna okk­ar leiki og hugsa bara um okk­ur, það skilaði okk­ur öðru sæt­inu í deild­inni,“ bætti fyr­irliðinn við.

Stefnd­um alltaf á Evr­ópu­keppn­ina

Aníta Ýr Inga­dótt­ir úr Stjörn­unni fór á kost­um fram­an af leik þegar hún tætti í sund­ur vörn Kefl­vík­inga með góðum sprett­um upp kant­ana og átti stór­an þátt í fyrstu þrem­ur mörk­um Garðbæ­inga.  „Mér fannst geggjað að vinna, þetta var alltaf mark­miðið,“  sagði Anita Ýr eft­ir leik­inn.  Það var ekki endi­lega planið að taka þessa spretti, held­ur keyra bara á vörn­ina hjá Kefl­vík­ing­um og reyna að skora.  Við vor­um spennt­ar að gera út um þenn­an leik en samt yf­ir­vegaðar og ákveðnar.  Við stefnd­um allt mótið á Evr­ópu­keppn­ina og vor­um svo­lítið heppn­ar að Breiðablik missti stig frá sér og við þá bara kláruðum þetta.  Við fögn­um núna en gef­um svo allt í næsta tíma­bil.“

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert