Sátt við halda okkur í efstu deild

Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkurkvenna.
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkurkvenna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við vor­um að spila gegn frá­bæru liði Stjörn­unn­ar og ég vil byrja á að óska þeim til ham­ingju með frá­bær­an ár­ang­ur og Valskon­um með titil­inn,“  sagði Gunn­ar Magnús Jóns­son þjálf­ari Kefla­vík­ur­kvenna eft­ir 4:0 tap fyr­ir Stjörn­unni þegar liðin mætt­ust í lokaum­ferð efstu deild­ar kvenna í fót­bolta, Bestu deild­inni, í Garðabæn­um í dag.

„Við viss­um að við vær­um að fara í erfiðan leik en ég var mjög ánægður með mín­ar stelp­ur, þær héldu skipu­lagi vel og gáfu sig all­ar í leik­inn en betra liðið vann þó mörk Stjörn­unn­ar hafi öll komið inn­an úr markteig.  Það hefði samt verið gam­an að skora eitt mark.“

Kefla­vík­ur­kon­um var ekki spáð sem bestu gengi fyr­ir sum­arið og í sum­um til­vik­um falli.  „Við get­um ekki verið annað en sátt­ar með sum­arið.  Þetta er eig­in­lega nýtt lið hjá okk­ur því það voru mikl­ar breyt­ing­ar fyr­ir tíma­bilið svo ég er stolt­ur af liðinu og það var auðvitað þægi­legt að fara inní tvö síðustu leik­ina án pressu.   Við erum bara sátt við að halda okk­ur í efstu deild, það er oft talað um að það sé erfitt á öðru tíma­bil­inu í deild­inni svo mér finnst stór plús að halda velli tvö ár í röð,“ bætti þjálf­ar­inn við.

Er eitt­hvað farið að spá í fram­haldið með leik­menn og þjálf­ara?  „Við höf­um aðeins farið að skoða fram­haldið verður en nú fyr­ir al­vöru þegar tíma­bilið er búið, setj­umst við niður hjá fé­lag­inu, sjá­um hvernig við þurf­um að taka næsta skref og nú vilj­um við fara hærra og vera ekki alltaf í þess­ari fall­bar­áttu.  Við telj­um að þurfi ekk­ert mikið til þess en nú þegar hæg­ist aðeins um skoðum við hvað er best fyr­ir klúbb­inn,“  sagði þjálf­ar­inn í lok­in.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert