Valskonur fögnuðu titlinum eftir jafntefli

Valur er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta 2022.
Valur er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta 2022. mbl.is/Óttar Geirsson

Valur og Selfoss gerðu 1:1 jafntefli í lokaumferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu að Hlíðarenda í dag. Íslandsmeistarar Vals fögnuðu vel í lokin og lyftu Íslandsmeistaraskildinum í fyrsta sinn.

Þegar upp var staðið voru Valskonur algjörlega öruggar í toppsæti deildarinnar með 43 stig og 6 stiga forskot á Stjörnuna sem varð í 2. sæti með 37 stig. Selfyssingar enduðu hins vegar í 5. sæti með 29 stig og geta ágætlega vel við unað á fyrsta ári Björns Sigurbjörnssonar þjálfara.

Fyrri hálfleikurinn var svosem engin flugeldasýning. Selfyssingar byrjuðu vel og stýrðu leiknum fyrstu tuttugu mínúturnar en þá jókst pressa Vals til muna. Færin voru ekki mörg í fyrri hálfleiknum en bæði lið hefðu getað skorað. Selfoss sótti mikið upp hægri kantinn og beitti hættulegum fyrirgjöfum þaðan frá Bergrósu Ásgeirsdóttur á meðan Valur leitaði leiða upp miðja miðjuna og reyndi að lyfta boltanum innfyrir á Elínu Mettu Jensen.

Valskonur fagna vel og innilega í leikslok.
Valskonur fagna vel og innilega í leikslok. mbl.is/Óttar Geirsson

Seinni hálfleikurinn var svipaður þeim fyrri. Bæði lið áttu ágætar sóknir en varnarmennirnir unnu fyrir kaupinu sínu í dag. Selfyssingar urðu fyrri til að skora en Unnur Dóra Bergsdóttir kom boltanum í netið uppúr hornspyrnu á 55. Mínútu. Forysta Selfyssinga varði þó ekki nema í átta mínútur því þá fengu Valskonur hornspyrnu og uppúr henni skoraði Lára Kristín Pedersen.

Valskonur voru líklegri á lokakaflanum en náðu ekki að skora. Niðurstaðan 1:1 jafntefli þar sem úrslitin höfðu lítið að segja um lokaniðurstöðu deildarinnar og fyrst og fremst spilað upp á heiðurinn.

Valur 1:1 Selfoss opna loka
90. mín. Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss) kemur inn á
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert