Víkingur bikarmeistari í þriðja sinn í röð

Vík­ing­ur vann í dag sinn þriðja bikar­meist­ara­titil í knatt­spyrnu karla í röð með 3:2-sigri á FH í fram­lengd­um úr­slita­leik Mjólk­ur­bik­ars­ins á Laug­ar­dals­velli. Vík­ing­ur hef­ur því einnig tryggt sér Evr­óp­u­sæti fyr­ir næsta tíma­bil.

Fyrri hálfleik­ur­inn var mik­il skemmt­un. Fyrstu 15-20 mín­út­urn­ar ein­kennd­ust svo­lítið af því að menn vildu greini­lega ekki gera mis­tök. Eft­ir það opnaðist leik­ur­inn og á 26. mín­útu kom fyrsta markið. Vík­ing­ar sóttu þá hratt og Danij­el Dej­an Djuric gaf bolt­ann fyr­ir markið á Pablo Punyed sem kom á ferðinni og setti bolt­ann í netið.  

FH var þó ekki lengi að jafna en ein­ung­is tveim­ur mín­út­um síðar þræddi Davíð Snær Jó­hanns­son lík­lega besta mann fyrri hálfleiks­ins, Oli­ver Heiðars­son, í gegn­um vörn Vík­inga. Oli­ver stakk alla af og kláraði úr ör­lítið þröngu færi en Ingvar Jóns­son markvörður Vík­ings varði skotið í stöng­ina og inn. Bæði lið fengu færi til að kom­ast yfir fyr­ir hálfleik en allt kom fyr­ir ekki, hálfleikstöl­ur 1:1.

Vík­ing­ur byrjaði seinni hálfleik­inn bet­ur og sá að mestu um að halda bolt­an­um. Vörn FH var þétt en liðinu gekk bölv­an­lega að ná upp spili og skapa sér stöður. Tals­vert minna var um færi og fjör en í fyrri hálfleikn­um allt fram á síðustu mín­út­urn­ar en þá ætlaði allt um koll að keyra. Þegar mín­úta var eft­ir af venju­leg­um leiktíma átti Logi Tóm­as­son fyr­ir­gjöf frá vinstri sem Pablo Punyed skallaði áfram á vara­mann­inn Ni­kolaj Han­sen sem var rétt­ur maður á rétt­um stað í teign­um. Dan­inn kláraði auðveld­lega í netið og leit allt út fyr­ir að Vík­ing­ar væru að vinna leik­inn.

Svo var hins veg­ar ekki. Í næstu sókn komst Ástbjörn Þórðar­son upp að enda­mörk­um hægra meg­in og átti fyr­ir­gjöf sem virkaði hættu­laus. Ingvar Jóns­son markvörður Vík­ings ætlaði að hand­sama bolt­ann en á ein­hvern ótrú­leg­an hátt fór hann und­ir Ingvar og í netið. Staðan 2:2 eft­ir venju­leg­an leiktíma og því var fram­lengt.

Það tók Vík­inga ekki nema 18 sek­únd­ur í fram­leng­ing­unni að end­ur­heimta for­yst­una. Logi Tóm­as­son átti þá frá­bæra fyr­ir­gjöf frá vinstri á fjær­stöng­ina þar sem Han­sen mætti og skoraði sitt annað mark. Aft­ur kláraði hann af stuttu færi úr teign­um, nú með höfðinu. Mik­il þreyta ein­kenndi fram­leng­ing­una eins og geng­ur og ger­ist en mikið var um mis­heppnaðar send­ing­ar og minna um góða spilkafla. Í hálfleik fram­leng­ing­ar var staðan 3:2, Vík­ing­um í vil.

Vík­ing­ur spilaði seinni hálfleik fram­leng­ing­ar­inn­ar svo af mik­illi skyn­semi og gerðu svo gott sem eng­in mis­tök. Svo fór að lok­um að mörk­in urðu ekki fleiri og Vík­ing­ar því bikar­meist­ar­ar í þriðja sinn í röð.

Vík­ing­ur R. 3:2 FH opna loka
skorar Pablo Punyed (26. mín.)
skorar Nikolaj Hansen (89. mín.)
skorar Nikolaj Hansen (91. mín.)
Mörk
skorar Oliver Heiðarsson (28. mín.)
skorar Ástbjörn Þórðarson (90. mín.)
fær gult spjald Pablo Punyed (32. mín.)
fær gult spjald Nikolaj Hansen (85. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Guðmundur Kristjánsson (58. mín.)
fær gult spjald Ólafur Guðmundsson (110. mín.)
mín.
120 Leik lokið
VÍKINGUR ER BIKARMEISTARI KARLA ÁRIÐ 2022 EFTIR HREINT ÚT SAGT MAGNAÐAN LEIK!
120 Víkingur R. fær hornspyrnu
Tveimur mínútum bætt við.
118 Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.) kemur inn á
Ferskir fætur fyrir síðustu mínúturnar. Erlingur var kominn með krampa enda búinn að hlaupa ótrúlega mikið.
118 Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) fer af velli
117
Víkingar eru að gera allt rétt þessa stundina.
115 FH fær hornspyrnu
Kristinn Freyr með frábæra takta vinstra megin í teignum og nær í horn.
112 Nikolaj Hansen (Víkingur R.) á skalla sem fer framhjá
Laus skalli eftir hornið framhjá.
111 Víkingur R. fær hornspyrnu
111 Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingur R.) á skot sem er varið
Fær boltann í fínu færi á fjær en Atli lokar vel á hann!
110 Ólafur Guðmundsson (FH) fær gult spjald
Keyrir Arnór Borg niður við hliðarlínu sem steinliggur eftir.
109 Björn Daníel Sverrisson (FH) á skalla sem er varinn
Laus skalli eftir hornið beint á Ingvar.
109 FH fær hornspyrnu
106 Seinni hálfleikur hafinn
106 Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) kemur inn á
106 Pablo Punyed (Víkingur R.) fer af velli
106 Haraldur Einar Ásgrímsson (FH) kemur inn á
106 Ástbjörn Þórðarson (FH) fer af velli
105 Hálfleikur
Víkingur er korteri frá sínum þriðja bikarmeistaratitli í röð. Að sama skapi hefur FH korter til að jafna!
105 Nikolaj Hansen (Víkingur R.) á skalla sem fer framhjá
Laus skalli eftir hornið.
105 Víkingur R. fær hornspyrnu
105 Logi Tómasson (Víkingur R.) á skot sem er varið
Skemmtileg tilraun. Logi tekur hornið stutt, fær hann aftur og lætur bara vaða en Atli slær boltann framhjá.
105 Víkingur R. fær hornspyrnu
Ingvar grípur og neglir boltanum upp allan völlinn þar sem Arnór Borg nær í hornspyrnu hinum megin.
104 FH fær hornspyrnu
102 Ástbjörn Þórðarson (FH) á skalla sem er varinn
Davíð lyftir boltanum á fjær þar sem Ástbjörn mætir en skallinn er laflaus og beint á Ingvar.
99 Jóhann Ægir Arnarsson (FH) kemur inn á
99 Eggert Gunnþór Jónsson (FH) fer af velli
97
Það voru 18 sekúndur búnar af framlengingunni þegar Nikolaj Hansen skoraði þetta mark. Það er rosalegt!
95
Menn eru eðlilega aðeins farnir að þreytast og því aðeins meira um misheppnaðar sendingar og annað slíkt.
91 MARK! Nikolaj Hansen (Víkingur R.) skorar
3:2 - MAAAAAAAAAAAARK! - Þetta tók ekki langan tíma! Logi með frábæra fyrirgjöf með hægri fæti á fjær þar sem Nikolaj kemst á bakvið Guðmund Kristjánsson og stangar boltann í netið af stuttu færi!
91 Leikur hafinn
Þetta er komið af stað á nýjan leik!
91 Máni Austmann Hilmarsson (FH) kemur inn á
91 Matthías Vilhjálmsson (FH) fer af velli
Fínn leikur hjá fyrirliðanum en hann var greinilega farinn að þreytast.
90 Leik lokið
Ingvar kemur út og grípur boltann. Á sama andartaki flautar Ívar til leiksloka, við erum á leiðinni í framlengingu!
90
FH fær aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu. Er tími fyrir meiri dramatík?
90 Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) á skot framhjá
Hátt yfir markið af frekar löngu færi.
90 Nikolaj Hansen (Víkingur R.) á skot framhjá
Strax í kjölfarið af markinu. Þröng færi og skotið í hliðarnetið.
90
Þremur mínútum bætt við!
90 MARK! Ástbjörn Þórðarson (FH) skorar
2:2 - ÞEIR JAFNA STRAX! - INGVAR JÓNSSON MEÐ SKELFILEG MISTÖK. Fyrirgjöf Ástbjörns virðist hættulaus frá hægri en Ingvar missir boltann undir sig og í netið!
89 MARK! Nikolaj Hansen (Víkingur R.) skorar
2:1! - MAAAAAAAAAAAARK! Nikolaj Hansen er réttur maður á réttum stað í teignum eftir að Pablo hafði flikkað fyrirgjöf Loga áleiðis inn í teiginn. Hansen ekki í vandræðum með að klára af stuttu færi.
88 Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingur R.) á skot framhjá
Víkingar geysast upp völlinn og boltinn berst út til hægri á Arnór. Hann ákveður að láta vaða af löngu færi þegar það voru kannski betri möguleikar í stöðunni. Skotið framhjá markinu.
86 FH fær hornspyrnu
85 Nikolaj Hansen (Víkingur R.) fær gult spjald
Rennir sér í Matthíast. Aukaspyrna á fínum stað fyrir fyrirgjöf.
83 Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) á skot framhjá
Færi! Arnór Borg með fína fyrirgjöf frá hægri á fjær þar sem Helgi mætir en skot hans fer framhjá.
82
Hvað var Ólafur Guðmundsson að gera þarna? Fær pressu á sig í eigin teig og rekur boltann í átt að eigin marki. Þegar um meter er í Atla Gunnar markvörð ákveður Ólafur að gefa á hann en sem betur fer fyrir hann nær Atli að bjarga þessu. Þarna munaði ekki nema svona millisekúndu að Víkingar væru komnir nægilega nærri Atla til að setja boltann í markið.
80 Baldur Logi Guðlaugsson (FH) kemur inn á
80 Oliver Heiðarsson (FH) fer af velli
78 Steven Lennon (FH) kemur inn á
78 Úlfur Ágúst Björnsson (FH) fer af velli
78 Kristinn Freyr Sigurðsson (FH) kemur inn á
78 Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) fer af velli
77 Kyle McLagan (Víkingur R.) á skalla sem fer framhjá
Rís hæst í teignum en skallinn yfir markið.
77 Víkingur R. fær hornspyrnu
75 Nikolaj Hansen (Víkingur R.) kemur inn á
75 Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) fer af velli
75 Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingur R.) kemur inn á
75 Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) fer af velli
75 Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) kemur inn á
75 Birnir Snær Ingason (Víkingur R.) fer af velli
74
Víkingur er að fara að gera þrefalda breytingu sýnist mér.
73 Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) á skot sem er varið
Þetta var hörkufæri! Fær pláss og tíma rétt utan teigs en skotið er laust og Atli Gunnar ver vel.
69 FH fær hornspyrnu
FH kemst í skyndisókn sem endar með því að Oliver nær í horn.
66
Leikurinn fer að mestu leiti fram á vallarhelmingi FH þessa stundina. Spurning hvort Eiður Smári og Sigurvin fari að gera breytingar á sínu liði?
61
Hér óskar Atli Gunnar markvörður FH eftir aðhlynningu sjúkraþjálfara og klæðir sig úr öðrum hanskanum. Hann heldur þó leik áfram.
60 Víkingur R. fær hornspyrnu
Víkingar betri fyrsta korter síðari hálfleiks.
59 Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) á skot framhjá
Danijel tekur spyrnuna sjálfur. Skotið er fínt en fer framhjá fjærstönginni.
58 Guðmundur Kristjánsson (FH) fær gult spjald
Lendir á eftir Danijeli og brýtur á honum hálfum meter fyrir utan teig. Aukaspyrna á mjög góðum stað.
58 Davíð Snær Jóhannsson (FH) á skot framhjá
Boltinn dettur fyrir Davíð fyrir utan teiginn eftir hornið en hann hittir boltann agalega og skotið yfir markið.
57 FH fær hornspyrnu
Fyrirgjöf Olivers fer af Loga og í horn.
54
Stórhætta! Logi fær boltann í virkilega góðu hlaupi inní teiginn og setur hann á hárréttan stað þvert fyrir markið. Þarna vantaði bara Víking til að reka tánna í boltann.
50 Kyle McLagan (Víkingur R.) á skalla í stöng
Seinni spyrnan er frábær, beint á kollinn á Kyle sem stangar boltann í stöngina. Þaðan fer boltinn í bakið á Atla Gunnari og dettur laus í teignum áður en varnarmenn FH hreinsa.
49 Víkingur R. fær hornspyrnu
Ólafur Guðmundsson skallar afturfyrir. Annað horn.
49 Víkingur R. fær hornspyrnu
Fyrsta hornspyrna síðari hálfleiks!
46 Seinni hálfleikur hafinn
Veislan er farin af stað aftur!
45 Hálfleikur
Virkilega skemmtilegum fyrri hálfleik lokið!
45 Úlfur Ágúst Björnsson (FH) á skalla sem fer framhjá
Björn Daníel með virkilega fína spyrnu á fjær þar sem Úlfur er aleinn en skalli hans fer framhjá markinu. Þarna hefði Úlfur hæglega getað komið FH yfir!
45
Oliver enn og aftur að valda usla. Nú fer hann illa með Kyle sem brýtur á honum við hornfánann. Séns fyrir FH á síðustu andartökum hálflieksins.
45 Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) á skot framhjá
Logi Tómasson finnur Danijel við vítateigslínuna sem reynir að lauma boltanum í fjærhornið utanfótar en skotið framhjá.
41
Þvílíkur sprettur Oliver Heiðarsson! Eftir hornspyrnu Víkings berst boltinn á Oliver hægra megin, hann tekur bara á rás upp allan vænginn, fram hjá hverjum Víkingnum á fætur öðrum og setur boltann svo fyrir markið en þar vantar mann til að klára færið.
40 Víkingur R. fær hornspyrnu
39 Víkingur R. fær hornspyrnu
38
Hér verður hörku samstuð. Ólafur Guðmundsson og Viktor Örlygur renna sér báðir í boltann og Viktor virðist koma talsvert verr út úr þessu. Hann er þó staðinn upp og heldur leik áfram.
37 Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) á skot framhjá
Vuk lætur vaða úr spyrnunni en skotið yfir.
36
Logi Tómasson brýtur klaufalega á Birni Daníel rétt utan teigs. Björn nýtti alla sína reynslu þarna og nú á FH aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
35 FH fær hornspyrnu
Vuk gerir mjög vel og kemst upp að endamörkum en Oliver bjargar á síðustu stundu. Það er kraftur í FH þessa stundina!
32 Pablo Punyed (Víkingur R.) fær gult spjald
Fer hátt með fótinn með takkana á undan sér í fótinn á Matthíasi sem steinliggur eftir. Hárréttur dómur.
31 Logi Tómasson (Víkingur R.) á skot framhjá
Pablo lyftir boltanum út til hægri á Loga sem reynir erfitt skot á lofti en boltinn fer hátt yfir.
28 MARK! Oliver Heiðarsson (FH) skorar
1:1! - FH-ingar ekki lengi að jafna metin! Davíð með stórkostlega sendingu í gegnum vörn Víkinga hægra megin á Oliver sem klárar úr örlítið þröngu færi! Ingvar í boltanum en hann skrúfast í stöngina og inn!
26 MARK! Pablo Punyed (Víkingur R.) skorar
1:0! - Vörn FH opnast uppá gátt! Danijel Dejan kemst upp hægra megin og setur boltann hárfínt með grasinu fyrir markið þar sem Pablo kemur á ferðinni og tæklar boltann í netið. Nú eru Víkingar búnir að kveikja á blysum!
25 FH fær hornspyrnu
Björn Daníel tekur aukaspyrnu við miðlínu inn í teig Víkings og úr verður smá skallatennis. Boltinn fer að lokum af Oliver Ekroth og í horn en ekkert verður úr því.
24
Matthías Vilhjálmsson verður hér fyrir einhverju smávægilegu hnjaski og stingur aðeins við. Vonandi FH vegna er í lagi með hann.
18 Pablo Punyed (Víkingur R.) á skot sem er varið
Þetta er að opnast! Nú dettur Pablo óvænt í gegn og kemst einn gegn Atla Gunnari. Pablo þarf þó að teygja sig í boltann og er skotið eftir því, laust og Atli ver.
17 Davíð Snær Jóhannsson (FH) á skot framhjá
Dauðafæri! Davíð Snær kemur með hlaup með seinni bylgjunni og ratar fyrirgjöf Úlfs beint fyrir fætur hans. Davíð er aleinn aðeins vinstra megin í teig Víkings en hittir boltann skelfilega!
17 Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) á skot framhjá
Fyrsta tilraun leiksins! Ari Sigurpálsson fær boltann rétt fyrir utan teig FH, fer á vinstri og reynir að lauma boltanum í fjær. Skotið er gott en fer hárfínt framhjá stönginni!
14
Það sést langar leiðir að mikið er undir hérna og menn vilja alls ekki gera mistök. Menn taka engar áhættur svona til að byrja með.
8
Illa útfært horn og sóknin rennur út í sandinn.
8 Víkingur R. fær hornspyrnu
Ari Sigurpálsson með hættulega fyrirgjöf frá hægri sem Guðmundur Kristjánsson hreinsar í horn.
6
Spyrnan frá Pablo er arfaslök. Fallhlífarbolti sem Atli Gunnar grípur auðveldlega.
6
Björn Daníel Sverrisson fer aðeins groddaralega í Birni Snæ Ingason og Víkingar heimta spjald. Ívar Orri lætur aukaspyrnuna þó nægja og Víkingar stilla upp í fyrirgjöf.
5
Davíð Snær Jóhannsson kemst í fína stöðu upp við endamörk Víkinga en fyrirgjöf hans endar í höndunum á Ingvari.
3
Víkingar halda þokkalega í boltann þessar fyrstu mínútur en hafa þó ekki komist nærri því að skapa neitt ennþá.
1 Leikur hafinn
FH byrjar með boltann og sækir í átt að Þróttarheimilinu.
0
Þá heilsast leikmenn og klæða sig svo úr upphitunarpeysunum. Þessi veisla er að hefjast!
0
Áhorfendur eru beðnir að rísa úr sætum fyrir þjóðsöng Íslands. Hins vegar verður hljóðmanninum eitthvað á og setur FH-lagið Risar í gang í staðinn. Mikill fögnuður brýst út meðal stuðningsmanna FH.
0
Þá ganga liðin til vallar við mikinn fögnuð fjölmargra stuðningsmanna. FH-ingar eru strax búnir að kveikja á blysum!
0
Aðeins að undanúrslitunum. Víkingur vann frekar óvænt mjög sannfærandi sigur á Breiðabliki þar sem Erlingur Agnarsson skoraði tvö mörk og Karl Friðleifur Gunnarsson skoraði eitt. Í hinum leiknum vann FH frækinn sigur á KA þar sem FH lenti 1:0 undir en kom til baka og vann að lokum 2:1-sigur.
0
Gengi liðanna í sumar hefur verið ansi ólíkt. Víkingur hefur verið í toppbaráttunni í sumar á meðan FH hefur óvænt verið í fallbaráttu. Sem stendur er FH í fallsæti í Bestu deildinni svo það er verk að vinna þar fyrir Eið Smára Guðjohnsen og leikmenn FH.
0
Markahæstu menn liðanna í Mjólkurbikarnum í ár eru báðir með sex mörk en það eru þeir Helgi Guðjónsson hjá Víkingi og Steven Lennon hjá FH.
0
Björn Daníel Sverrisson og Matthías Vilhjálmsson eru þeir einu sem voru hluti af bikarmeistaraliði FH árið 2010 og eru enn í leikmannahópnum í ár. Þess má geta að Matthías skoraði tvö mörk í 4:0-sigri á KR í úrslitaleiknum það ár.
0
Í heildina hefur Víkingur unnið þrjá bikarmeistaratitla og er því möguleiki í dag á að bæta þeim fjórða við. FH getur unnið sinn þriðja en félagið hefur tvisvar í sögu sinni unnið bikarinn.
0
Það er Ívar Orri Kristjánsson sem fær það verðuga verkefni að dæma leikinn í dag. Honum til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Egill Guðvarður Guðlaugsson. Varadómari er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og eftirlitsmaður KSÍ er Frosti Viðar Gunnarsson.
0
Það er auðvitað mikið í húfi hér í dag. Fyrst og fremst er það auðvitað bikarinn en einnig er í boði Evrópusæti. Vinni FH-ingar fara þeir í Evrópu ásamt efstu tveimur liðum Bestu deildarinnar. Vinni Víkingur er næsta víst að efstu þrjú lið Bestu deildarinnar fari í Evrópu en ólíklegt er að Víkingur endi neðar en þriðja sæti. Því má alveg gera ráð fyrir því að KA-menn styðji Víking í dag.
0
Á leið sinni í úrslitaleikinn vann Víkingur Hauka, Selfoss, KR og Breiðablik. FH sló út Kára, ÍR, Kórdrengi og KA.
0
Víkingur getur tryggt sér þriðja bikarmeistaratitilinn í röð með sigri en FH vann síðast árið 2010. Liðin mættust í bikarúrslitum árið 2019 og vann Víkingur þá 1:0.
0
Góðan dag og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá bikarúrslitaleik karla í fótbolta þar sem Víkingur úr Reykjavík og FH mætast.
Sjá meira
Sjá allt

Víkingur R.: (4-3-3) Mark: Ingvar Jónsson. Vörn: Viktor Örlygur Andrason, Oliver Ekroth, Kyle McLagan, Logi Tómasson. Miðja: Júlíus Magnússon, Danijel Dejan Djuric (Nikolaj Hansen 75), Pablo Punyed (Karl Friðleifur Gunnarsson 106). Sókn: Ari Sigurpálsson (Arnór Borg Guðjohnsen 75), Erlingur Agnarsson (Gísli Gottskálk Þórðarson 118), Birnir Snær Ingason (Helgi Guðjónsson 75).
Varamenn: Þórður Ingason (M), Helgi Guðjónsson, Gísli Gottskálk Þórðarson, Halldór Smári Sigurðsson, Arnór Borg Guðjohnsen, Karl Friðleifur Gunnarsson, Nikolaj Hansen.

FH: (4-3-3) Mark: Atli Gunnar Guðmundsson. Vörn: Ástbjörn Þórðarson (Haraldur Einar Ásgrímsson 106), Eggert Gunnþór Jónsson (Jóhann Ægir Arnarsson 99), Guðmundur Kristjánsson, Ólafur Guðmundsson. Miðja: Matthías Vilhjálmsson (Máni Austmann Hilmarsson 91), Davíð Snær Jóhannsson, Björn Daníel Sverrisson. Sókn: Oliver Heiðarsson (Baldur Logi Guðlaugsson 80), Úlfur Ágúst Björnsson (Steven Lennon 78), Vuk Oskar Dimitrijevic (Kristinn Freyr Sigurðsson 78).
Varamenn: Gunnar Nielsen (M), Haraldur Einar Ásgrímsson, Steven Lennon, Kristinn Freyr Sigurðsson, Baldur Logi Guðlaugsson, Máni Austmann Hilmarsson, Jóhann Ægir Arnarsson.

Skot: FH 8 (4) - Víkingur R. 19 (8)
Horn: Víkingur R. 11 - FH 8.

Lýsandi: Aron Elvar Finnsson
Völlur: Laugardalsvöllur
Áhorfendafjöldi: 4381

Leikur hefst
1. okt. 2022 16:00

Aðstæður:

Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Aðstoðardómarar: Birkir Sigurðarson og Egill Guðvarður Guðlaugsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert