Fram og Leiknir mættust í dag í fyrsta leik eftir að deildinni var skipt upp í efri og neðri hluta. Leikurinn endaði 3:2 fyrir Fram.
Í fyrstu sókn Leiknis í leiknum kom fyrsta mark leiksins. Hjalti Sigurðsson gerði mjög vel og kom honum bein á hausinn á Mikkel Dahl sem stangaði hann í netið, 1:0.
Delphin Thisembele jafnar síðan leikinn fyrir Fram á 12. mínútu. Fred kom boltanum inn í teig eftir hornspyrnu, Jannek Pohl náði til hans og lagði boltann út á Delphin sem kom honum í netið. Dönsk samvinna sem skilaði marki, 1:1.
Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en liðið skiptust á hálffærum þar til flautið kom. Í seinni hálfleik á 58. mínútu kom Jannek Pohl sjálfur með gullfallegt mark eftir sendingu frá Tiago. Tiago kemur með frábæra sendingu beint í hlaupaleið Jannek sem tekur hann í átt að teignum. Jannek tekur skærin framhjá Viktori í markinu og sendir boltann í netið, 2:1.
Jannek var síðan aftur á ferðinni á 70. mínútu þegar hann potaði honum í markið eftir stoðsendingu frá Fred Saraiva, Danir komnir upp í þrjú mörk fyrir Fram, 3:1.
Á 88. mínútu braut Óskar Jónsson á Zean Dalugge inn í teig Fram, Óskar fékk fyrir það beint rautt spjald og Leiknismenn víti. Emil Berger fór á punktinn og skoraði af öryggi og kom Leikni í 3:2.
Eftir markið gerði Fram varnarskiptinu. Markaskorarinn Jannek fór af velli og inn á kom Jesús Yendis. Leiknismenn gerðu allt sem þeir gátu undir lokinn en náðu ekki að kreista fram jafntefli svo lokaniðurstöður voru 3:2 fyrir heimamönnum í Úlfársdalnum.