Breiðablik færist nær Íslandsmeistaratitlinum

Viktor Örn Margeirsson úr Breiðabliki og Stjörnumaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason …
Viktor Örn Margeirsson úr Breiðabliki og Stjörnumaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason eigast við í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það var mik­il stemmn­ing á Kópa­vogs­velli er Breiðablik vann afar mik­il­væg­an 3:0 sig­ur á Stjörn­unni í 23. um­ferð Bestu deild­ar karla í fót­bolta í kvöld. 

Fyrri hálfleik­ur­inn var mjög líf­leg­ur og strax á þriðju mín­útu fengu Eggert Aron Guðmunds­son og Guðmund­ur Bald­vin Nökkva­son færi til að koma gest­un­um yfir en Blikarn­ir náðu að bjarga á línu. Gísli Eyj­ólfs­son keyrði svo upp í næstu sókn og komst einn á móti Har­aldi Björns­syni mark­manni Stjörn­unn­ar en setti bolt­ann rétt fram hjá. 

Skömmu eft­ir það tóku Blikarn­ir mest­megn­is yfir leik­inn og sköpuðu sér ótal færi. Á tólftu mín­útu kom svo fyrsta markið er Dag­ur Dan Þór­halls­son fékk bolt­ann vinstra meg­in frá Oli­ver Sig­ur­jóns­syni. Dag­ur keyrði þá í átt að víta­teign­um og er hann var rétt fyr­ir utan negldi hann bolt­an­um í netið á nær­stöng­inni, staðan var þá 1:0, og meist­ara­efn­in í draumalandi á sín­um heima­velli. 

Heima­menn héldu svo áfram að sækja og á 30. mín­útu sendi Oli­ver bolt­ann fyr­ir á fjær­stöng­ina þar sem Ísak Snær Þor­valds­son fram­lengdi hann þvert fyr­ir markið þar sem Gísli Eyj­ólfs­son rétt svo missti af bolt­an­um. Hann rann þó til Ja­son­ar Daða Svanþórs­son­ar sem sendi bolt­ann fyr­ir og af Stjörnu­manni stefndi hann inn en Sindri Þór Ingimars­son bjargaði á línu – því­lík­ur darraðardans. 

Blikarn­ir héldu áfram að sækja en upp­skáru eng­in mörk og því fór Kópa­vogsliðið aðeins einu marki yfir til bún­ings­klefa. 

Blikarn­ir héldu áfram sama dampi í síðari hálfleikn­um og þegar sex mín­út­ur voru liðnar af hon­um átti Vikt­or Karl Ein­ars­son hnit­miðað skot í stöng­ina og bolt­inn rann svo í burtu. Ísak Snær slapp svo einn í gegn á 56. mín­útu en Har­ald­ur varði frá hon­um. 

Kópa­vogsliðið tvö­faldaði svo for­ystu sína á 69. mín­útu. Þá skallaði Damir Mum­in­ovic horn­spyrnu Dags Dan beint á Gísla sem setti bolt­ann und­ir Har­ald og í netið, staðan var þá 2:0, og allt tryllt­ist á Kópa­vogs­velli. 

Breiðablik þre­faldaði svo for­ystu sína á 89. mín­útu. Þá fékk Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son bolt­ann frá Ant­oni Ara Ein­ars­syni og sendi hann þvert fyr­ir á Ja­son Daða Svanþórs­son sem lék á Har­ald og renndi bolt­an­um í netið, staðan var þá 3:0, sem voru loka­töl­ur og var afar sann­fær­andi sig­ur Kópa­vogsliðsins niðurstaðan.

Breiðablik er nú með 54 stig og eyk­ur for­skot sitt á toppi deild­ar­inn­ar aft­ur í átta stig og fær­ist nær og nær Íslands­meist­ara­titl­in­um. Stjarn­an er áfram í sjötta sæti með 31 stig. 

Breiðablik fer til Ak­ur­eyr­ar og mæt­ir næ­stefsta liðinu í KA í næsta leik sín­um. Stjarn­an fær bikar­meist­ara Vík­ings úr Reykja­vík í heim­sókn í Garðabæ­inn í næsta leik sín­um. 

Breiðablik 3:0 Stjarn­an opna loka
skorar Dagur Dan Þórhallsson (12. mín.)
skorar Gísli Eyjólfsson (69. mín.)
skorar Jason Daði Svanþórsson (89. mín.)
Mörk
fær gult spjald Oliver Sigurjónsson (74. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Guðmundur Baldvin Nökkvason (45. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Afar sannfærandi sigur Breiðabliks niðurstaðan.
90 Viktor Elmar Gautason (Breiðablik) kemur inn á
90 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) fer af velli
90 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) kemur inn á
90 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) fer af velli
89 MARK! Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) skorar
3:0 - Höskuldur fær boltann frá Antoni Ara og sendir hann þvert fyrir á Jason Daða sem leikur á Harald og rennir boltanum inn, glæsilega gert og Blikarnir ganga endanlega frá leiknum.
86 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) kemur inn á
Fyrsta skipting heimamanna.
86 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) fer af velli
81 Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan) kemur inn á
81 Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan) fer af velli
81 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) á skot framhjá
Í hliðarnetið.
77 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Beint á Harald.
74 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) fær gult spjald
Fær gult spjald fyrir dýfu inn í teig Stjörnunnar.
69 MARK! Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) skorar
2:0 - Damir skallar fyrirgjöf Dags beint á Gísla sem setur boltann undir Harald og í netið og meistaraefnin nálgast svo sannarlega Íslandsmeistaratitilinn!
69 Breiðablik fær hornspyrnu
Oliver tekur hornsðyrnuna sem fer af varnarmanni og í horn.
67
Blikar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
67 Damir Muminovic (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Skalli rétt framhjá.
66 Breiðablik fær hornspyrnu
62
Hættuleg aukaspyrna fyrir hjá Jóhanni Árna og litlu mátti muna að einhver Stjörnumaður kæmist í boltann en hann endar í fanginu á Haraldi.
59 Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan) kemur inn á
Tvöföld breyting hjá Stjörnunni.
59 Óskar Örn Hauksson (Stjarnan) fer af velli
59 Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) kemur inn á
59 Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan) fer af velli
56 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Ísak Snær sloppinn einn í gegn en hann lætur Harald verja frá sér. Dómarinn dæmir síðan brot á Ísak Snær sem virðist hafa farið eitthvað í Harald sem liggur eftir og þarf aðhlynningu.
51 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) á skot í stöng
Viktor Karl með skot fyrir utan teig sem fer í stöngina og út!
51 Breiðablik fær hornspyrnu
49
Blikarnir í góðri sókn sem lýkur með fyrirgjöf Andra Rafns sem Haraldur grípur.
46 Óskar Örn Hauksson (Stjarnan) á skot framhjá
Óskar Örn reynir skot/sendingu en hittir ekki boltann sem fer framhjá markinu.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Heimamenn hefja þennan síðari hálfleik.
45 Leik lokið
+2 Og þá flautar dómarinn til hálfleiks. Ansi líflegum fyrri hálfleik lokið hér í Smáranum.
45 Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik) á skot sem er varið
+2 Dagur skýtur en varnarmaður Stjörnunar kemst fyrir.
45 Breiðablik fær hornspyrnu
+2
45
Tveimur mínútum bætt við.
45 Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan) fær gult spjald
Guðmundur Baldvin sparkar Dag niður og fær verðskuldað gult spjald.
43 Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik) á skot framhjá
Markaskorarinn tekur aukaspyrnuna og skýtur henni rétt framhjá.
42
Blikarnir fá hér aukaspyrnu á hættulegum stað.
35 Breiðablik fær hornspyrnu
34
Blikarnir næstum því sloppnir í gegn en Stjörnumenn komast fyrir boltann.
30
Stjarnan bjargar á línu! Oliver sendir boltann fyrir á fjærstöngina þar sem Ísak Snær sendir boltann þvert fyrir opið markið. Þar rétt missir Gísli af boltanum sem rúllar svo til Jasons Daða. Jason sendir svo boltann fyrir sem fer af Stjörnumanni og og stefnir í markið en Sindri Þór bjargar á línu!
30 Breiðablik fær hornspyrnu
30 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Skot sem Haraldur ver í horn.
26
Áhugavert atvik hér þar sem Þorvaldur Árnason dómari þarf að fara af velli og það er verið að vefja utan um fótlegginn á honum, vonandi er í lagi með kallinn. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, varadómari, kemur inn í hans stað.
18 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Ísak fær boltann frá Degi og lætur vaða fyrir utan teig en boltinn endar í fanginu á Haraldri. Virkaði ansi rangstæður.
12 MARK! Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik) skorar
1:0 - Oliver sendir langan bolta fram beint á Dag Dan sem kemur sér í svipað færi og áðan en nú neglir hann boltan á nær og hann syngur í netinu, laglega gert hjá Degi og Blikarnir eru komnir yfir!
11 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Blikarnir spila glæsilega í gegnum vörn Stjörnunnar og Gísli er sloppinn einn í gegn. Hann er hinsvegar í þröngu færi og Haraldur ver frá honum.
10 Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Dagur Dan í fínni stöðu en skot hans er tiltölulega beint á Harald í marki Stjörnunar.
9
Ágúst Gylfason gerir nokkra áhugaverðar stöðurbreytingar á liði sínu. Daníel Laxdal er í hægri bakverði og Óskar Örn Hauksson frammi.
8 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) á skot framhjá
Ísak Snær fær boltann inn í teig en setur boltann framhjá.
3 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Gísli keyrir upp í næstu sókn og er kominn einn í gegn en setur boltann rétt framhjá markinu. Þvílíkar upphafsmínútur hér í Kópavogi!
3 Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan) á skot sem er varið
Guðmundur Baldvin nær frákastinu og er í dauðafæri en sendir boltann beint á mitt markið og Blikarnir koma boltanum burt.
3 Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan) á skot sem er varið
Eggert fer illa með miðverði Blika og er kominn í gott marktækifæri en Anton Ari ver frá honum.
1 Leikur hafinn
Það eru Garðbæingar sem byrja með boltann.
0
Þá ganga liðin út við mikið klapp stuðningsmanna. Það er mikil stemmning hér á Kópavogsvelli í rigningunni.
0
Þessi lið hafa leikið tvær mjög áhugaverðar viðureignir á þessu tímabili. Fyrst fór 3:2 fyrir Breiðablik á þessum velli þar sem Viktor Örn Margeirsson skoraði sigurmarkið á 85. mínútu. Stjarnan tók svo meistaraefnin í bakaríið í seinni leiknum með 5:2 sigri.
0
Flóðljósin eru komin á og aðeins tíu mínútur til stefnu.
0
Bæði lið gera eina breytingu á liði sínu frá síðasta leik. Ísak Snær Þorvaldsson kemur inn fyrir Kristin Steindórsson hjá heimamönnum og Einar Karl Ingvarsson kemur inn fyrir Henrik Máná Hilmarsson hjá Stjörnuliðinu.
0
Bæði lið unnu síðasta leik sinn áður en deildinni var skipt. Breiðablik vann 3:0 sigur á ÍBV þar sem Jason Daði setti tvö mörk og Dagur Dan eitt. Ísak Andri skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2:1 sigri á FH.
0
Með sigri í dag færist Breiðablik enn nær Íslandsmeistaratitlinum. Það er minna í spilunum fyrir Stjörnuna sem getur þó komið sér í fjórða sætið með sigri í dag.
0
Breiðablik er í toppsæti deildarinnar með 51 stig og Stjarnan í sjötta sæti með 31 stig.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Höskuldur Gunnlaugsson, Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson, Andri Rafn Yeoman (Davíð Ingvarsson 90). Miðja: Viktor Karl Einarsson, Oliver Sigurjónsson, Gísli Eyjólfsson. Sókn: Jason Daði Svanþórsson (Viktor Elmar Gautason 90), Ísak Snær Þorvaldsson (Kristinn Steindórsson 86), Dagur Dan Þórhallsson.
Varamenn: Brynjar Atli Bragason (M), Mikkel Qvist, Elfar Freyr Helgason, Kristinn Steindórsson, Davíð Ingvarsson, Viktor Elmar Gautason, Omar Sowe.

Stjarnan: (4-4-2) Mark: Haraldur Björnsson. Vörn: Daníel Laxdal, Björn Berg Bryde, Sindri Þór Ingimarsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson. Miðja: Jóhann Árni Gunnarsson (Róbert Frosti Þorkelsson 81), Einar Karl Ingvarsson (Ólafur Karl Finsen 59), Eggert Aron Guðmundsson, Ísak Andri Sigurgeirsson. Sókn: Guðmundur Baldvin Nökkvason, Óskar Örn Hauksson (Kjartan Már Kjartansson 59).
Varamenn: Viktor Reynir Oddgeirsson (M), Ólafur Karl Finsen, Elís Rafn Björnsson, Kjartan Már Kjartansson, Henrik Máni Hilmarsson, Örvar Logi Örvarsson, Róbert Frosti Þorkelsson.

Skot: Breiðablik 16 (11) - Stjarnan 3 (2)
Horn: Breiðablik 6.

Lýsandi: Jökull Þorkelsson
Völlur: Kópavogsvöllur
Áhorfendafjöldi: 1226

Leikur hefst
3. okt. 2022 19:15

Aðstæður:
Rigning og átta gráðu hiti. Góðar leikaðstæður.

Dómari: Þorvaldur Árnason
Aðstoðardómarar: Jóhann Gunnar Guðmundsson og Bergur Daði Ágústsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert