Knattspyrnumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson er mættur til Þrándheims í Noregi til að ganga frá félagaskiptum sínum frá Breiðabliki til Rosenborgar. Hann gengur formlega í raðir félagsins um áramótin og klárar því tímabilið með Breiðabliki.
Rosenborg er eitt stærsta félagið í norska fótboltanum. Hjá félaginu hittir Ísak fyrir liðsfélaga sinn hjá U21 árs landsliðinu, því Kristall Máni Ingason gekk í raðir Rosenborgar frá Víkingi úr Reykjavík á dögunum.
Blaðamaður Netavisen í Noregi birti mynd af Ísaki á flugvellinum í Þrándheimi, þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning.
Ísak Snaer Thorvaldsson er tirsdag på plass i Trondheim for å gjennomføre medisinsk test og fullføre overgangen fra Breidablik til Rosenborg.🇮🇸🛩
— Stian André de Wahl (@StianWahl) October 4, 2022
Allerede enighet om en avtale fra 1.januar 2023. https://t.co/Uxvumobjuy pic.twitter.com/abzVXLjTyX