Ég vildi koma inn með góða orku

Danijel Dejan Djuric fagnar sigurmarkinu í kvöld á skemmtilegan hátt.
Danijel Dejan Djuric fagnar sigurmarkinu í kvöld á skemmtilegan hátt. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Danijel Dejan Djuric kom inn á sem varamaður í liði Víkings gegn Val á 62. mínútu. Að öðrum ólöstuðum breytti sóknarmaðurinn ungi leiknum fyrir heimamenn. Hann minnkaði mun­inn átta mín­út­um síðar og skoraði svo sig­ur­mark Vík­ings á 86. mín­útu eft­ir að Ni­kolaj Han­sen hafði jafnað met­in tveim­ur mín­út­um áður.

Danijel sagði að Arnar hefði viljað fá meiri orku inn í liðið og þess vegna gert fjórfalda skiptingu.

„Ég hugsaði fyrst og fremst um það, að koma inn með góða orku, sýna mína hæfileika og hafa gaman að því að spila fótbolta."

Það gerði hann svo sannarlega. Danijel hefur skorað fimm mörk í deildinni í sumar. Hann skoraði þrjú mörk í tíu leikjum fyrir tvískiptingu deildarinnar og nú hefur hann skorað tvö mörk í úrslitakeppni efri hlutans.

„Þetta er það sem ég vil gera. Ég vil koma inn með leikgleði. Ég vil fá boltann, skora mörk og leggja upp. Það er það sem ég geri og gef liðinu,“ sagði Danijel Dejan Djuric, maður leiksins, að lokum.

Danijel Dejan skorar sigurmarkið í kvöld fram hjá Frederik Schram …
Danijel Dejan skorar sigurmarkið í kvöld fram hjá Frederik Schram í marki Vals. Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert