Ejub Purisevic hefur látið af störfum sínum sem knattspyrnuþjálfari hjá Stjörnunni, þar sem hann hefur verið afreksþjálfari og yfirþjálfari 5. til 2. flokks drengja undanfarin þrjú ár auk þess sem hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla á síðasta tímabili.
Þar segir að Ejub hafi hug á að snúa aftur í meistaraflokksþjálfun en hann stýrði Víkingi frá Ólafsvík við góðan orðstír um 17 ára skeið og lét af störfum þar árið 2019.
Léku Ólafsvíkingar til að mynda í efstu deild árin 2013, 2016 og 2017 undir hans stjórn.
Grindavík, sem er í þjálfaraleit, er meðal annarra sagt áhugasamt um Ejub.
Þess má til gamans geta að sonur Ejub, Allan, samdi hins vegar við karlalið Stjörnunnar í gær.
Allan, sem er 16 ára gamall, á að baki sjö landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.