Danijel bestur í 23. umferð

Danijel Dejan Djuric fagnar sigurmarki sínu gegn Val með viðeigandi …
Danijel Dejan Djuric fagnar sigurmarki sínu gegn Val með viðeigandi hætti. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Danijel Dejan Djuric sóknarmaðurinn ungi hjá Víkingum var besti leikmaðurinn í 23. umferð Bestu deildar karla í fótbolta sem lauk með viðureign Víkings og Vals í fyrrakvöld.

Þar kom Danijel inn á sem varamaður og skoraði tvívegis í mögnuðum 3:2 sigri Víkinga sem voru 0:2 undir fram á 70. mínútu leiksins.

Hann fékk tvö M fyrir frammistöðu sína en þá einkunn fengu líka Framararnir Fred Saraiva og Jannik Pohl, eftir sigurleik þeirra gegn Leikni, en þeir eru í úrvalsliði 23. umferðar ásamt Danijel.

Lið umferðarinnar má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert