Alltaf risaleikur milli þessara liða

Kristinn Jónsson og Patrick Pedersen takast við í leik liðanna …
Kristinn Jónsson og Patrick Pedersen takast við í leik liðanna í dag. mbl.is/Óttar

„Það er hræðilegt að fá svona mark á sig, sér­stak­lega þegar við átt­um að vera bún­ir að ganga frá leikn­um fyr­ir löngu,“ seg­ir Birk­ir Már Sæv­ars­son, bakvörður­inn leikreyndi hjá Val, en lið hans tapaði 2:1 fyr­ir KR í Vest­ur­bæn­um í dag, þar sem sig­ur­markið kom með síðustu spyrnu leiks­ins.

Birk­ir Már var einn af betri mönn­um vall­ar­ins eft­ir að hann kom inn á um miðjan seinni hálfleik, og sagðist hann telja að Vals­menn hefðu fengið að minnsta kosti 2-3 dauðafæri til að gera út um leik­inn áður en sig­ur­mark KR kom. „En ef maður nýt­ir ekki fær­in, þá ger­ist það bara mjög oft í fót­bolta að manni er refsað. Það er bara extra súrt að það gerðist með loka­spyrn­unni, þannig að við gát­um ekki svarað því,“ seg­ir Birk­ir Már.

Birkir Már Sævarsson og Grétar Snær Gunnarsson sjást hér mætast …
Birk­ir Már Sæv­ars­son og Grét­ar Snær Gunn­ars­son sjást hér mæt­ast í leik liðanna fyrr í sum­ar. Grét­ar Snær var í leik­banni í dag. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Það hef­ur lík­lega oft verið meira und­ir leikj­um Vals og KR en í dag, þar sem hvor­ugt liðið á leng­ur tæki­færi á því að ná Evr­óp­u­sæti. Birk­ir Már seg­ir hins veg­ar að það hafi alls ekki verið vanda­mál að gíra sig upp fyr­ir leik­inn. „Alls ekki, þetta er alltaf risa­leik­ur í ís­lensk­um fót­bolta, þó að akkúrat núna sé eng­inn tit­ill í boði,“ seg­ir Birk­ir Már. „En það er í boði fyr­ir okk­ur að enda fyr­ir ofan KR og fyr­ir þá líka, all­ir vilja enda eins of­ar­lega og hægt er.“

Birk­ir Már seg­ir aðspurður um framtíð sína að hann sé alls ekki á þeim bux­um að hætta og stefni á að spila áfram í Bestu deild­inni að ári, en samn­ing­ur hans við Val renn­ur út í lok tíma­bils­ins. „For­gangs­atriðið er fyrsta að vera áfram í Val, og við erum að ræða sam­an. Ég hef heyrt í þeim og þeir eru að heyra í mér, þannig að von­andi geng­ur það upp, og þá get ég haldið áfram í mín­um klúbbi í Bestu deild­inni og reynt að ná í titl­ana á næsta ári,“ seg­ir Birk­ir Már að lok­um.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert