ÍA á lífi í botnbaráttunni eftir magnaðan sigur

Ingi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á Skaganum í dag.
Ingi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á Skaganum í dag. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Botnlið ÍA vann magnaðan 3:2-sig­ur á Fram á Akra­nesi í neðri hluta Bestu deild karla í knatt­spyrnu í dag.

Heima­menn byrjuðu leik­inn bet­ur og skoruðu fyrsta markið eft­ir kort­ers leik. Eyþór Aron Wöhler fór þá illa með þá Hlyn Atla Magnús­son og Orra Gunn­ars­son, komst upp vinstri kant­inn alla leið inn í teig Fram og kláraði vel fram­hjá Ólafi Íshólm í mark­inu.

Eft­ir markið rönkuðu Fram­ar­ar þó við sér og tæp­um 10 mín­út­um síðar jafnaði Al­bert Haf­steins­son met­in á æsku­slóðunum. Fred átti þá auka­spyrnu utan af kanti sem Skaga­menn voru í mikl­um vand­ræðum með að koma frá og að lok­um datt bolt­inn fyr­ir Al­bert í teign­um sem kláraði auðveld­lega af stuttu færi. 

Á 37. mín­útu kom Guðmund­ur Magnús­son svo gest­un­um yfir. Almarr Ormars­son átti þá send­ingu inn fyr­ir vörn ÍA í átt að Guðmundi. Aron Bjarki Jóseps­son kastaði sér á eft­ir bolt­an­um og náði snert­ingu sem varð til þess að bolt­inn lak fram­hjá Árna Marinó Ein­ars­syni markverði sem var kom­inn aðeins út úr mark­inu. Árni reyndi að teygja sig í bolt­ann en náði ekki til hans og Guðmund­ur, sem kláraði hlaupið sitt alla leið, skoraði eitt auðveld­asta mark fer­ils síns í opið mark af um tveggja metra færi.

Skag­menn mættu af mikl­um krafti inn í seinni hálfleik­inn og eft­ir rúm­lega 10 mín­útna leik í seinni hálfleik slapp varamaður­inn Ingi Þór Sig­urðsson al­einn í gegn frá miðlínu og kláraði frá­bær­lega fram hjá Ólafi. Á 78. mín­útu kom Eyþór Aron svo ÍA yfir með öðru marki sínu en Vikt­or Jóns­son átti þá skalla í slá eft­ir horn­spyrnu. Eyþór mætti eins og gamm­ur á frá­kastið og skallaði bolt­ann í netið.

Þetta reynd­ist síðasta mark leiks­ins og er ÍA því svo sann­ar­lega enn á lífi í botn­bar­átt­unni. Liðið er þó enn á botn­in­um en er nú komið með 18 stig. FH er í næst neðsta sæti með 19 stig og Leikn­ir þar fyr­ir ofan með 20. Bæði lið eiga þó leik til góða á Skag­ann en þau mæt­ast ein­mitt á mánu­dag­inn.

ÍA 3:2 Fram opna loka
skorar Eyþór Aron Wöhler (15. mín.)
skorar Ingi Þór Sigurðsson (56. mín.)
skorar Eyþór Aron Wöhler (78. mín.)
Mörk
skorar Albert Hafsteinsson (24. mín.)
skorar Guðmundur Magnússon (37. mín.)
fær gult spjald Haukur Andri Haraldsson (32. mín.)
fær gult spjald Alexander Davey (74. mín.)
fær gult spjald Viktor Jónsson (88. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Indriði Áki Þorláksson (74. mín.)
fær gult spjald Tryggvi Snær Geirsson (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
ÍA er á lífi í botnbaráttunni!
90 Tryggvi Snær Geirsson (Fram) fær gult spjald
Fyrir einhver leiðindi út við hornfána.
90 Fram fær hornspyrnu
Þung pressa gestanna þessa stundina.
90 Fram fær hornspyrnu
90 Fram fær hornspyrnu
88 Viktor Jónsson (ÍA) fær gult spjald
88 ÍA fær hornspyrnu
88 Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) á skot framhjá
Fínt færi í miðjum teignum eftir flotta sókn ÍA en varnarmenn Fram ná að bjarga á síðustu stundu!
83
Leikurinn hefur aðeins róast eftir mark Eyþórs. Skagamenn eru eðlilega komnir aðeins aftar á völlinn og ætla að halda fengnum hlut, sem getur auðvitað verið hættulegt.
78 MARK! Eyþór Aron Wöhler (ÍA) skorar
3:2!!!!! - SKAGAMENN ERU KOMNIR YFIR! Enn er Viktor að ógna með höfðinu. Nú skallar hann boltann í grasið og slánna áður en Eyþór Aron mætir eins og gammur og skallar í netið. Virkilega vel gert hjá Eyþóri!
78 Viktor Jónsson (ÍA) á skalla í þverslá
77 ÍA fær hornspyrnu
75 Tobias Stagaard (ÍA) kemur inn á
75 Alexander Davey (ÍA) fer af velli
75 Viktor Jónsson (ÍA) á skalla sem er varinn
Viktor nær skallanum eftir hornið en Ólafur ver hann út í teiginn. Í kjölfarið vantar svo bara Skagamenn til að fylgja á eftir og troða boltanum í netið.
74 Indriði Áki Þorláksson (Fram) fær gult spjald
Alex og Indriði fá báðir gult fyrir einhver leiðindi áður en hornið er tekið.
74 Alexander Davey (ÍA) fær gult spjald
73 ÍA fær hornspyrnu
73 Viktor Jónsson (ÍA) á skalla sem er varinn
Eyþór Aron lyftir boltanum fyrir á Viktor sem nær fínum skalla á markið en Ólafur blakar boltanum yfir.
70 Kaj Leo i Bartalsstovu (ÍA) kemur inn á
70 Benedikt V. Warén (ÍA) fer af velli
68
Hörku skyndisókn ÍA! Gísli gerir mjög vel, finnur Eyþór Aron í teignum en fyrsta snertingin hans svíkur hann og sóknin rennur út í sandinn.
67 Fram fær hornspyrnu
67 Magnús Þórðarson (Fram) kemur inn á
67 Albert Hafsteinsson (Fram) fer af velli
61 Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) á skot framhjá
Boltinn dettur fyrir Inga rétt utan teigs eftir hornið en skot hans vel yfir markið.
61 ÍA fær hornspyrnu
60 Eyþór Aron Wöhler (ÍA) á skot sem er varið
Hlynur Atli í brasi! missir boltann frá sér og getur þakkað úthlaupi Ólafs Íshólms fyrir það að Eyþór Aron fái ekki algjört dauðafæri. Ólafur nær að trufla Eyþór nægilega mikið og bjargar í horn.
58 Tryggvi Snær Geirsson (Fram) kemur inn á
58 Almarr Ormarsson (Fram) fer af velli
56 MARK! Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) skorar
2:2! - Skagamenn bruna upp völlinn eftir hornið. Benedikt Warén keyrir upp með boltann og setur Inga í gegn á að því er virðist hárréttu augnabliki. Ingi klárar færið svo af mikilli yfirvegun. Okkur í blaðamannastúkunni fannst Ingi vera rangstæður við fyrstu sín en eftir að hafa horft aftur var hann mögulega réttstæður. Sóknarmaðurinn fékk allavega að njóta vafans og það er vel!
56 Fram fær hornspyrnu
55 Fram fær hornspyrnu
54 Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) á skot sem er varið
Fær boltann vinstra megin, fer inná völlinn og lætur vaða en skotið nokkuð beint á Ólaf.
53
Seinni hálfleikurinn fer vægast sagt rólega af stað.
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) kemur inn á
45 Haukur Andri Haraldsson (ÍA) fer af velli
Haukur getur ekki haldið leik áfram eftir meiðslin frá því áðan.
45 Hálfleikur
Virkilega skemmtilegum fyrri hálfleik lokið!
45 Steinar Þorsteinsson (ÍA) á skot framhjá
Í kjölfarið lætur Steinar vaða með vinstri rétt utan teigs en skotið nokkuð hátt yfir.
45
Ólafur Íshólm! Viktor gerir mjög vel, kemst upp vinstra megin og neglir fyrir. Þar fer boltinn af Almarri og á markið af mjög stuttu færi en Ólafur bjargar frábærlega!
40
Benedikt Warén gerir mjög vel hægra megin en fyrirgjöfin er ekki nægilega góð og endar í höndunum á Ólafi Íshólm.
37 MARK! Guðmundur Magnússon (Fram) skorar
1:2 - Úffffffffff. Almarr lyftir boltanum inn fyrir vörn ÍA. Aron Bjarki kastar sér á eftir honum og nær snertingu sem verður til þess að boltinn lekur framhjá Árna Marinó sem var kominn aðeins út úr markinu. Árni reynir að teygja sig í boltann og er skuggalega nálægt því en að lokum skorar Guðmundur Magnússon eitt auðveldasta mark ferilsins. Vel gert hjá Guðmundi að elta þetta alla leið en þarna fannst mér bæði Aron og Árni eiga að gera miklu betur.
32 Haukur Andri Haraldsson (ÍA) fær gult spjald
Reif ansi harkalega í Almarr áðan en leikurinn hélt áfram. Nú fór boltinn úr leik og Vilhjálmur tekur upp spjaldið en þá liggur Haukur eftir og þarf aðhlynningu.
28 Fred Saraiva (Fram) á skot framhjá
Fín tilraun af svolítið löngu færi, rétt framhjá stönginni vinstra megin.
26
Veðrið hérna á Akranesi var að snöggversna og er orðið ömurlegt. Rok þvert á völlinn og úrhellisrigning.
24 MARK! Albert Hafsteinsson (Fram) skorar
1:1! - Fred með fyrirgjöf úr aukaspyrnu lengst utan af kanti. Skagamenn fá fjölmörg tækifæri til að hreinsa boltanum í burtu en tekst það ekki og að lokum dettur hann fyrir fætur Alberts sem klárar af stuttu færi.
23
Stórhætta eftir seinni hornspyrnuna! Tiago smellti boltanum fyrir og hann fór í gegnum allan pakkann en enginn mætti til að reka fótinn í hann.
23 Fram fær hornspyrnu
23 Fram fær hornspyrnu
22 Már Ægisson (Fram) á skot sem er varið
Alvöru negla af um 25 metra færi en Árni Marinó ver frá honum.
18 Fred Saraiva (Fram) á skot framhjá
Lætur vaða af um 30 metra færi. Ekkert galin tilraun en var svo sem aldrei nálægt því að skora.
17 Eyþór Aron Wöhler (ÍA) á skot framhjá
Bjartsýnistilraun. Reynir að taka boltann á lofti utan teigs en hittir hann afleitlega.
15 MARK! Eyþór Aron Wöhler (ÍA) skorar
1:0! - Vall með langa sendingu fram og við miðlínu hefur Eyþór betur í baráttunni við bæði Hlyn Atla og Orra. Eyþór fær flugbraut upp vinstri kantinn alla leið inn í teig Fram þar sem hann klárar virkilega vel í fjærhornið framhjá Ólafi Íshólm.
10 Benedikt V. Warén (ÍA) á skot sem er varið
Skagamenn byrja þennan leik betur! Nú á Benedikt Warén skot í varnarmann og Skaginn heimtar hendi, en ekkert dæmt!
5 Eyþór Aron Wöhler (ÍA) á skot sem er varið
Fyrsta færi leiksins! Fín sókn Skagamanna þar sem boltanum er smellt fyrir frá hægri á Viktor Jónsson sem kassar hann fyrir Eyþór Aron en skot hans úr teignum er varið af þéttum varnarmúr Fram.
1 Leikur hafinn
0
Þá ganga liðin til vallar og þetta ætti allt saman að fara hefjast.
0
Hjá Fram eru Jannik Holmsgaard og Óskar Jónsson í banni. Inn í liðið fyrir þá koma Albert Hafsteinsson og Orri Gunnarsson.
0
Oliver Stefánsson er ekki með ÍA í dag en hann er í leikbanni. Auk hans fer Tobias Stagaard úr liðinu og sest á bekkinn en inn í þeirra stað koma Alexander Davey og Haukur Andri Haraldsson.
0
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er dómari leiksins í dag en honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Kristján Már Ólafs. Elías Ingi Árnason er varadómari og Ingi Jónsson eftirlitsmaður.
0
Fram hins vegar er ekki í neinni fallbaráttu þrátt fyrir að það sé vissulega enn tölfræðilegur séns á falli. Liðið er í baráttu við Keflavík um að enda efst í neðri hluta deildarinnar.
0
Með hverjum leiknum verður mikilvægara og mikilvægara fyrir ÍA að vinna leik. Liðið er 5 stigum frá öruggu sæti þegar fjórir leikir eru eftir.
0
ÍA er í botnsæt­inu með aðeins 15 stig og Fram í öðru sæti neðri hlut­ans með 28 stig.
0
Góðan dag og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik ÍA og Fram í Bestu deild karla í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

ÍA: (4-4-2) Mark: Árni Marinó Einarsson. Vörn: Árni Salvar Heimisson, Aron Bjarki Jósepsson, Alexander Davey (Tobias Stagaard 75), Johannes Björn Vall. Miðja: Benedikt V. Warén (Kaj Leo i Bartalsstovu 70), Steinar Þorsteinsson, Haukur Andri Haraldsson (Ingi Þór Sigurðsson 45), Gísli Laxdal Unnarsson. Sókn: Eyþór Aron Wöhler, Viktor Jónsson.
Varamenn: Árni Snær Ólafsson (M), Tobias Stagaard, Kaj Leo i Bartalsstovu, Brynjar Snær Pálsson, Ingi Þór Sigurðsson, Hlynur Sævar Jónsson, Kristian Lindberg.

Fram: (4-3-3) Mark: Ólafur Íshólm Ólafsson. Vörn: Orri Gunnarsson, Hlynur Atli Magnússon, Delphin Tshiembe, Már Ægisson. Miðja: Almarr Ormarsson (Tryggvi Snær Geirsson 58), Indriði Áki Þorláksson, Albert Hafsteinsson (Magnús Þórðarson 67). Sókn: Fred Saraiva, Guðmundur Magnússon, Tiago Fernandes.
Varamenn: Stefán Þór Hannesson (M), Þórir Guðjónsson, Jesús Yendis, Breki Baldursson, Tryggvi Snær Geirsson, Magnús Þórðarson, Sigfús Árni Guðmundsson.

Skot: Fram 5 (3) - ÍA 14 (10)
Horn: ÍA 4 - Fram 8.

Lýsandi: Aron Elvar Finnsson
Völlur: Norðurálsvöllurinn

Leikur hefst
8. okt. 2022 14:00

Aðstæður:
Rok þvert á völlinn og mikil rigning.

Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Aðstoðardómarar: Gylfi Már Sigurðsson og Kristján Már Ólafs

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert