Breiðablik með níu fingur á titlinum

Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Tveir leik­ir fóru fram í efri hluta Bestu-deild­ar karla í dag. Á Ak­ur­eyri var sann­kallaður stór­leik­ur. Breiðablik kom í heim­sókn á Greifa­völl­inn og spilaði gegn KA. Fyr­ir um­ferðina var Breiðablik með 8 stiga for­skot á KA og Vík­ing. Sig­ur Blika myndi þá þýða 11 stiga for­skot og að aðeins Vík­ing­ur ætti töl­fræðileg­an mögu­leika á að taka topp­sætið af þeim. KA varð að vinna til að halda í von­ina um lang­sótt­an titil. Liðin höfðu mæst á sama velli fyr­ir mánuði síðan og þá vann KA 2:1. Nú snér­ist dæmið við og Blikar unnu sann­gjarn­an 2:1 sig­ur.

Blikar byrjuðu leik­inn af krafti og ógnuðu strax marki KA. Kristij­an Jajalo varði tvisvar frá­bær­lega til að neita Blik­um um mark og hinum meg­in þurfti Ant­on Ari Ein­ars­son að verja einu sinni með tilþrif­um. Marka­laust var fyrsta hálf­tím­ann en Breiðablik skoraði loks og kom það mark eft­ir horn­spyrnu. Eft­ir skalla­ein­vígi á nærsvæðinu barst bolt­inn til Krist­ins Stein­dórs­son­ar, sem var al­einn á miðjum víta­teig KA. Hann var ekk­ert að flýta sér, enda með næg­an tíma. Lagði hann bolt­ann með ná­kvæmu skoti út við hægri stöng­ina, fram hjá nokkuð fjöl­menn­um múr KA-manna. Markið gaf Blik­un auk­inn kraft og þjörmuðu þeir að KA næstu mín­út­ur. Staðan var 1:0 í hálfleik en nokk­ur harka hljóp í leik­inn í lok­in og KA-menn voru ekki par sátt­ir með þá meðferð sem þeirra leik­menn fengu.

Langt fram í seinni hálfleik­inn virt­ist bara tímaspurs­mál hvenær Blikar myndu bæta við marki. KA-menn voru í köðlun­um en náðu að standa af sér harðar sókn­ar­lot­ur Blika, sem ein­okuðu bolt­ann á löng­um köfl­um. Enn þurfti Kristij­an Jajalo að verja með tilþrif­um þegar Ja­son Daði Sveinþórs­son komst einn gegn hon­um. Smám sam­an dró af mönn­um en Blikar héldu áfram að halda bolt­an­um. KA-menn virt­ust ekki eiga næg­an kraft til að slá frá sér og virt­ust Blikar bara sátt­ir með stöðuna þegar leið að lok­um.

KA fékk víta­spyrnu á 83. mín­útu eft­ir að Ásgeir Sig­ur­geirs­son var felld­ur. Hall­grím­ur Mar skoraði úr henni en tveim­ur mín­út­um síðar lá bolt­inn í neti KA-manna. Ja­son Daði vildi ekki klúðra aft­ur og náði góðu skoti í hægra hornið frá víta­teig vinstra meg­in. 2:1 fyr­ir Blika og aft­ur allt í blóma hjá þeim. Urðu þetta loka­töl­ur leiks­ins og Blikar eru komn­ir lang­leiðina að Íslands­meist­ara­titl­in­um.

Bæði lið spiluðu góðan fót­bolta. Blikar voru ákaf­ir í sín­um leik og pressuðu KA nokkuð framar­lega. KA sýndi mikla yf­ir­veg­un í öft­ustu línu og kom sér sjald­an í vand­ræði þrátt fyr­ir þessa pressu.

Eins og staðan er núna þá gætu Blikar orðið Íslands­meist­ar­ar strax á mánu­dag. Þá mæt­ast Stjarn­an og Vík­ing­ur í leik sem Vík­ing­ar þurfa að vinna. Ef það tekst ekki hjá þeim þá verða Blikar Íslands­meist­ar­ar þótt þrjár um­ferðir séu enn eft­ir af Íslands­mót­inu.

 

KA 1:2 Breiðablik opna loka
skorar úr víti Hallgrímur Mar Steingrímsson (84. mín.)
Mörk
skorar Kristinn Steindórsson (34. mín.)
skorar Jason Daði Svanþórsson (86. mín.)
fær gult spjald Ívar Örn Árnason (62. mín.)
fær gult spjald Dusan Brkovic (65. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Viktor Örn Margeirsson (18. mín.)
fær gult spjald Andri Rafn Yeoman (45. mín.)
fær gult spjald Ísak Snær Þorvaldsson (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Blikar vinna góðan og sanngjarnan sigur. Það má mikið ganga á ef þeir verða ekki Íslandsmeistarar í ár.
90 Rodrigo Gómez (KA) á skot framhjá
Algjört dauðafæri. Fékk boltann á vinstri fótinn en hitti ekki markið úr upplögðu færi.
90 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) fær gult spjald
90 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) fer af velli
89 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) kemur inn á
86 MARK! Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) skorar
1:2. Blikar sækja upp vinstra megin og Ísak Snær kemur boltanum á Jason Daða. Hann hefur nægan tíma og setur boltann í hægra hornið.
84 MARK! Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) skorar úr víti
1:1. Ja hérna hér. Það er jafnt. Grímsi setur boltann í vinstra hornið með föstu skoti.
83 KA fær víti
Ásgeir þvælist með boltann inn í markteig og þar eru nokkrir Blikar að reyna að stöðva hann. Kristinn virðist keyra aftan á Ásgeir svo hann fellur.
76 Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) kemur inn á
76 Bjarni Aðalsteinsson (KA) fer af velli
68 Breiðablik fær hornspyrnu
67 Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) kemur inn á
67 Damir Muminovic (Breiðablik) fer af velli
65 Dusan Brkovic (KA) fær gult spjald
63
Blikar fá færi inni á teig KA en skot þeirra komast ekki í gegn um varnarmúrinn.
62 Ívar Örn Árnason (KA) fær gult spjald
Ísak Snær klobbaði hann og hljóp svo bara yfir Ívar Örn. KA-menn eru hissa á þessu spjaldi.
61 Bjarni Aðalsteinsson (KA) kemur inn á
61 Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) fer af velli
61 Rodrigo Gómez (KA) kemur inn á
61 Andri Fannar Stefánsson (KA) fer af velli
58
Blikar vilja greinilega bæta við marki og auka á þægindin. KA er bara í miklu veseni þessa stundina.
57 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot framhjá
leikur inn að teig og lætur vaða. Boltinn fer rétt fram hjá fjærstönginni.
55 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Kristijan ver stórkostlega.
47
Það er enginn hægagangur í þessu og liðin sækja á víxl.
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Hálfleikur
Hörkuleikur og kominn töluverður hasar í hann.
45 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) fær gult spjald
kemur full seint inn í Ásgeir og takkar hann.
45 Ásgeir Sigurgeirsson (KA) kemur inn á
45 Sveinn Margeir Hauksson (KA) fer af velli
43 Sveinn Margeir Hauksson (KA) á skot framhjá
Skot úr aukapyrnunni. Þetta fór eina þrjá metra yfir.
42
KA fær aukapsyrnu á góðum stað.
41 Kristijan Jajalo (KA) varði
Greip fyrirgjöf Andra Rafns með tilþrifum.
37
Blikar eru nú komnir á bragðið og þeir eru að þjarma hressilega að heimamönnum.
34 MARK! Kristinn Steindórsson (Breiðablik) skorar
0:1. Boltinn fellur fyrir Kristin eftir klafs í vítateignum. Hann fer sér að engu óðslega og setur boltann með nákvæmu skoti út við stöng hægra megin.
34 Breiðablik fær hornspyrnu
32 KA fær hornspyrnu
26
KA skorar. Afar skemmtilegt mark en það er dæmt af. Boltinn var kominn aftur fyrir endamörk áður en Hrannar Björn kom honum inn á markteig þar sem Bliki sparkaði honum í eigið mark.
25 Breiðablik fær hornspyrnu
Skot í Daníel og aftur fyrir.
25 Breiðablik fær hornspyrnu
23 Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik) á skot framhjá
Skot úr aukaspyrnunni. Boltinn sleikir utanverða stöngina. Góð spyrna og KA-menn anda léttar.
22
Blikar fá aukaspyrnu á frábærum stað.
18 Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir brot á Jakobi, sem var búinn að snúa Viktor af sér.
17 KA fær hornspyrnu
Daníel á skot í varnarmann og boltinn skoppar fram hjá stönginni hægra megin.
16 KA fær hornspyrnu
16 Jakob Snær Árnason (KA) á skot sem er varið
Nú ver Anton Ari stórkostlega gott skot frá Jakobi Snæ, sem stefndi í markið.
15 Damir Muminovic (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Fær boltann á fjærsvæðinu og rís ótrúlega hátt. Hann er svo dæmdur brotlegur.
14 Breiðablik fær hornspyrnu
14 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Þetta var dauðafæri og aðeins Kristijan sem nær að forða marki með svakalegri markvörslu. Blikar fá horn.
12
Ísak Snær kemst inn á teiginn eftir að hafa stolið botanum af Bryan. Hætta á ferðum en Andri Snær kemur til bjargar og hirðir af honum boltann.
10
Blikar eru mun meira með boltann og eru ógnandi.
5 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skalla sem er varinn
Vá, þvílík varkvarsla. Kristinn er aleinn tvo metra frá marki og fær góða sendingu frá Höskuldi. Skalli Kristins er fastur en Kristijan bregst við með leifturhraða og setur lófann fyrir boltann.
5 Breiðablik fær hornspyrnu
4 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Góður sprettur hjá Jasoni inn að miðjum vítateig KA. Skot hans er ekki nógu fast og Kristijan ver nokkuð auðveldlega.
1
Stúkan er bara hálfsetin í dag. Veðrið er sjálfsagt lykilþáttur í því.
1 Leikur hafinn
KA byrjar og sækir í austur, í átt að Vaðlaheiðinni.
0
Sigri Blikar í dag þá eru þeir komnir langleiðina með Íslandsmeistaratitilinn. Tvö stig í viðbót þyrftu til að gulltryggja hann en liðið hefði þrjá leiki til að ná þeim.
0
Það verður gaman að sjá hvernig liðin koma til leiks í dag. KA á enn smá séns á Íslandsmeistaratitlinum en Blikar munu ekki gefa neitt eftir og vilja sjálfsagt tryggja sér hann sem fyrst.
0
Það er hryssingslegt á Akureyri í dag en veðirið samt ágætt, fyrirtaks fótboltaveður.
0
KA hefur gert þrjár breyingar á sínu byrjunarliði frá 1:0 sigrinum gegn KR. Hrannar Björn Steingrímsson kemur inn fyrir Þorra Mar Þórisson. Elfar Árni Aðalsteinsson kemur í stað Ásgeirs Sigurgeirssonar. Jakob Snær Árnason kemur svo inn fyrir Bjarna Aðalsteinson.
0
Kristinn Steindórsson er í byrjunarliði Blika í dag en Gísli Eyjólfsson er á bekknum.
0
Breiðablik er í topp­sæt­inu og fer langt með að tryggja sér sig­ur í deild­inni með sigri í dag. KA er í þriðja sæti með 46 stig.
0
Góðan dag og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik KA og Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

KA: (4-3-3) Mark: Kristijan Jajalo. Vörn: Hrannar Björn Steingrímsson, Dusan Brkovic, Ívar Örn Árnason, Harley Willard. Miðja: Daníel Hafsteinsson, Andri Fannar Stefánsson (Rodrigo Gómez 61), Sveinn Margeir Hauksson (Ásgeir Sigurgeirsson 45). Sókn: Jakob Snær Árnason, Elfar Árni Aðalsteinsson (Bjarni Aðalsteinsson 61, Steinþór Freyr Þorsteinsson 76), Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Varamenn: Steinþór Már Auðunsson (M), Rodrigo Gómez, Ásgeir Sigurgeirsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Þorri Mar Þórisson, Gaber Dobrovoljc, Bjarni Aðalsteinsson.

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Höskuldur Gunnlaugsson, Damir Muminovic (Elfar Freyr Helgason 67), Viktor Örn Margeirsson, Andri Rafn Yeoman. Miðja: Oliver Sigurjónsson, Viktor Karl Einarsson, Dagur Dan Þórhallsson. Sókn: Jason Daði Svanþórsson (Davíð Ingvarsson 89), Kristinn Steindórsson, Ísak Snær Þorvaldsson.
Varamenn: Brynjar Atli Bragason (M), Mikkel Qvist, Elfar Freyr Helgason, Gísli Eyjólfsson, Davíð Ingvarsson, Viktor Elmar Gautason, Omar Sowe.

Skot: Breiðablik 9 (6) - KA 5 (3)
Horn: Breiðablik 6 - KA 3.

Lýsandi: Einar Sigtryggsson
Völlur: Greifavöllurinn

Leikur hefst
8. okt. 2022 14:00

Aðstæður:
Létt úrkoma, logn og 5°C hiti. Blautt gervigras.

Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Aðstoðardómarar: Birkir Sigurðarson og Egill Guðvarður Guðlaugsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert