Nýtt fyrirkomulag lofar góðu

Gísli Eyjólfsson, Dagur Dan Þórhallsson og Ívar Örn Árnason eru …
Gísli Eyjólfsson, Dagur Dan Þórhallsson og Ívar Örn Árnason eru á leið með liðum sínum Breiðabliki og KA í Evrópukeppni á næsta ári. Liðin mætast í stórleik helgarinnar á Akureyri í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Nýtt fyrirkomulag í Bestu deild karla í fótbolta lofar góðu. Þrátt fyrir að spennan í efri hlutanum sé ekki sérlega mikil, er staðan í neðri hlutanum gott dæmi um hversu spennandi efri hlutinn gæti orðið á næstu árum.

Það er nokkuð ljóst að Breiðablik verður Íslandsmeistari, sem er gríðarlega verðskuldað enda tímabil Breiðabliks búið að vera magnað. Þá fá Víkingur og KA verðskulduð Evrópusæti. Það er gaman að sjá nýtt lið vera fulltrúa Íslands í Evrópukeppni.

Vonandi verða til nýjar hetjur á Norðurlandi í Evrópukeppni á næsta ári, en Þór var einn fulltrúa Íslands í Evrópukeppni árið 2012. Þrátt fyrir að hafa fallið úr efstu deild árið á undan og verið í 1. deild, vann Þór 5:1-heimasigur á Bohemians frá Írlandi í Evrópudeildinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert