Sigurmark á lokasekúndunum

Ægir Jarl Jónasson og Birkir Heimisson í leiknum í dag.
Ægir Jarl Jónasson og Birkir Heimisson í leiknum í dag. Mbl.is/Óttar Geirsson

Drama­tík­in var í há­marki á Meist­ara­völl­um í dag, þar sem KR-ing­ar báru sigur­orð af erkifjend­um sín­um í Val 2:1 í 24. um­ferð Bestu deild­ar karla. en Stefán Al­ex­and­er Lju­bicic skoraði sig­ur­mark KR-inga með síðustu spyrnu leiks­ins. 

Leik­ur­inn bar þess merki að ekki væri mikið und­ir annað en stoltið og ríg­ur­inn sem rík­ir á milli þess­ara tveggja Reykja­vík­urrisa. Bæði lið skipt­ust á að sækja og voru heima­menn sterk­ari í upp­hafi hálfleiks­ins. Vals­mönn­um óx hins veg­ar mjög ásmeg­in eft­ir því sem leið á hálfleik­inn, og fengu þeir nokk­ur færi í lok hans, þar sem þeir hefðu getað gert út um leik­inn.

Aron Snær Friðriks­son, vara­markvörður KR-inga hafði hins veg­ar fengið séns­inn fyr­ir þenn­an leik, og var hann staðráðinn í að nýta hann sem best. Gátu Vest­ur­bæ­ing­ar þakkað hon­um fyr­ir að marka­laust var í hálfleik, en Pat­rick Peder­sen fékk besta færi hálfleiks­ins þegar hann vippaði bolt­an­um yfir bæði Aron Snæ og markið á 39. mín­útu.

KR-ing­ar hófu seinni hálfleik­inn hins veg­ar af mikl­um krafti og voru, líkt og í þeim fyrri, með betri sókn­ir fram­an af hálfleikn­um. Náði Pálmi Rafn Pálma­son að skora á 54. mín­útu, en hann var dæmd­ur rang­stæður. 

Eft­ir það sóttu Vals­menn í sig veðrið, og náði Aron Jó­hanns­son loks­ins að brjóta ís­inn á 64. mín­útu með föstu skoti úr þröngu færi eft­ir að Pat­rick hafði saumað bolt­ann í gegn­um vörn KR-inga beint á Aron. Virki­lega góð af­greiðsla hjá Aroni. 

Vals­menn fengu kjörið tæki­færi strax í næstu sókn til þess að tvö­falda for­yst­una, en Ágúst Eðvald Hlyns­son skrúfaði bolt­ann yfir markið. Það átti eft­ir að koma í bakið á Vals­mönn­um, því Ægir Jarl Jónas­son jafnaði met­in á 69. mín­útu eft­ir lag­leg­an und­ir­bún­ing frá Atla Sig­ur­jóns­syni og Þor­steini Má Ragn­ars­syni. 

Eft­ir jöfn­un­ar­markið end­ur­tók sag­an úr fyrri hálfleik sig, þar sem Vals­mönn­um óx mjög ásmeg­in, og lágu þungt á KR-vörn­inni. Fengu Hlíðar­enda­pilt­ar nokk­ur fín færi til þess að ná inn sig­ur­mark­inu, en KR-ing­ar freistuðu þess að sækja hratt með skynd­isókn­um. 

Allt stefndi hins veg­ar í að leik­ur­inn myndi enda með jafn­tefli þegar KR-ing­ar fengu eina skynd­isókn til, og skoraði Stefán Lju­bicic þá sig­ur­markið með viðstöðulausu skoti eft­ir send­ingu frá Theó­dór Elm­ari af hægri vængn­um. Vals­menn gátu tekið miðju, en ekki mikið meira en það, og fögnuðu heima­menn því vel og inni­lega drama­tísk­um heima­sigri.

Vals­menn eru lík­lega mjög súr­ir með úr­slit­in, enda benti fátt til þess að þeir myndu bíða hér lak­ari hlut, ekki síst í ljósi þess hversu mjög lá á KR í lok leiks­ins. Það er hins veg­ar dýrt að nýta ekki fær­in, og KR-ing­ar nýttu sér það og refsuðu á hár­rétt­um tíma. 

Með sigr­in­um fer KR upp í fjórða sæti deild­ar­inn­ar með 34 stig, en Vals­menn sitja í því fimmta með 32 stig. 

KR 2:1 Val­ur opna loka
skorar Ægir Jarl Jónasson (69. mín.)
skorar Stefan Ljubicic (90. mín.)
Mörk
skorar Aron Jóhannsson (64. mín.)
fær gult spjald Ægir Jarl Jónasson (35. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Ágúst Eðvald Hlynsson (79. mín.)
mín.
90 Leik lokið
+2 KR-ingar tylla sér í fjórða sætið!
90 MARK! Stefan Ljubicic (KR) skorar
+2 2:1! Stefán Ljubicic setur hann með góðu skoti!
90 Aron Þórður Albertsson (KR) á skot sem er varið
+1
90 KR fær hornspyrnu
+1
90
Það eru tvær mínútur í uppbótartíma.
90
Stefán Ljubicic fær boltann í skyndisókn, þar sem þrír KR-ingar sækja á tvo Valsmenn. Hann nær hins vegar ekki góðu skoti.
89
Valur með aukaspyrnu sem Birkir Heimisson tekur, en hún er skölluð frá. Valsmenn halda boltanum og eru mjög framarlega á vellinum.
88 Kristinn Jónsson (KR) á skot framhjá
KR-ingar aðeins að rétta úr kútnum eftir mjög erfiðar mínútur síðustu tíu mínútur leiksins.
86 Kjartan Henry Finnbogason (KR) kemur inn á
86 Atli Sigurjónsson (KR) fer af velli
86 Arnór Smárason (Valur) kemur inn á
86 Sigurður Egill Lárusson (Valur) fer af velli
86
Ágúst Eðvald er á gulu spjaldi en tekur Theódór Elmar niður. Pétur ákveður hins vegar að dæma aukaspyrnu á KR-inga frekar.
85 Valur fær hornspyrnu
85 Valur fær hornspyrnu
84 Aron Jóhannsson (Valur) á skot sem er varið
Aron Snær ver en heldur ekki boltanum. Hreinsað í horn!
84 Birkir Már Sævarsson (Valur) á skot sem er varið
Valsmenn liggja nú þungt á heimamönnum. Birkir Már fær flugbraut en varnarmenn KR kasta sér fyrir skotið.
82 Valur fær hornspyrnu
Fín fyrirgjöf siglir framhjá öllum, KR-ingum sem Valsmönnum og í markspyrnu.
81 Ágúst Eðvald Hlynsson (Valur) á skot framhjá
Langskot sem var líklega aldrei á leiðinni í markið, en tilraunin góð engu að síður!
80 Valur fær hornspyrnu
79 Ágúst Eðvald Hlynsson (Valur) fær gult spjald
Fyrir harða tæklingu á Stefán Ljubicic. Pétur veitti hagnað, en gleymdi bara að dæma aukaspyrnuna þegar hann var fyrir bí. Áhorfendur ekki sáttir.
78 Valur fær hornspyrnu
78 Valur fær hornspyrnu
77 Patrick Pedersen (Valur) á skot í stöng
Birkir Heimisson nær að spila boltanum á Patrick sem tekur skotið beint í stöngina!
77 Stefan Ljubicic (KR) á skot framhjá
73 Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) kemur inn á
73 Heiðar Ægisson (Valur) fer af velli
73 Stefan Ljubicic (KR) kemur inn á
73 Sigurður Bjartur Hallsson (KR) fer af velli
72 Heiðar Ægisson (Valur) á skalla sem fer framhjá
Glæsileg fyrirgjöf endar á kollinum á Heiðari sem skallar hann í háum boga. Boltinn lendir á þaknetinu.
69 MARK! Ægir Jarl Jónasson (KR) skorar
1:1 - Atli Sigurjónsson er arkítektinn að þessu marki eins og svo oft áður! Hann kemur boltanum á Þorstein Má upp hægri kantinn, sem sendir hann á Ægi sem getur ekki annað en skorað.
66 Sigurður Bjartur Hallsson (KR) á skalla sem fer framhjá
Atli Sigurjóns með flotta sendingu hinum megin, beint á kollinn á Sigurði Bjarti, en framhjá!
65 Ágúst Eðvald Hlynsson (Valur) á skot framhjá
Þarna hefðu Valsmenn getað bætt öðru marki strax við!
64 MARK! Aron Jóhannsson (Valur) skorar
0:1 - Patrick sendir Aron Jóh einan inn fyrir, og hann skýtur honum framhjá eftir eina snertingu, fastur í hornið fjær.
63 Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur) á skalla sem fer framhjá
Hólmar var einn á auðum sjó og grípur fyrir andlitið þegar hann sér boltann fara framhjá.
62 Valur fær hornspyrnu
Birkir Már byrjar á þvi að vinna hornspyrnu fyrir Val.
61 Birkir Már Sævarsson (Valur) kemur inn á
61 Lasse Petry (Valur) fer af velli
61 Ægir Jarl Jónasson (KR) á skalla sem fer framhjá
61 KR fær hornspyrnu
60 KR fær hornspyrnu
59 KR fær hornspyrnu
59 Aron Þórður Albertsson (KR) á skot sem er varið
Aron Þórður tekur snúninginn eins og Maradona og hleypur upp hálfan völlinn. Hann endar með fínu skoti sem Fredrik ver í horn!
59 Aron Þórður Albertsson (KR) á skot sem er varið
Aron Þórður tekur snúninginn eins og Maradona og hleypur upp hálfan völlinn. Hann endar með fínu skoti sem Fredrik ver í horn!
58 Aron Kristófer Lárusson (KR) kemur inn á
58 Pálmi Rafn Pálmason (KR) fer af velli
58
Jesper með hornið og skýtur honum beint út af. Stappar nokkrum sinnum í grasið svo við vitum örugglega að þetta hafi verið því að kenna.
57 Valur fær hornspyrnu
Þar skall hurð nærri hælum hinum megin, Kennie Chopart fer fyrir skot frá Sigurði Agli og bjargar marki!
56
Aron Þórður reynir að fleyta boltanum inn en Fredrik grípur vel inn í.
55
Pálmi Rafn kemur boltanum yfir línuna, en er dæmdur rangstæður.
54 Valur fær hornspyrnu
Aron Snær vildi meina að þessi hefði farið aftur í Aron og í útspark, en í hverju falli kom lítið út úr hornspyrnunni.
53 Aron Jóhannsson (Valur) á skot sem er varið
Kominn einn á móti Aroni Snæ sem ver glæsilega! Aron reyndi að vippa, en setti hann í lærið á nafna sínum.
52
Hér á vellinum eru leikmenn með mikið af góðum hugmyndum, en því miður ganga sendingarnar þeirra ekki upp.
50 Aron Þórður Albertsson (KR) á skot framhjá
Fínasta tilraun hjá Aroni Þórði, en líklega of langt frá markinu til að eiga séns.
50
Kristinn Jónsson sækir hér upp vinstri kantinn að gamalkunnum sið, gefur fyrir en boltinn í bakið á Pálma Rafni og aftur fyrir.
50
Kristinn Jónsson sækir hér upp vinstri kantinn að gamalkunnum sið, gefur fyrir en boltinn í bakið á Pálma Rafni og aftur fyrir.
47
Sólin er helst til lág á lofti og bæði leikmenn og dómarar að mynda "der" með höndunum.
46 Kennie Chopart (KR) á skot sem er varið
KR-ingar byrja með taktík úr bandarískum ruðningi sem endar með því að Kennir Chopart fær skot á D-boganum!
46 Seinni hálfleikur hafinn
45
Liðin ganga hér út á völlinn á ný. Sólin er farin að skína og mér sýndist glitta í regnboga.
45
Fyrri hálfleikur var aðallega athyglisverður fyrir það að bæði lið skiptust á að sækja. Heimamenn voru heldur sterkari fyrri hluta hálfleiksins, en Valsmenn sóttu í sig veðrið eftir því sem á leið, og hefðu þeir alveg getað skorað eitt eða tvö mörk undir lokin. Aron Snær Friðriksson, varamarkvörður hefur hins vegar nýtt tækifærið vel og varið eins og berserkur.
45 Hálfleikur
Það var enginn uppbótartími, heldur flautar Pétur bara beint til hálfleiks.
44 Sigurður Egill Lárusson (Valur) á skot sem er varið
Sigurður Egill vel fyrir innan vörnina og skýtur. Skotið ekkert sérstakt og Aron Snær með augun á boltanum.
42 Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur) á skot sem er varið
40 Valur fær hornspyrnu
40
Sókn Valsmanna farin að þyngjast allverulega núna í lok fyrri hálfleiks.
39 Patrick Pedersen (Valur) á skot framhjá
Patrick Pedersen kominn í ákjósanlegt færi og vippar boltanum yfir Aron Snæ! Vippan fer hins vegar líka framhjá markinu.
39 Patrick Pedersen (Valur) á skot framhjá
Patrick Pedersen kominn í ákjósanlegt færi og vippar boltanum yfir Aron Snæ! Vippan fer hins vegar líka framhjá markinu.
37 Patrick Pedersen (Valur) á skot sem er varið
Valsmenn fá hér þunga sókn þar sem hver á fætur öðrum fær tækifæri á skotinu. Á endanum er það Patrik sem skýtur en Aron Snær er allan daginn með þennan í höndunum.
36 Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur) á skalla sem fer framhjá
Mjög nálægt því eftir aukaspyrnuna, en boltinn sleikir stöngina framhjá.
35 Ægir Jarl Jónasson (KR) fær gult spjald
Brot við hornfánann.
34 Patrick Pedersen (Valur) á skot sem er varið
Patrick með geðveikt skot en Aron Snær er vel á verði! Valsmenn ná frákastinu en hann ver það aftur, en þá er búið að flagga rangstöðu.
31
Birkir Heimisson fór hér í tveggja fóta tæklingu á Aron Þórð. Hann ætti að fá rautt spjald, en Pétur segir Aroni að standa upp.
31
KR-ingar fá markspyrnu eftir hornið, en einhverjir Valsmenn voru ósáttir við þann dóm.
30 Valur fær hornspyrnu
29 Patrick Pedersen (Valur) á skot framhjá
Patrick fékk hér dauðafæri en setti boltann framhjá. Pétur ákveður einhverra hluta vegna að beita hagnaði og gefa Valsmönnum aukaspyrnu út við endalínu.
27 Atli Sigurjónsson (KR) á skot framhjá
Leikurinn er hér enda á milli, en Atli Sigurjónsson hefði mátt halla sér fram yfir boltann þarna, því boltinn fór hátt yfir.
26 Sigurður Egill Lárusson (Valur) á skalla sem er varinn
Skammt stórra högga á milli! Sigurður Egill með fínan skalla, en Aron Snær er vandanum vaxinn!
26
Þorsteinn Már var kominn hér í dauðafæri eftir samspil við Atla en náði ekki að hitta boltann!
22
Leikmenn hafa verið að renna hérna, enda völlurinn pínu blautur. Vallaraðstæður eru að öðru leyti mjög góðar miðað við október.
20 Sigurður Bjartur Hallsson (KR) á skot framhjá
Lagleg sókn KR-inga endar með því að Atli Sigurjóns gefur boltann fyrir en Sigurður Bjartur setur hann rétt framhjá stönginni.
18 Valur fær hornspyrnu
Skölluð frá af miklu afli en Valsmenn halda boltanum.
18 Heiðar Ægisson (Valur) á skot sem er varið
Valsmenn með þunga sókn og Heiðar skýtur að marki en í varnarmann og aftur fyrir.
17
Ægir Jarl fékk hér dauðafrían skalla eftir hornspyrnuna, en setti boltann í jörðina en ekki á rammann!
17
Ægir Jarl fékk hér dauðafrían skalla eftir hornspyrnuna, en setti boltann í jörðina en ekki á rammann!
17 KR fær hornspyrnu
17
Valsmenn fá innkast við vítateig KR-inga og kasta langt inn, en KR-ingar vinna boltann og fara í skyndisókn sem endar með hornspyrnu.
14
Leikurinn hefur róast nokkuð síðustu mínúturnar, barátta á vellinum en engin færi. Lasse Petry liggur hér meiddur eftir að hafa lent saman við Sigurð Bjart.
11 Ágúst Eðvald Hlynsson (Valur) á skot sem er varið
Spilaði sig inn í teiginn eftir hornspyrnuna og skaut, en skotið blokkerað. Hefði átt að skjóta fyrr.
11 Valur fær hornspyrnu
10
Valsmenn reyna hraða sókn en Atli Sigurjóns og Þorsteinn Már pressa boltann út af í innkast sem Valsmenn eiga við vítateig KR-inga.
8 Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur) á skot framhjá
Langskot rétt framhjá.
8
Þess skal getið að KR-ingar spila hér vitanlega með sorgarbönd til minningar um Kristin Jónsson.
7 KR fær hornspyrnu
Valsmenn verjast þessari vel.
6 Pálmi Rafn Pálmason (KR) á skot sem er varið
Theódór Elmar með geggjaða fyrirgjöf á Pálma Rafn sem reynir skot rétt utan teigs og Fredrik tekur á honum stóra sínum!
5 KR fær hornspyrnu
Ekkert varð úr horninu.
5
Lagleg sókn KR-inga endar með því að Þorsteinn Már gefur fyrir, en Valsmaður skallar aftur fyrir.
4 Ægir Jarl Jónasson (KR) á skot sem er varið
Ægir kemur sér í skotfæri rétt utan teigs en Fredrik ver. Vel gert hjá báðum!
2 Valur fær hornspyrnu
Hornið tekið stutt og engin hætta.
2 Birkir Heimisson (Valur) á skot sem er varið
Birkir með bylmingsskot út við stöng, en Aron Snær ver!
1
Aron Snær grípur sinn fyrsta bolta og setur hann fram í hraða sókn. Atli Sigurjóns lætur reyna, en skýtur beint í varnarmann.
0 Leikur hafinn
Valsmenn hefja hér leik og spila í átt að félagsheimili KR.
0
Þá er mínútuþögninni lokið, og allt til reiðu til að hefja þennan leik.
0
Hér verður mínútuþögn til að minnsta Kristins Jónssonar, formanns KR, sem lést á dögunum.
0
Liðin ganga hér inn á völlinn, fyrst undir Heyr mína bæn, en svo er snarlega skipt yfir í Bestudeildar lagið. Áhorfendur eru loksins mættir í stúkuna og búa sig undir það sem verður vonandi bara áhyggjulaus skemmtun með fullt af mörkum!
0
Nýja KR-lagið ómar hér núna.
0
Tuttugu mínútur í leik og fólk er farið að tínast inn í stúkuna. Ég tel þó ekki að hér verði nein met slegin í dag, því miður.
0
Leikir þessara liða hafa oft á tíðum verið miklir baráttuleikir, enda liðin nágrannar og erkifjendur frá fornri tíð. Við verðum að vonast til þess að svo verði einnig hér í dag, þó að staðreyndin sé sú að hér er einungis barist um stoltið. Hvorugt liðið á möguleika á Evrópusæti lengur, og í raun bara spurning um hver vilji vera í fjórða sætinu?
0
Hjá Valsmönnum er Patrick Pedersen kominn aftur úr leikbanni og hefur hér leik í kvöld. Þá er Lasse Petry einnig í byrjunarliði, en fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson og Guðmundur Andri Tryggvason fara á bekkinn. Þá er Birkir Már Sævarsson einnig á bekknum eftir að hafa tekið út leikbann.
0
Stefán Árni Geirsson og Grétar Snær Gunnarsson eru hér í leikbanni hjá KR og því ekki í hóp. Annars er það helst að frétta af heimaliðinu að Aron Snær Friðriksson varamarkvörður fær sénsinn í dag hjá Rúnari, en Beitir er á bekknum. Þá koma Pálmi Rafn Pálmason og Þorsteinn Már Ragnarsson í byrjunarliðið í stað þeirra Stefáns Árna og Grétars.
0
Jæja, þá eru byrjunarliðin dottin í hús, og um líkt leyti halda liðin út á völl til að hita upp. Eflaust ekki vanþörf á í október.
0
Val­ur er í fjórða sæti með 32 stig og KR í sæt­inu fyr­ir neðan með einu stigi minna.
0
Góðan dag og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik KR og Vals í efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

KR: (4-3-3) Mark: Aron Snær Friðriksson. Vörn: Þorsteinn Már Ragnarsson, Kennie Chopart, Pontus Lindgren, Kristinn Jónsson. Miðja: Theodór Elmar Bjarnason, Aron Þórður Albertsson, Pálmi Rafn Pálmason (Aron Kristófer Lárusson 58). Sókn: Ægir Jarl Jónasson, Sigurður Bjartur Hallsson (Stefan Ljubicic 73), Atli Sigurjónsson (Kjartan Henry Finnbogason 86).
Varamenn: Beitir Ólafsson (M), Finnur Tómas Pálmason, Kjartan Henry Finnbogason, Stefan Ljubicic, Aron Kristófer Lárusson, Kristján Flóki Finnbogason, Patrik Thor Pétursson.

Valur: (4-4-2) Mark: Frederik Schram. Vörn: Heiðar Ægisson (Guðmundur Andri Tryggvason 73), Hólmar Örn Eyjólfsson, Sebastian Hedlund, Jesper Juelsgård. Miðja: Ágúst Eðvald Hlynsson, Birkir Heimisson, Lasse Petry (Birkir Már Sævarsson 61), Sigurður Egill Lárusson (Arnór Smárason 86). Sókn: Patrick Pedersen, Aron Jóhannsson.
Varamenn: Sveinn Sigurður Jóhannesson (M), Birkir Már Sævarsson, Haukur Páll Sigurðsson, Arnór Smárason, Rasmus Christiansen, Guðmundur Andri Tryggvason, Arnór Ingi Kristinsson.

Skot: KR 15 (8) - Valur 22 (13)
Horn: Valur 14 - KR 7.

Lýsandi: Stefán Gunnar Sveinsson
Völlur: Meistaravellir
Áhorfendafjöldi: um 450.

Leikur hefst
8. okt. 2022 14:00

Aðstæður:
Bjart á köflum, rigningarskúrir á köflum. Völlurinn fínn og iðagrænn.

Dómari: Pétur Guðmundsson
Aðstoðardómarar: Jóhann Gunnar Guðmundsson og Rúna Kristín Stefánsdóttir

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert