„Það er alltaf gaman að fá flautumark, en að sama skapi leiðinlegt að fá þannig á sig,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, en lið hans hafði betur gegn Val í dag í Bestu deild karla, 2:1, þar sem Stefán Ljubicic skoraði sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins.
Rúnar segir að leikurinn hafi borið þess merki að ekki hafi verið mikið undir. „Það er erfitt að mótivera menn og fá menn til að hlaupa mikið til baka. Það sást hjá báðum liðum, þannig að menn voru inn á milli að spara sig,“ segir Rúnar.
Rúnar segir að vegna þess hversu lítið var undir hafi verið æfingabragur á leiknum hjá báðum liðum. „Það voru kaflar þar sem menn hlupu mikið, en svo slökuðu menn á, þannig að þetta var mjög opið í báða enda, en gaman að vinna og á endanum er maður sáttur við það,“ segir Rúnar.
-En það hlýtur þó að vera keppikefli að ná sem mestu út úr sumrinu? „Jú, að sjálfsögðu, fyrsta markmið okkar í úrslitakeppninni var að sjá hvort við ættum möguleika á þriðja sætinu meðan það væri tölfræðilega mögulegt, en það dó með tapinu fyrir norðan,“ segir Rúnar.
„En nú er fjórða sætið næsta markmiðið, við erum komnir þangað núna og við viljum halda okkur þar,“ segir Rúnar. Hann bætir við að þó að það sé kannski ekki að miklu að keppa að þá snúist það um stolt og vilja, og að menn vilji leggja inn til að sjá hverjir verði með næsta sumar.
Aron Snær Friðriksson, varamarkvörður KR, fékk að spreyta sig í dag og þakkaði traustið með því að verja oft á tíðum mjög vel. „Hann stóð sig frábærlega, við erum virkilega ánægðir með Aron,“ segir Rúnar og bætir við að Beitir Ólafsson, aðalmarkvörður, hafi verið mjög sterkur í sumar þannig að tækifærin hafi verið fá fyrir Aron í sumar.
„Eins og í bikarnum þá tókum við ekki sénsinn, því við vorum í þannig stöðu í deildinni að við gátum ekki leyft okkur það. Við fengum Stjörnuna á útivelli í fyrstu umferð bikarsins, þannig að það var mjög erfitt, þá tekur maður ekki sénsa sem þjálfari, því ég er háður því að ná í úrslit,“ segir Rúnar.
Rúnar segir að Aron hafi sýnt frábæra frammistöðu í dag. „Við erum að sjá og gefa sénsa núna. Hann ætlar að sýna sig og sanna fyrir okkur fyrir næsta ár og sjá hvort hann geti orðið meiri keppinautur fyrir Beiti á næsta ári, eða ef Beitir ætlar að hætta til dæmis, að þá þurfum við að skoða þessi mál,“ segir Rúnar.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |