Snýst um stolt og vilja

Aron Jóhannsson og Theódór Elmar Bjarnason í leiknum á Meistaravöllum.
Aron Jóhannsson og Theódór Elmar Bjarnason í leiknum á Meistaravöllum. mbl.is/Óttar

„Það er alltaf gam­an að fá flautu­mark, en að sama skapi leiðin­legt að fá þannig á sig,“ seg­ir Rún­ar Krist­ins­son, þjálf­ari KR, en lið hans hafði bet­ur gegn Val í dag í Bestu deild karla, 2:1, þar sem Stefán Lju­bicic skoraði sig­ur­markið með síðustu spyrnu leiks­ins.

Rún­ar seg­ir að leik­ur­inn hafi borið þess merki að ekki hafi verið mikið und­ir. „Það er erfitt að móti­vera menn og fá menn til að hlaupa mikið til baka. Það sást hjá báðum liðum, þannig að menn voru inn á milli að spara sig,“ seg­ir Rún­ar.

 Rún­ar seg­ir að vegna þess hversu lítið var und­ir hafi verið æf­inga­brag­ur á leikn­um hjá báðum liðum. „Það voru kafl­ar þar sem menn hlupu mikið, en svo slökuðu menn á, þannig að þetta var mjög opið í báða enda, en gam­an að vinna og á end­an­um er maður sátt­ur við það,“ seg­ir Rún­ar.

-En það hlýt­ur þó að vera keppikefli að ná sem mestu út úr sumr­inu? „Jú, að sjálf­sögðu, fyrsta mark­mið okk­ar í úr­slita­keppn­inni var að sjá hvort við ætt­um mögu­leika á þriðja sæt­inu meðan það væri töl­fræðilega mögu­legt, en það dó með tap­inu fyr­ir norðan,“ seg­ir Rún­ar.

„En nú er fjórða sætið næsta mark­miðið, við erum komn­ir þangað núna og við vilj­um halda okk­ur þar,“ seg­ir Rún­ar. Hann bæt­ir við að þó að það sé kannski ekki að miklu að keppa að þá snú­ist það um stolt og vilja, og að menn vilji leggja inn til að sjá hverj­ir verði með næsta sum­ar.

Virki­lega ánægðir með Aron Snæ

Aron Snær Friðriks­son, vara­markvörður KR, fékk að spreyta sig í dag og þakkaði traustið með því að verja oft á tíðum mjög vel. „Hann stóð sig frá­bær­lega, við erum virki­lega ánægðir með Aron,“ seg­ir Rún­ar og bæt­ir við að Beit­ir Ólafs­son, aðal­markvörður, hafi verið mjög sterk­ur í sum­ar þannig að tæki­fær­in hafi verið fá fyr­ir Aron í sum­ar.

„Eins og í bik­arn­um þá tók­um við ekki séns­inn, því við vor­um í þannig stöðu í deild­inni að við gát­um ekki leyft okk­ur það. Við feng­um Stjörn­una á úti­velli í fyrstu um­ferð bik­ars­ins, þannig að það var mjög erfitt, þá tek­ur maður ekki sénsa sem þjálf­ari, því ég er háður því að ná í úr­slit,“ seg­ir Rún­ar.

Rún­ar seg­ir að Aron hafi sýnt frá­bæra frammistöðu í dag. „Við erum að sjá og gefa sénsa núna. Hann ætl­ar að sýna sig og sanna fyr­ir okk­ur fyr­ir næsta ár og sjá hvort hann geti orðið meiri keppi­naut­ur fyr­ir Beiti á næsta ári, eða ef Beit­ir ætl­ar að hætta til dæm­is, að þá þurf­um við að skoða þessi mál,“ seg­ir Rún­ar.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert