Þá er það loks ljóst að KA verður ekki Íslandsmeistari í fótbolta karla 2022. Liðið hefur verið að berjast um toppsætin í Bestu-deildinni en hefur aldrei komið sér verulega nálægt Breiðabliki, sem hefur trónað á toppnum í allt sumar. Fyrir leik KA og Breiðabliks í dag var enn smá möguleiki fyrir KA að skáka Blikum og Víkingi en til þess þyrfti allt að ganga upp hjá Akureyringum á meðan hin liðin færu að tapa stigum.
Með sigri í dag hefði KA minnkað forskot Breiðabliks niður í fimm stig, með þrjár umferðir eftir. Blikar hins vegar lönduðu 2:1-sigri og juku forskot sitt á KA og Víking í 11 stig. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, kom í stutt spjall eftir leik en Blikar skoruðu sigurmark sitt á 86. mínútu, andartökum eftir að KA hafði jafnað leikinn.
Sæll Hallgrímur. Þið voruð inni í þessum leik allan tímann þrátt fyrir að Blikar lægju vel á ykkur og þið jöfnuðuð leikinn í 1:1 þegar tíu mínútur voru eftir. Þið áttuð því góðan séns en fenguð á ykkur mark skömmu síðar, sem eiginlega kláraði dæmið.
„Þetta var mjög svekkjandi úr því sem komið var. Við héldum þeim í 1:0 og náðum svo að jafna og mér fannst þetta vera að snúast okkur í vil. Við fengum svo þetta mark í andlitið. Við brjótum á einum blika og menn halda kannski að það verði dæmt en leikurinn fær að halda áfram og þeir klára færið sitt vel. Eftir það fengum við eitt dauðafæri og hefðum viljað fá víti í lokin. Þetta var því svekkjandi endir á leiknum. Heilt yfir fannst mér Blikar betri og sigur þeirra er alls ekki ósanngjarn. Við vorum heppnir þegar Kristijan Jajalo varði í tvígang frá þeim í fyrri hálfleik og svo einu sinni í þeim seinni. Það var fyrst og fremst fyrri hálfleikurinn sem ég var ekki alveg sáttur með, ákefðina í návígjum á jörðinni og í loftinu. Við héldum boltanum ekki nógu vel en seinni hálfleikurinn var flottur og sterkt að koma til baka.“
Þið virtust alveg vera sáttir með 1:0 stöðuna fram á síðasta kortérið en þá fóruð þið að eyða meira púðri í að sækja og á löngum köflum þá bara leyfðuð þið Blikum að hanga á boltanum.
„Já, meðan staðan er 1:0 þá vildum við ekki vera að hlaupa um allan völl og eiga á hættu á að opna okkur. Blikarnir kunna að nýta sér það. Við vissum að það kæmu tækifæri þegar myndi líða á leikinn og við gætum betur spilað okkur út úr pressunni þeirra. Það gerðist og við skoruðum mark og vorum nærri því að skora fleiri. Það breytti ekkert okkar plönum þótt þeir væru 1:0 yfir.“
Svo eru það leikmannamálin. Í síðustu leikjum ykkar þá virðast þeir sem eru minnst meiddir eða minnst tæpir fara í byrjunarliðið en hinir á bekkinn. Í dag missti KA tvo leikmenn meidda af velli og óvíst með frekari þátttöku þeirra í lokaleikjunum þremur. Ert þú að fara að reima á þig skóna aftur?
„Það yrði þá bara af illri nauðsyn. Við finnum einhverja góða stráka til að fylla bekkinn. Meiðslin í dag eru vissulega svekkjandi og það eru nokkrir í viðbót með einhver eymsli og ekki 100% klárir. Það er bara þessi tími ársins. Við verðum bara að taka því og áfram gakk.“
Þetta er bara eins og í gæsinni. Það kvarnast úr hópnum.
„Já einmitt“ segir Hallgrímur og hlær. „Þetta er eðlilegt á svona löngu og ströngu tímabili en vissulega er pirrandi að missa leikmenn, tvo í þessum leik og þurfa að gera allskyns breytingar“ sagði Hallgrímur að lokum.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |