Svekkjandi endir á leiknum

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þá er það loks ljóst að KA verður ekki Íslands­meist­ari í fót­bolta karla 2022. Liðið hef­ur verið að berj­ast um topp­sæt­in í Bestu-deild­inni en hef­ur aldrei komið sér veru­lega ná­lægt Breiðabliki, sem hef­ur trónað á toppn­um í allt sum­ar. Fyr­ir leik KA og Breiðabliks í dag var enn smá mögu­leiki fyr­ir KA að skáka Blik­um og Vík­ingi en til þess þyrfti allt að ganga upp hjá Ak­ur­eyr­ing­um á meðan hin liðin færu að tapa stig­um.  

Með sigri í dag hefði KA minnkað for­skot Breiðabliks niður í fimm stig, með þrjár um­ferðir eft­ir. Blikar hins veg­ar lönduðu 2:1-sigri og juku for­skot sitt á KA og Vík­ing í 11 stig. Hall­grím­ur Jónas­son, þjálf­ari KA, kom í stutt spjall eft­ir leik en Blikar skoruðu sig­ur­mark sitt á 86. mín­útu, and­ar­tök­um eft­ir að KA hafði jafnað leik­inn. 

Sæll Hall­grím­ur. Þið voruð inni í þess­um leik all­an tím­ann þrátt fyr­ir að Blikar lægju vel á ykk­ur og þið jöfnuðuð leik­inn í 1:1 þegar tíu mín­út­ur voru eft­ir. Þið áttuð því góðan séns en fenguð á ykk­ur mark skömmu síðar, sem eig­in­lega kláraði dæmið. 

„Þetta var mjög svekkj­andi úr því sem komið var. Við héld­um þeim í 1:0 og náðum svo að jafna og mér fannst þetta vera að snú­ast okk­ur í vil. Við feng­um svo þetta mark í and­litið. Við brjót­um á ein­um blika og menn halda kannski að það verði dæmt en leik­ur­inn fær að halda áfram og þeir klára færið sitt vel. Eft­ir það feng­um við eitt dauðafæri og hefðum viljað fá víti í lok­in. Þetta var því svekkj­andi end­ir á leikn­um. Heilt yfir fannst mér Blikar betri og sig­ur þeirra er alls ekki ósann­gjarn. Við vor­um heppn­ir þegar Kristij­an Jajalo varði í tvígang frá þeim í fyrri hálfleik og svo einu sinni í þeim seinni. Það var fyrst og fremst fyrri hálfleik­ur­inn sem ég var ekki al­veg sátt­ur með, ákefðina í ná­vígj­um á jörðinni og í loft­inu. Við héld­um bolt­an­um ekki nógu vel en seinni hálfleik­ur­inn var flott­ur og sterkt að koma til baka.“ 

Þið virt­ust al­veg vera sátt­ir með 1:0 stöðuna fram á síðasta kortérið en þá fóruð þið að eyða meira púðri í að sækja og á löng­um köfl­um þá bara leyfðuð þið Blik­um að hanga á bolt­an­um.  

„Já, meðan staðan er 1:0 þá vild­um við ekki vera að hlaupa um all­an völl og eiga á hættu á að opna okk­ur. Blikarn­ir kunna að nýta sér það. Við viss­um að það kæmu tæki­færi þegar myndi líða á leik­inn og við gæt­um bet­ur spilað okk­ur út úr press­unni þeirra. Það gerðist og við skoruðum mark og vor­um nærri því að skora fleiri. Það breytti ekk­ert okk­ar plön­um þótt þeir væru 1:0 yfir.“ 

Svo eru það leik­manna­mál­in. Í síðustu leikj­um ykk­ar þá virðast þeir sem eru minnst meidd­ir eða minnst tæp­ir fara í byrj­un­arliðið en hinir á bekk­inn. Í dag missti KA tvo leik­menn meidda af velli og óvíst með frek­ari þátt­töku þeirra í loka­leikj­un­um þrem­ur. Ert þú að fara að reima á þig skóna aft­ur? 

„Það yrði þá bara af illri nauðsyn. Við finn­um ein­hverja góða stráka til að fylla bekk­inn. Meiðslin í dag eru vissu­lega svekkj­andi og það eru nokkr­ir í viðbót með ein­hver eymsli og ekki 100% klár­ir. Það er bara þessi tími árs­ins. Við verðum bara að taka því og áfram gakk.“ 

Þetta er bara eins og í gæs­inni. Það kvarn­ast úr hópn­um. 

„Já ein­mitt“ seg­ir Hall­grím­ur og hlær. „Þetta er eðli­legt á svona löngu og ströngu tíma­bili en vissu­lega er pirr­andi að missa leik­menn, tvo í þess­um leik og þurfa að gera allskyns breyt­ing­ar“ sagði Hall­grím­ur að lok­um. 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert