Það féllu þung orð í hálfleiknum

Jón Þór á hliðarlínunni í dag.
Jón Þór á hliðarlínunni í dag. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Jón Þór Hauks­son, þjálf­ari ÍA, var að von­um sátt­ur með sitt lið eft­ir frá­bær­an 3:2-sig­ur á Fram í neðri hluta Bestu deild­ar karla í knatt­spyrnu í dag.

„Ég er bara hrika­lega ánægður með liðið. Mér fannst við spila fín­an fyrri hálfleik en vor­um klauf­ar að gefa þeim tvö mörk. Við vor­um mjög óánægðir með það í hálfleikn­um og það voru stór og þung orð sem féllu þar. Strák­arn­ir svöruðu því frá­bær­lega í seinni hálfleik og sýndu mik­inn karakt­er að gef­ast aldrei upp þó við vær­um und­ir. Mér fannst við spila þenn­an leik virki­lega vel og unn­um sann­gjarn­an sig­ur.“

ÍA lenti 2:1 und­ir í leikn­um en sýndi mik­inn karakt­er með því að koma til baka og vinna leik­inn.

„Það var hjarta og sál í þessu. Menn voru að vinna þetta fyr­ir hvorn ann­an og lögðu mikið á sig. Við viss­um að við yrðum að leggja mjög mikið á okk­ur í þess­um leik, Fram er búið að spila virki­lega vel í sum­ar. Við vor­um klauf­ar og aul­ar að vera und­ir í hálfleik en við svöruðum því svo sann­ar­lega vel í seinni hálfleik.“

Sig­ur­inn ger­ir það að verk­um að ÍA er enn í fín­um séns á að halda sæti sínu í deild­inni. Liðið er nú einu stigi frá FH og tveim­ur frá Leikni.

„Við mun­um halda áfram að berj­ast allt fram á síðustu stund. Þetta er það sem við þurf­um að gera, þetta er það sem við þurf­um að leggja í þessa leiki. Ef við höld­um því þessa síðustu þrjá leiki hlökk­um við bara til þeirra.“

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert