Dregið var í riðla fyrir undankeppni EM karla í fótbolta í Þýskalandi 2024 í Frankfurt í dag.
Ísland dróst í J-riðil, eins og Portúgal, Bosnía, Lúxemborg, Slóvakía og Liechtenstein. Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik sínum á lokamóti stórmóts á EM í Frakklandi 2016, er liðin skildu jöfn, 1:1.
Þá var íslenska liðið með Liechtenstein í riðli í undankeppni HM og vann þá tvo sigra.
Drátturinn hefði getað verið erfiðari fyrir íslenska liðið. Holland og Frakkland eru til að mynda saman í B-riðli og Ítalía og England saman í C-riðli.
Tvö efstu lið hvers riðils fara beint á lokamótið.
Drátturinn í heild sinni:
A-riðill: Spánn, Skotland, Noregur, Georgía, Kýpur
B-riðill: Holland, Frakkland, Írland, Grikkland, Gíbraltar
C-riðill: Ítalía, England, Úkraína, Norður-Makedónía, Malta
D-riðill: Króatía, Wales, Armenía, Tyrkland, Lettland
E-riðill: Pólland, Tékkland, Albanía, Færeyjar, Moldóva
F-riðill: Belgía, Austurríki, Svíþjóð, Aserbaísjan, Eistland
G-riðill: Ungverjaland, Serbía, Svartfjallaland, Búlgaría, Litháen
H-riðill: Danmörk, Finnland, Slóvenía, Kasakstan, Norður-Írland, San Marínó.
I-riðill: Sviss, Ísrael, Rúmenía, Kósóvó, Hvíta-Rússland, Andorra.
J-riðill: Portúgal, Bosnía, Ísland, Lúxemborg, Slóvakía, Liechtenstein.