Helgi nýr þjálfari Grindavíkur

Helgi Sigurðsson með Hauki Guðberg Einarssyni, formanni knattspyrnudeildar Grindavíkur.
Helgi Sigurðsson með Hauki Guðberg Einarssyni, formanni knattspyrnudeildar Grindavíkur. Ljósmynd/Grindavík

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur ráðið Helga Sigurðsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann tekur við liðinu af Alfreð Elíasi Jóhannssyni sem lét af störfum á dögunum. 

Helgi klárar tímabilið sem aðstoðarþjálfari karlaliðs Vals og tekur síðan við Grindvíkingum, en hann gerir tveggja ára samning við félagið.

Helgi hefur verið aðalþjálfari Fylkis og ÍBV og stýrt báðum liðum upp úr 1. deild. Þá var hann farsæll sem leikmaður hér- og erlendis, ásamt því að hann lék 62 landsleiki og skoraði í þeim 10 mörk.

„Ég er mjög spenntur að hefja störf hjá Grindavík. Hér er frábær aðstaða og Grindavík hefur fulla burði til að komast í deild þeirra bestu á nýjan leik,“ er haft eftir Helga í frétt á heimasíðu félagsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert