Keflavík skiptir um þjálfara

Gunnar Magnús Jónsson hættir með Keflavík.
Gunnar Magnús Jónsson hættir með Keflavík. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur tilkynnt að Gunnar Magnús Jónsson muni hætta þjálfun kvennaliðs félagsins í fótbolta.

Hann hefur verið með liðið frá árinu 2016 og stýrði því upp í efstu deild árið 2020. Hann hefur síðan haldið liðinu uppi síðastliðin tvö tímabil. 

Keflavík hafnaði í áttunda sæti Bestu-deildarinnar á leiktíðinni, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. Liðið hafnaði í sama sæti í fyrra, einnig fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert