Mjög áhugaverður riðill

Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er mjög áhuga­verður riðill,“ sagði Arn­ar Þór Viðars­son, landsliðsþjálf­ari karla í fót­bolta, í sam­tali við UEFA eft­ir að dregið var í riðla í undan­keppni EM 2024 í Frankfurt í dag. Ísland dróst í J-riðil með Portúgal, Bosn­íu, Lúx­em­borg, Slóvakíu og Liechten­stein.

„Ég held þetta verði mjög op­inn riðill, þótt Portúgal sé auðvitað sig­ur­strang­leg­asta liðið. Ég held hin liðin muni taka stig hvert af öðru. Þetta er gott tæki­færi, ekki bara fyr­ir okk­ur held­ur hin liðin líka,“ sagði Arn­ar og hélt áfram:

„Hver ein­asti leik­ur er mik­il­væg­ur. Við erum nokkuð glaðir með að fá sex liða riðil. Þetta verður opið. Ég held Bosn­ía og Slóvakía muni horfa á Ísland og líta á það sem 50/​50 leik. Við ger­um það sama. Það má samt ekki gleyma liðum eins og Lúx­em­borg, sem hef­ur gert mjög vel á síðasta ári. Hver ein­asti leik­ur verður mik­il­væg­ur.“

Hann seg­ir Íslend­inga staðráðna í að fara aft­ur á stór­mót eft­ir að hafa verið með á loka­móti EM 2016 og HM 2018.

„Við fór­um á mótið 2016 og vor­um ná­lægt því að fara aft­ur á 2020 mótið. Fólkið í land­inu vill fara á annað stór­mót. Þess vegna er pressa, en það er eðli­legt. Við erum líka með reynslu sem ætti að hjálpa okk­ur,“ sagði Arn­ar.  

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert