Birkir með nýjan samning við Val

Birkir Már Sævarsson í leik með Val gegn KR í …
Birkir Már Sævarsson í leik með Val gegn KR í sumar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Birkir Már Sævarsson fyrrverandi landsliðsbakvörður í knattspyrnu verður 38 ára í næsta mánuði en hann heldur áfram að spila með Val.

Valsmenn tilkynntu í dag að hann hefði framlengt samning sinn við félagið og Birkir leikur því a.m.k. eitt tímabil til viðbótar. 

Birkir er að ljúka sínu 20. tímabili í meistaraflokki en hann lék sitt fyrsta tímabil með Valsmönnum árið 2003. Hann fór til Brann í Noregi 2008 og þaðan til Hammarby í Svíþjóð í árslok 2014 þar sem hann lék í þrjú ár, en Birkir sneri heim eftir tímabilið 2017 og hefur spilað með Val síðan. Hann hefur orðið Íslandsmeistari þrisvar með félaginu og einu sinni orðið bikarmeistari.

Birkir er með leikjahæstu mönnum íslenska landsliðsins en hann lagði landsliðsskóna á hilluna á síðasta ári eftir að hafa spilað 103 landsleiki og þar er hann þriðji leikjahæstur allra frá upphafi.

Birkir hefur leikið 422 deildaleiki á ferlinum, þar af 170 á Íslandi með Val, 168 með Brann og 84 með Hammarby.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert