Skemmtilegur riðill sem gefur okkur möguleika

Jóhannes Karl Guðjónsson er sáttur með J-riðil Íslands.
Jóhannes Karl Guðjónsson er sáttur með J-riðil Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég held þetta sé ágæt­isriðill fyr­ir okk­ur,“ sagði Jó­hann­es Karl Guðjóns­son, aðstoðarþjálf­ari A-landsliðs karla í fót­bolta, í sam­tali við mbl.is.

Ísland dróst í dag í J-riðil í undan­keppni EM í Þýskalandi 2024. Með Íslandi í riðli eru Portúgal, Bosn­ía, Lúx­em­borg, Slóvakía og Liechten­stein.

Ætla sér á EM

„Hann er bæði skemmti­leg­ur, það er gam­an að fá Portúgal, og svo er þetta riðill sem gef­ur okk­ur mögu­leika. Í fljótu bragði lít­ur þessi riðill vel út. Við höf­um trú á að við get­um náð fyrstu tveim­ur sæt­un­um. Það er okk­ar mark­mið og koma okk­ur á EM þannig.

Jóhannes Karl Guðjónsson á hliðarlínunni fyrir leik gegn Albaníu í …
Jó­hann­es Karl Guðjóns­son á hliðarlín­unni fyr­ir leik gegn Alban­íu í júní. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Það hef­ur verið mark­miðið okk­ar í lang­an tíma og við ætl­um að vinna að því. Þessi riðill gef­ur okk­ur mögu­leika á að gera það,“ sagði Jó­hann­es.

Sluppu við dauðariðla 

Hann viður­kenn­ir að vera feg­inn að losna við ákveðna riðla. Ísland hefði til dæm­is getað lent í riðli með Hollandi og Frakklandi eða Ítal­íu og Englandi.

„Já það var fínt að lenda ekki þar og svo voru líka sterk lið í potti þrjú með okk­ur. Við get­um verið mjög sátt­ir með niður­stöðuna,“ sagði Skagamaður­inn.

Ísland mætti Portúgal á EM í Frakklandi 2016. Birkir Bjarnason …
Ísland mætti Portúgal á EM í Frakklandi 2016. Birk­ir Bjarna­son skoraði mark Íslands í 1:1-jafn­tefli. mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son

Ísland fékk Slóvakíu úr fimmta styrk­leika­flokki, en það var eitt sterk­asta liðið úr þeim flokki.

„Þetta datt ekki al­veg 100 pró­sent með okk­ur. Auðvitað er Slóvakía með hörkulið, en ef við ætl­um að koma okk­ur á stór­mót þá þurf­um við að vera betri eins og lið eins og Slóvakía,“ sagði hann.

J-riðil­inn er einn þriggja riðla sem inni­halda sex lið á meðan hinir sjö riðlarn­ir eru með fimm liðum. „Ég ætla að vera já­kvæður á það og segja að það sé gott fyr­ir okk­ur. Við get­um verið sátt­ir og bjart­sýn­ir,“ sagði Jó­hann­es Karl Guðjóns­son.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert