Bjartsýni á meðal stuðningsfólks Íslands

María Kristjánsdóttir, stuðningskona Íslands, glæsilega merkt í dag.
María Kristjánsdóttir, stuðningskona Íslands, glæsilega merkt í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stuðnings­fólk ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu er bjart­sýnt fyr­ir leik liðsins gegn Portúgal í Pacos de Fer­reira þar í landi í dag.

Bæði lið freista þess að kom­ast á heims­meist­ara­mót í fyrsta skipti í sög­unni í um­spili um laust sæti á HM 2023, sem fer fram í Ástr­al­íu og Nýja-Sjálandi.

„Þetta leggst bara rosa­lega vel í mig. Ég held að við séum í mjög góðum séns en þetta verður hörku­leik­ur samt. Ég hef fulla trú á að við stönd­um okk­ur,“ sagði María Kristjáns­dótt­ir stuðnings­kona í sam­tali við mbl.is.

Beðin um að spá hvernig leik­ur­inn, sem hefst klukk­an 17, muni fara sagði hún:

„Mig lang­ar að segja 3:1 fyr­ir Ísland. Ætli það verði ekki bara Sara [Björk Gunn­ars­dótt­ir landsliðsfyr­irliði] og Svein­dís [Jane Jóns­dótt­ir] sem skora. Þær tvær eru svona lík­leg­ast­ar.“

Gló­dís með þrumuskalla

Odd­ur Finns­son stuðnings­maður tók í sama streng.

„Ég er mjög bjart­sýnn. Stemn­ing­in í hópn­um gef­ur góð fyr­ir­heit fyr­ir leik­inn.“

Þegar hann var beðinn um að spá í spil­in stóð ekki á svör­um:

„Ég segi 1:0 fyr­ir Ísland. Það verður mjótt á mun­un­um en við skor­um snemma. Við skor­um í fyrri hálfleik og höld­um svo út. Það verður Gló­dís Perla [Viggós­dótt­ir] með þrumuskalla eft­ir horn.“

Oddur Finnsson ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, fyrir leikinn …
Odd­ur Finns­son ásamt Guðna Th. Jó­hann­es­syni, for­seta Íslands, fyr­ir leik­inn í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert