„Er akkúrat núna í spennufalli“

Mist Rúnarsdóttir í Pacos de Ferreira í dag.
Mist Rúnarsdóttir í Pacos de Ferreira í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta leggst hrika­lega vel í mig. Þetta er risa­leik­ur, svona óvissu­leik­ur. Maður er bú­inn að bíða lengi eft­ir hon­um og því­lík eft­ir­vænt­ing og spenna,“ sagði Mist Rún­ars­dótt­ir, stuðnings­kona ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, í sam­tali við mbl.is í Pacos de Fer­reira í Portúgal í dag.

Þar fer fram leik­ur Portú­gals og Íslands í um­spili um laust sæti á HM 2023.

„Ég er akkúrat núna í spennu­falli. Ég er mjög slök akkúrat þessa mín­útu sem við erum að tala sam­an,“ bætti Mist við.

„Það er nátt­úr­lega búið að vera mjög hátt spennu­stig frá því í Hollandi þar sem að hjörtu krömd­ust á ein­hverj­um loka­sek­únd­um, þar sem maður hef­ur bara beðið og vonað.

Ég hélt að ég væri að fara til Brus­sel en er glöð að vera í Portúgal, það er betra veður, þó við þekkj­um kannski fót­boltaliðið þeirra minna en það belg­íska,“ hélt hún áfram.

Skipu­leggj­um næstu ferð

Mist sagðist telja að ís­lenska liðið muni hafa sig­ur í dag.

„Ég er bjart­sýn. Þetta er ein­hvern veg­inn allt búið að vera á aft­ur­fót­un­um hjá okk­ar kon­um, ekki tengt frammistöðunni held­ur út af alls kon­ar ut­anaðkom­andi hlut­um og það vant­ar bara aðeins upp á.

Stuðningsmenn íslenska landsliðsins fyrir leik í dag. Mist er lengst …
Stuðnings­menn ís­lenska landsliðsins fyr­ir leik í dag. Mist er lengst til hægri. Eggert Jó­hann­es­son

Þannig að ég held að þær loki þessu í dag og að við get­um farið að skipu­leggja næstu ferð með góðum fyr­ir­vara.“

Ekki stórt en sann­fær­andi

En hvernig held­ur hún að leikn­um lykti?

„Ég held að við vinn­um þetta. Ekki stórt en sann­fær­andi. Ég held að við náum yf­ir­hönd­inni og vinn­um þetta 2:0.

Ég held samt að við verðum öll mjög spennt í 90 mín­út­ur plús og að mögu­lega kem­ur seinna markið ekki fyrr en al­veg í blá­lok­in,“ sagði Mist að lok­um í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert