„Þetta leggst hrikalega vel í mig. Þetta er risaleikur, svona óvissuleikur. Maður er búinn að bíða lengi eftir honum og þvílík eftirvænting og spenna,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, stuðningskona íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við mbl.is í Pacos de Ferreira í Portúgal í dag.
Þar fer fram leikur Portúgals og Íslands í umspili um laust sæti á HM 2023.
„Ég er akkúrat núna í spennufalli. Ég er mjög slök akkúrat þessa mínútu sem við erum að tala saman,“ bætti Mist við.
„Það er náttúrlega búið að vera mjög hátt spennustig frá því í Hollandi þar sem að hjörtu krömdust á einhverjum lokasekúndum, þar sem maður hefur bara beðið og vonað.
Ég hélt að ég væri að fara til Brussel en er glöð að vera í Portúgal, það er betra veður, þó við þekkjum kannski fótboltaliðið þeirra minna en það belgíska,“ hélt hún áfram.
Mist sagðist telja að íslenska liðið muni hafa sigur í dag.
„Ég er bjartsýn. Þetta er einhvern veginn allt búið að vera á afturfótunum hjá okkar konum, ekki tengt frammistöðunni heldur út af alls konar utanaðkomandi hlutum og það vantar bara aðeins upp á.
Þannig að ég held að þær loki þessu í dag og að við getum farið að skipuleggja næstu ferð með góðum fyrirvara.“
En hvernig heldur hún að leiknum lykti?
„Ég held að við vinnum þetta. Ekki stórt en sannfærandi. Ég held að við náum yfirhöndinni og vinnum þetta 2:0.
Ég held samt að við verðum öll mjög spennt í 90 mínútur plús og að mögulega kemur seinna markið ekki fyrr en alveg í blálokin,“ sagði Mist að lokum í samtali við mbl.is.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
03.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
07.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 17:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
29.05 22:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
02.06 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
02.06 22:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
03.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
07.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 17:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
29.05 22:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
02.06 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
02.06 22:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |