„Mun ekkert vanta upp á stuðninginn í Íslandsstúkunni“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, til hægri.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, til hægri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, er mætt­ur til Pacos de Fer­reira í Portúgal þar sem mik­il­væg­ur leik­ur heima­kvenna og ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu fer fram klukk­an 17.

„Svona um leið og ég sá að það væri hægt að koma þessu fyr­ir í dag­skránni ákvað ég að láta slag standa,“ sagði Guðni í sam­tali við mbl.is.

„Ég er bara vel stemmd­ur en það skipt­ir nátt­úr­lega engu máli hvernig ég er stemmd­ur. Það skipt­ir öllu máli hvernig liðið er stemmt og ég veit ekki bet­ur en að það sé góð staða á því.

Ég sé að Sara [Björk Gunn­ars­dótt­ir landsliðsfyr­irliði] verður í byrj­un­arliðinu og við erum með al­veg sér­lega öfl­ugt lið. Maður er full­ur til­hlökk­un­ar en þetta verður erfitt, þetta verður svaka­lega erfitt,“ bætti hann við.

Ann­ars ekk­ert vit í að hefja leik

Beðinn um að spá í spil­in kvaðst Guðni þess full­viss að Ísland færi með sig­ur af hólmi.

„Ég spái okk­ur sigri því að ef maður er ekki viss um sig­ur er ekk­ert vit í að hefja leik. Ég veit að þetta eru tvö góð lið og við verðum að eiga afar góðan leik.

Það mun ekk­ert vanta upp á stuðning­inn í Íslands­stúk­unni. Hér vilj­um við öll leggja okk­ar af mörk­um og von­andi hjálp­ar það eitt­hvað líka,“ sagði hann að lok­um í sam­tali við mbl.is.

Hressir stuðningsmenn Íslands fyrir leik.
Hress­ir stuðnings­menn Íslands fyr­ir leik. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert