Myndir: Forsetinn mættur til Portúgals

Guðni Th. Jóhannesson er mættur til Portúgals.
Guðni Th. Jóhannesson er mættur til Portúgals. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er mættur til Portúgals til þess að fylgjast með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem mætir Portúgal í umspili um laust sæti á HM 2023 í Porto í dag.

Guðni flaug til Porto í morgun ásamt fjölda Íslendinga en flugvél Icelandair sem flutti íslensku stuðningsmennina yfir Atlantshafið lenti heilu og höldnu í Porto í morgun.

Leikur Íslands og Portúgals hefst klukkan 17 að íslenskum tíma en takist Íslandi að vinna í venjulegum leiktíma er liðið komið með þátttökurétt á heimsmeistaramótinu á næsta ári sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Eggert Jóhannesson, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, flaug til Portúgals í morgun og fangaði stemninguna hjá íslensku stuðningsmönnunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert