HM-draumurinn úti eftir framlengingu í Portúgal

Íslenska kvenna­landsliðið í knatt­spyrnu mátti sætta sig við 1:4-tap fyr­ir Portúgal eft­ir fram­leng­ingu þegar liðin átt­ust við í um­spili um laust sæti á HM 2023 í Pacos de Fer­reira í kvöld. Ísland lék ein­um færri í tæp­lega 70 mín­út­ur eft­ir að Áslaug Munda Gunn­laugs­dótt­ir fékk furðulegt beint rautt spjald.

Í fyrri hálfleik voru heima­kon­ur í Portúgal sterk­ari aðil­inn þar sem fram­herj­inn Jéssica Silva ógnaði sér­stak­lega og í sí­fellu, ekki síst eft­ir hættu­leg ein­stak­lings­fram­tök sín. Skot henn­ar fóru þó ým­ist fram hjá eða beint á Söndru Sig­urðardótt­ur í marki Íslands.

Besta færi Portú­gals í hálfleikn­um fékk þó nafna henn­ar Di­ana Silva á 20. mín­útu. Tatiana Pinto gaf þá fyr­ir, fann Jéssicu Silva við endalín­una, hún gaf viðstöðulaust fyr­ir á lofti og fann þar Diönu sem var ein fyr­ir miðjum víta­teign­um, tók skot á lofti en Sandra varði frá­bær­lega yfir markið.

Besta færi Íslands og jafn­framt besta færi fyrri hálfleiks fékk hins veg­ar Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir fjór­um mín­út­um fyr­ir leik­hlé.

Áslaug Munda tók þá hættu­lega auka­spyrnu utan af velli, eft­ir nokk­urn darraðardans við markteig Portú­gals barst bolt­inn út til Gunn­hild­ar Yrsu sem tók hnit­miðað skot yfir Pat­riciu Morais í marki Portú­gals og bolt­inn small í þverslánni.

Marka­laust var því í leik­hléi.

Strax í upp­hafi síðari hálfleiks færðist fjör í leik­ana.

Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir kom Íslandi í for­ystu á 49. mín­útu eft­ir að hún slapp óvænt í gegn og kom bolt­an­um í netið.

Tveim­ur mín­út­um síðar var markið hins veg­ar dæmt af eft­ir að Stép­hanie Frappart, fransk­ur dóm­ari leiks­ins, fór í VAR-skjá­inn. Var dæmt peysu­tog á Guðnýju Árna­dótt­ur í aðdrag­anda marks­ins.

Örskömmu síðar átti Di­ana Silva skalla sem fór í ut­an­verða stöng­ina og mín­útu síðar, á 52. mín­útu, dró sann­ar­lega til tíðinda þegar Áslaug Munda Gunn­laugs­dótt­ir braut á Jéssicu Silva inn­an víta­teigs og víta­spyrna dæmd.

Frappart gaf Áslaugu Mundu beint rautt spjald að auki þar sem hún taldi hana hafa rænt Jéssicu up­p­lögðu mark­tæki­færi.

Frappart fékk ábend­ingu um að fara í VAR-skjá­inn þar sem Ingi­björg Sig­urðardótt­ir var fyr­ir inn­an Jéssicu og Áslaugu Mundu og portú­galski sókn­ar­maður­inn einnig á leið til hliðar.

Þrátt fyr­ir að hafa at­hugað málið nán­ar ákvað Frappart að halda sig við upp­haf­lega ákvörðun sína og Ísland því ein­um leik­manni færri það sem eft­ir lifði leiks.

Carole Costa steig loks á víta­punkt­inn og skoraði af ör­yggi á 55. mín­útu.

Þrátt fyr­ir að vera ein­um færri var ís­lenska liðið fjarri því að vera á þeim bux­un­um að leggja árar í bát.

Aðeins fjór­um mín­út­um síðar var Ísland nefni­lega búið að jafna met­in.

Þar var að verki Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir með glæsi­leg­um skalla af markteig, sem fór niður í blá­hornið eft­ir frá­bæra auka­spyrnu Selmu Sól­ar Magnús­dótt­ur af vinstri kant­in­um.

Eft­ir jöfn­un­ar­mark Íslands var jafn­ræði með liðunum þrátt fyr­ir liðsmun­inn.

Á 72. mín­útu fékk Svein­dís Jane sann­kallað dauðafæri. Hún fékk þá bolt­ann frá vara­mann­in­um Svövu Rós Guðmunds­dótt­ur sem hafði gert vel í að halda bolt­an­um, Svein­dís Jane tók vel við bolt­an­um, fór fram­hjá Diönu Gomes og skaut en bolt­inn naum­lega fram hjá fjær­stöng­inni.

Fimm mín­út­um síðar dæmdi Frappart aðra víta­spyrnu og aft­ur fékk Portúgal hana. Hún mat það sem svo að varamaður­inn Al­ex­andra Jó­hanns­dótt­ir hefði hand­leikið bolt­ann en eft­ir að hafa farið í VAR-skjá­inn dró Frappart ákvörðun­ina rétti­lega til baka enda hélt Al­ex­andra báðum hönd­um að sér.

Und­ir blá­lok­in ógnaði Portúgal í sí­fellu enda press­an orðin gíf­ur­leg fyr­ir þreytt­ar ís­lensk­ar landsliðskon­ur.

Mögnuðu ís­lensku liði tókst þó að halda út í venju­leg­um leiktíma og þar með þurfti að grípa til fram­leng­ing­ar.

Strax í upp­hafi fram­leng­ing­ar­inn­ar, á 92. mín­útu, náði Portúgal hins veg­ar for­yst­unni á ný.

Di­ana Silva fékk þá mikið pláss á vinstri kant­in­um eft­ir skynd­isókn, henni tókst með naum­ind­um að kom­ast fram hjá Guðnýju, tók svo lag­legu fintu þar sem Sandra lagðist í jörðina og Silva renndi svo bolt­an­um snyrti­lega niður í hornið.

Besta færi Íslands í fram­leng­ing­unni fékk varamaður­inn Agla María Al­berts­dótt­ir und­ir lok fyrri hálfleiks henn­ar. Þá fann Dagný Brynj­ars­dótt­ur hana í víta­teign­um en skot Öglu Maríu kom ör­lítið of seint þar sem varn­ar­maður Portú­gals komst fyr­ir það.

Í upp­hafi síðari hálfleiks fram­leng­ing­ar­inn­ar gerði Portúgal svo end­an­lega út um leik­inn þegar Tatiana Pinto skoraði með lag­legri hæl­spyrnu eft­ir fyr­ir­gjöf vara­manns­ins Andreiu Jac­into.

Í upp­bót­ar­tíma fram­leng­ing­ar­inn­ar kom svo fjórða markið. Það skoraði varamaður­inn Francisca Naza­reth eft­ir lag­legt ein­stak­lings­fram­tak.

Þar við sat og 4:1-sig­ur Portú­gals niðurstaðan, sem gæti fleytt liðinu á HM í fyrsta skipti en það skýrist síðar í kvöld hvort hann komi liðinu beint þangað eða hvort það þurfi að fara í annað um­spil.

Portúgal 4:1 Ísland opna loka
skorar úr víti Carole Costa (55. mín.)
skorar Diana Silva (92. mín.)
skorar Tatiana Pinto (108. mín.)
skorar Francisca Nazareth (120. mín.)
Mörk
skorar Glódís Perla Viggósdóttir (59. mín.)
fær gult spjald Ana Borges (35. mín.)
fær gult spjald Jessica Silva (97. mín.)
Spjöld
fær rautt spjald Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (52. mín.)
fær gult spjald Sara Björk Gunnarsdóttir (73. mín.)
fær gult spjald Alexandra Jóhannsdóttir (86. mín.)
mín.
120 Leik lokið
+2 Leiknum lýkur með 4:1-sigri Portúgals gæti komist á HM í fyrsta skipti en það skýrist síðar í kvöld.
120 MARK! Francisca Nazareth (Portúgal) skorar
+1 4:1 Gerir endanlega út um þetta.
120 Ísland fær hornspyrnu
Hún er skölluð frá.
118 Andreia Jacinto (Portúgal) á skot framhjá
Skotið fyrir utan teig í utanvert hliðarnetið.
117 Francisca Nazareth (Portúgal) á skot framhjá
Skotið yfir úr teignum.
116 Joana Marchao (Portúgal) á skot sem er varið
Skot af löngu færi, auðvelt fyrir Söndru.
115 Telma Encarnacao (Portúgal) kemur inn á
115 Diana Silva (Portúgal) fer af velli
113
Diana Silva skorar aftur en hún er réttilega dæmd rangstæð.
112 Ana Capeta (Portúgal) á skalla sem fer framhjá
Þarna munaði litlu, nær ekki að stýra skallanum af stuttu færi að marki.
111 Amanda Andradóttir (Ísland) á skot framhjá
Fer laglega með boltann en skotið við vítateigslínuna nokkuð framhjá.
110 Amanda Andradóttir (Ísland) kemur inn á
110 Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) fer af velli
110 Guðrún Arnardóttir (Ísland) kemur inn á
110 Ingibjörg Sigurðardóttir (Ísland) fer af velli
108 MARK! Tatiana Pinto (Portúgal) skorar
3:1 Þá er þessu að öllum líkindum lokið. Fær góða fyrirgjöf frá Jacinto og stýrir boltanum laglega í netið með hælnum.
107
Amanda er að gera sig klára í að koma inn á. Vonandi getur ungstirnið töfrað eitthvað fram. Guðrún er líka að koma inn á.
106 Seinni hálfleikur hafinn
Portúgal hefur síðari hálfleikinn.
105 Hálfleikur
+2 Hálfleikur í framlengingunni. Stundarfjórðungur til stefnu. Það er ljóst að íslenska liðið þarf að grafa ansi djúpt.
105 Portúgal fær hornspyrnu
+1 Hún er tekin stutt og Portúgal heldur boltanum.
105 Diana Silva (Portúgal) á skot sem er varið
+1 Þvílík björgun! Diana Silva sleppur alein í gegn en einhvern veginn nær Glódís að renna sér fyrir skotið sem fer svo ofan á markið.
105
Að minnsta kosti tveimur mínútum verður bætt við í fyrri hálfleik framlengingarinnar.
104 Agla María Albertsdóttir (Ísland) á skot sem er varið
Færi! Dagný finnur Öglu Maríu í teignum, hún er með pláss en er aðeins of sein að skjóta og Borges kemst fyrir skotið.
103 Francisca Nazareth (Portúgal) á skot sem er varið
Skotið í Glódísi og svo í fangið á Söndru.
102 Joana Marchao (Portúgal) á skot framhjá
Skotið úr þröngu færi í teignum fer yfir markið.
100 Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland) á skot framhjá
Nær skoti eftir hornspyrnuna en hittir ekki boltann. Ísland á svo að fá aðra hornspyrnu en markspyrna dæmd.
100 Ísland fær hornspyrnu
Nú gildir að nýta hana.
99 Ana Capeta (Portúgal) kemur inn á
99 Jessica Silva (Portúgal) fer af velli
97 Jessica Silva (Portúgal) fær gult spjald
Fyrir að standa of nærri Söndru sem var að reyna að taka aukaspyrnu.
94 Diana Silva (Portúgal) á skot framhjá
Skotið fyrir utan teig langt framhjá.
92 MARK! Diana Silva (Portúgal) skorar
2:1 Ég trúi þessu ekki. Diana Silva kemst ein gegn Guðnýju, kemst framhjá henni, tekur fintu þar sem Sandra leggst og leggur boltann af öryggi niður í hornið.
92 Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) á skot sem er varið
Gott skot rétt innan teigs en fer illu heilli í samherja.
91 Leikur hafinn
Framlengingin er hafin þar sem Ísland byrjar með boltann.
90 Leik lokið
+7 Við erum á leið í framlengingu! Hetjuleg barátta tíu Íslendinga.
90 Portúgal fær hornspyrnu
+6 Hún er skölluð frá.
90 Francisca Nazareth (Portúgal) á skot framhjá
+3 Færi! Magnaður sprettur en skotið úr D-boganum yfir markið.
90 Portúgal fær hornspyrnu
+1 Íslendingar koma henni að lokum frá.
90
Að minnsta kosti sex mínútum verður bætt við venjulegan leiktíma.
90 Tatiana Pinto (Portúgal) á skot sem er varið
Þrumuskot fyrir utan teig, í varnarmann.
89 Portúgal fær hornspyrnu
89 Portúgal fær hornspyrnu
Henni er komið frá með naumindum, önnur hornspyrna.
88 Agla María Albertsdóttir (Ísland) kemur inn á
88 Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland) fer af velli
87 Francisca Nazareth (Portúgal) á skot framhjá
Skotið fyrir utan teig yfir markið.
87
Bæði lið að ógna en síðasta sendingin eða snerting er að klikka.
86 Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland) fær gult spjald
Brot á miðjum velli.
83 Francisca Nazareth (Portúgal) kemur inn á
83 Andreia Norton (Portúgal) fer af velli
82 Dolores Silva (Portúgal) á skot sem er varið
Skotið fyrir utan teig í varnarmann.
78 Portúgal (Portúgal) VAR
Ég get svo svarið það. Annað víti. Pinto skýtur í höndina á Alexöndru, sem hélt þó báðum höndum alveg að sér. Frappart skoðar þetta í VAR... og dregur dóminn réttilega til baka! Galinn upphaflegur dómur og sem betur fer sér Frappart að sér.
77 Tatiana Pinto (Portúgal) á skot sem er varið
77 Portúgal fær hornspyrnu
76 Tatiana Pinto (Portúgal) á skot sem er varið
Dauðafæri! Skotið úr teignum fer í Glódísi!
76 Carole Costa (Portúgal) á skot framhjá
Skot langt fyrir utan teig, langt framhjá.
75 Jessica Silva (Portúgal) á skot framhjá
Dauðafæri! Eftir laglegt spil tekur Jéssica Silva skotið en það fer naumlega framhjá!
73 Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland) fær gult spjald
Brot úti á miðjum velli.
72 Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland) á skot framhjá
Dauðafæri! Ísland geysist í sókn eftir hornspyrnu Portúgals, Svava Rós gerir frábærlega í að halda boltanum, rennir honum á Sveindísi sem tekur frábæra snertingu, fer framhjá Gomes og er ein gegn Morais en skotið úr teignum framhjá fjærstönginni! Þetta var grátlegt!
71 Portúgal fær hornspyrnu
Ekkert kemur út úr henni.
70
Sóknarbrot dæmt á Alexöndru þegar Ísland var að komast í álitlega stöðu í teignum, engin snerting en Frappart telur sig hafa séð eitthvað.
70 Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland) kemur inn á
70 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) fer af velli
69 Tatiana Pinto (Portúgal) á skot framhjá
Tekur skotið á fjærstönginni en það fer talsvert framhjá.
69 Diana Silva (Portúgal) á skalla sem fer framhjá
Nær skallanum á nærstönginni en hann er á leið framhjá og Íslendingar skalla frá.
69 Portúgal fær hornspyrnu
67 Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland) á skot framhjá
Skotið við vítateigslínuna fer yfir markið.
64 Andreia Jacinto (Portúgal) kemur inn á
64 Fátima Pinto (Portúgal) fer af velli
63 Jessica Silva (Portúgal) á skot framhjá
Enn einn hættulegi spretturinn hjá Jéssicu en skotið í utanvert hliðarnetið.
61 Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland) kemur inn á
Fyrsta skipting leiksins.
61 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland) fer af velli
59 MARK! Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland) skorar
1:1 Ísland jafnar metin einum færri!! Frábær fyrirgjöf Selmu af vinstri kantinum úr aukaspyrnu ratar beint á höfuð Glódísar Perlu sem stýrir boltanum hnitmiðað af markteig og niður í bláhornið fjær!
55 MARK! Carole Costa (Portúgal) skorar úr víti
1:0 Portúgal tekur forystuna. Costa skorar af öryggi úr vítinu. Sendi Söndru í rangt horn.
53 Portúgal (Portúgal) VAR
Frappart skoðar hvort rauða spjaldið hafi verið of harkalegur dómur en kemst að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Get ekki sagt að Jéssica Silva hafi verið rænd upplögðu marktækifæri þar sem Ingibjörg stóð fyrir innan Áslaugu Mundu.
52 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Ísland) fær rautt spjald
Ja hérna hér. Áslaug Munda fær beint rautt spjald.
52 Portúgal fær víti
Áslaug Munda keyrir inn í Jéssicu Silva innan teigs og vítaspyrna dæmd.
52 Diana Silva (Portúgal) á skalla í stöng
Úff þar munaði litlu.
51 Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland) VAR
Sveindís kemur Íslandi yfir á 49. mínútu eftir að hún slapp í gegn en markið er dæmt af eftir athugun í VAR. Peysutog á Guðnýju í aðdragandanum.
48
Jéssica Silva sleppur alein í gegn og er svona líka rosalega rangstæð, flaggið er þó niðri, Sandra ver glæsilega frá henni og þá fer flaggið á loft.
46 Diana Silva (Portúgal) á skot sem er varið
Flott sókn sem endar með skoti Diönu Silva en það fer í Ingibjörgu.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Ísland hefur síðari hálfleikinn. Engar skiptingar voru gerðar í hálfleik og Guðný hefur þá náð að harka af sér.
46 fær hornspyrnu
Leikmenn eru mættir aftur út á völl og fer síðari hálfleikurinn því senn að hefjast.
46
Guðný var tækluð illa undir blálok fyrri hálfleiks án þess að nokkuð hafi verið dæmt. Hún lá sárþjáð eftir og er Elísa Viðarsdóttir að hita upp af krafti í leikhléinu. Það virðast allar líkur á því að Elísa sé að koma inn á í hálfleik.
45 Hálfleikur
+1 Það er markalaust í leikhléi. Portúgal hefur verið sterkari aðilinn en Ísland fékk besta færi leiksins þegar skot Gunnhildar fór í þverslána.
45 Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland) á skot framhjá
Færi! Sveindís rennir boltanum út í teiginn á Selmu en hún hittir ekki boltann og Portúgalar koma boltanum frá.
44 Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland) á skalla sem fer framhjá
Nær skallanum á nærstönginni eftir hornspyrnu Selmu en hann fer yfir markið.
44 Ísland fær hornspyrnu
Fyrsta hornspyrna Íslands í leiknum.
41 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland) á skot í þverslá
Dauðafæri! Áslaug Munda tekur hættulega aukaspyrnu sem Portúgalar skalla frá en stutt þó, Gunnhildur tekur hnitmiðað skot yfir Morais í markinu en boltinn í þverslánna! Besta færi leiksins og langbesta færi Íslands.
35 Ana Borges (Portúgal) fær gult spjald
Þrumar Sveindísi niður sem var að komast framhjá henni. Ekkert kemur hins vegar út úr aukaspyrnunni.
30 Jessica Silva (Portúgal) á skot framhjá
Færi! Laglegt spil Portúgala þar sem Norton finnur Jéssicu Silva, hún snýr laglega á Ingibjörgu og tekur skotið af vítateigslínunni en það fer framhjá markinu.
28 Jessica Silva (Portúgal) á skot framhjá
Hin illviðráðanlega Jéssica Silva aftur með góðan sprett, hún tekur skot af löngu færi en það fer yfir markið.
26
Sveindís kemur boltanum fyrir í kjölfar þess að langt innkast hennar er skallað frá, Sara Björk reynir að skalla boltann inn að markteig en Morais grípur boltann.
23 Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland) á skot framhjá
Færi! Sveindís með laglega fyrirgjöf með jörðinni, Ingibjörg nær skotinu en það fer í varnarmann, þaðan berst boltinn til Selmu sem fær opið skotfæri rétt utan teigs en skotið yfir markið!
23 Ingibjörg Sigurðardóttir (Ísland) á skot sem er varið
20 Portúgal fær hornspyrnu
Þriðja hornspyrnan í röð er skölluð frá.
20 Portúgal fær hornspyrnu
Hreinsuð aftur fyrir.
20 Diana Silva (Portúgal) á skot sem er varið
Dauðafæri! Hornspyrnan er skölluð frá, Portúgal nær boltanum þar sem Tatiana Pinto gefur fyrir á Jéssicu Silva, hún kemur boltanum á Diönu Silva sem þrumar að marki en Sandra ver frábærlega yfir markið!
19 Portúgal fær hornspyrnu
15
Selma með hættulegan bolta úr aukaspyrnunni yfir á fjærstöngina þar sem Dagný reynir að teygja sig í boltann en nær því ekki.
14
Ísland fær aukaspyrnu á prýðis stað fyrir fyrirgjöf.
13 Jessica Silva (Portúgal) á skot sem er varið
Jéssica Silva með frábæran sprett þar sem hún fer illa með Glódísi og Guðnýju, nær skotinu við vítateigslínuna en það er beint á Söndru sem grípur boltann.
12
Frábær sending frá Guðnýju inn fyrir á Sveindísi sem gefur fyrir en út í teiginn þar sem enginn er. Berglind Björg hefði viljað fá boltann þvert fyrir markið en Dagný hefði að vísu átt að vera komin í seinni bylgjuna.
11 Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland) á skot sem er varið
Misheppnað skot í kjölfar þess að boltinn var skallaður frá, Portúgalar hreinsa svo frá.
9
Portúgal í vandræðum. Diana Silva með misheppnaða sendingu sem Sveindís nær, hún leggur boltann inn fyrir Berglindi og Morais reynir að hreinsa frá, nær því ekki en Borges kemur boltanum að lokum frá.
7
Jéssica Silva liggur eftir og þarf á aðhlynningu að halda.
6
Hætta upp við mark Íslands en Glódís Perla nær að reka fótinn í fyrirgjöf Jéssicu Silva, sem var komin inn í teiginn, og Sandra grípur boltann svo.
4
Hornspyrnan er tekin stutt og Portúgal fær innkast.
3 Portúgal fær hornspyrnu
Hættuleg sending inn fyrir og Ingibjörg neyðist til að tækla boltann í horn.
2
Fyrirgjöf frá Marchao af vinstri kantinum, hættulítil og Sandra grípur boltann.
1 Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað. Portúgal byrjar með boltann.
0
Þá fer ballið senn að byrja, sæti á HM í boði!
0
Liðin ganga hér tímanlega inn á völlinn og brátt verða þjóðsöngvarnir leiknir.
0
Íslenska liðið leikur í hvítum varabúningum sínum í dag. Blái búningurinn hefur þótt of líkur rauðum og grænum búningi Portúgals hvað blæbrigði varðar.
0
Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði hefur þurft að glíma við flensu undanfarna tvo daga en líkt og Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tjáði mbl.is í gær spilar hún leikinn í dag. Það kom ekkert annað til greina.
0
Portúgalska liðið er mætt til upphitunar, rúmum stundarfjórðungi eftir að Ísland hóf sína upphitun.
0
Dómari leiksins er ekki af verri endanum, hin franska Stéphanie Frappart, sem er talinn einn besti ef ekki besti kvenkyns dómari heims. Árið 2019 varð hún fyrsta konan til að dæma Evrópuleik hjá körlum og sömuleiðis leik í efstu deild karla í Frakklandi. Frappart dæmdi einnig leik í Meistaradeild Evrópu hjá körlum árið 2020, fyrst kvenna, og varð þá fyrst kvenna til að dæma leik í undankeppni HM hjá körlum. Hún er ein af þremur konum sem munu dæma á HM 2022 í Katar. Frappart er þá vitanlega hokin af reynslu í kvennadómgæslu þar sem hún hefur dæmt á HM, EM og í Meistaradeild Evrópu svo fátt eitt sé nefnt.
0
Útileikmenn íslenska liðsins skokka hér inn á völlinn við mikinn fögnuð stuðningsmanna Íslands, sem eru mættir vel tímanlega.
0
Markverðir íslenska liðsins eru mættir út á völl, fyrstir allra, til upphitunar.
0
Ísland sat hjá í fyrri umferð Evrópuumspilsins en þar vann Portúgal góðan 2:1-sigur á Belgíu síðastliðinn fimmtudag, þar sem varnarjaxlinn Carole Costa skoraði sigurmarkið í blálokin. Portúgal var þó sterkari aðilinn allan leikinn og sigurinn því sannarlega verðskuldaður.
0
Því mætir sama lið til leiks í dag og mætti í seinni hálfleikinn gegn Hollandi, því Selma lék seinni hálfleikinn í Utrecht er hún leysti Svövu af hólmi.
0
Það er ein breyting á byrjunarliði Íslands frá leiknum við Holland í undankeppni HM í síðasta mánuði. Selma Sól Magnúsdóttir kemur inn í liðið í staðinn fyrir Svövu Rós Guðmundsdóttur sem fer á bekkinn.
0
Fáist sem dæmi sigurvegari í hinum tveimur viðureignunum, á milli Skotlands og Írlands annars vegar og Sviss og Wales hins vegar, í venjulegum leiktíma en ekki í leik Portúgals og Íslands fer sigurvegarinn úr síðastnefnda einvíginu, hvort sem það væri eftir framlengingu eða vítaspyrnukeppni, í auka umspilið. Vinnist sigur í venjulegum leiktíma í öllum þremur viðureignunum verður farið eftir markatölu.
0
Líklega þarf sigurinn að koma í venjulegum leiktíma þar sem að í þessari annarri umferð umspils Evrópuþjóða keppa sex þjóðir um tvö bein sæti á HM en „sísti“ sigurvegarinn í leikjunum þremur þarf að fara í enn annan umspilsleik, þar sem lið úr mismunandi heimsálfum munu etja kappi á Nýja-Sjálandi næstkomandi febrúar.
0
Sigurliðið í dag getur tryggt sér sæti á lokamóti HM í fyrsta skipti, en mótið fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.
0
Góðan dag og verið velkomin með mbl.is í stórleik Portúgal og Íslands í umspili um sæti á lokamóti HM.
Sjá meira
Sjá allt

Portúgal: (4-4-2) Mark: Patricia Morais. Vörn: Ana Borges, Diana Gomes, Carole Costa, Joana Marchao. Miðja: Fátima Pinto (Andreia Jacinto 64), Dolores Silva, Andreia Norton (Francisca Nazareth 83), Tatiana Pinto. Sókn: Jessica Silva (Ana Capeta 99), Diana Silva (Telma Encarnacao 115).
Varamenn: Ines Periera (M), Rute Costa (M), Lúcia Alves, Ana Capeta, Bruna Costa, Andreia Jacinto, Vanessa Marques, Suzane Pires, Carolina Mendes, Francisca Nazareth, Andreia Faria, Telma Encarnacao.

Ísland: (4-3-3) Mark: Sandra Sigurðardóttir. Vörn: Guðný Árnadóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir (Guðrún Arnardóttir 110), Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Miðja: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Alexandra Jóhannsdóttir 61), Dagný Brynjarsdóttir (Amanda Andradóttir 110), Sara Björk Gunnarsdóttir. Sókn: Selma Sól Magnúsdóttir (Agla María Albertsdóttir 88), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 70), Sveindís Jane Jónsdóttir.
Varamenn: Íris Dögg Gunnarsdóttir (M), Auður S. Scheving (M), Elísa Viðarsdóttir, Hlín Eiríksdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Ásdís Karen Halldórsdóttir, Agla María Albertsdóttir, Guðrún Arnardóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir, Amanda Andradóttir.

Skot: Portúgal 29 (15) - Ísland 13 (6)
Horn: Ísland 3 - Portúgal 12.

Lýsandi: Gunnar Egill Daníelsson
Völlur: Estádio Capital do Móvel

Leikur hefst
11. okt. 2022 17:00

Aðstæður:
22 gráðu hiti, notaleg gola og sólin skín. Völlurinn lítur vel út en ögn laus í sér á stöku svæðum.

Dómari: Stéphanie Frappart, Frakklandi
Aðstoðardómarar: Maniela Nicolosi og Camille Soriano, Frakklandi

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert