Jóhann Kristinn snýr aftur til Akureyrar

Jóhann KristinnGunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari Þórs/KA á nýjan leik.
Jóhann KristinnGunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari Þórs/KA á nýjan leik. Ljósmynd/Þór/KA

Jó­hann Krist­inn Gunn­ars­son hef­ur verið ráðinn þjálf­ari kvennaliðs Þórs/​KA í knatt­spyrnu.

Þetta til­kynnti fé­lagið á heimasíðu sinni í dag og skrifaði hann und­ir þriggja ára samn­ing við fé­lagið.

Hann þekk­ir vel til hjá fé­lag­inu en hann tók fyrst við liðinu árið 2011 og gerði Þór/​KA að Íslands­meist­ur­um árið 2012.

Hann stýrði liðinu í fimm ár áður en hann lét af stöf­um árið 2016 þegar hann tók við karlaliði Völsungs á Húsa­vík sem hann hef­ur stjórnað und­an­far­in ár.

Ég er mjög ánægður með að vera kom­inn aft­ur í Þór/​KA og það er mik­ill heiður að fá að taka við þessu starfi á ný,“ sagði Jó­hann Krist­inn.

Ég finn fyr­ir mikl­um krafti og metnaði hjá stjórn­inni og líst vel á þeirra hug­mynd­ir og stefnu. Ég veit að efniviður­inn er mik­ill hérna og það býr heil­mikið í liðinu. Það er bara spenn­ing­ur að byrja og hjálpa liðinu að vaxa og dafna.

Það er eng­in spurn­ing að það er skýr stefna Þór/​KA að vera eitt af sterk­ustu liðum lands­ins. Ég er al­veg sann­færður um að framtíðin er björt hjá liðinu og leik­mönn­um þess,“ sagði Jó­hann.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert