Hin unga og bráðefnilega Ísabella Sara Tryggvadóttir, leikmaður KR, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í fyrri hálfleik í 4:6-tapi U17-ára landsliðs stúlkna gegn Frakklandi í undankeppni EM 2023 á þriðjudag.
Ísabella Sara, sem er nýorðin 16 ára, hefur þrátt fyrir ungan aldur átt fast sæti í liði KR undanfarin tvö tímabil þar sem hún lék 16 leiki og skoraði tvö mörk í Bestu deildinni í á rog 13 leiki og skoraði eitt mark í B-deildinni á síðasta ári.
Alls hefur hún skorað sjö mörk í 19 landsleikjum fyrir U16 og U17-ára landslið Íslands.
Þess má til gamans geta að Ísabella Sara á ekki langt að sækja hæfileikana þar sem Tryggvi Guðmundsson, markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar karla, er faðir hennar.
Þá er Guðmundur Andri Tryggvason, sóknarmaður Vals, eldri bróðir hennar.
Mörkin þrjú sem Ísabella Sara skoraði og mark Hörpu Helgadóttur gegn Frakklandi á þriðjudag má sjá hér:
🇮🇸Mörk U17 kvenna gegn Frakklandi í undankeppni EM!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 13, 2022
Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði þrennu á 10 mínútna kafla í fyrri hálfleik og Harpa Helgadóttir bætti fjórða markinu við undir lok leiks.
Leiknum lauk með 6-4 sigri Frakka.#dottir pic.twitter.com/6AgulSTYUq