FH vann mikilvægan útisigur í Keflavík

Dani Hatakka og Oliver Heiðarsson í baráttunni í leik liðanna …
Dani Hatakka og Oliver Heiðarsson í baráttunni í leik liðanna fyrr í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kefla­vík tók á móti FH í 3. um­ferð neðri hluta Bestu deild­ar karla í knatt­spyrnu í dag. FH var fyr­ir leik­inn í 4. sæti neðri hlut­ans með 22 stig, tveim­ur stig­um á und­an Leikni sem var í fallsæti ásamt ÍA.

Aðstæður til knatt­spyrnuiðkun­ar voru kannski eins og við er að bú­ast á þess­um árs­tíma hér á landi en vind­ur­inn gerði liðunum oft erfitt fyr­ir. Bæði lið náðu samt sem áður upp ágæt­is spilköfl­um og álit­leg­um sókn­um.

Kefla­vík náði tveggja marka for­ystu í fyrri hálfleik en FH náði að minnka mun­inn fyr­ir leik­hlé. Gest­irn­ir komu mjög ákveðnir inn í seinni hálfleik­inn, jöfnuðu á 55. mín­útu og komust svo yfir tveim­ur mín­út­um síðar. Kefla­vík átti fá svör í seinni hálfleikn­um og FH fór með 3:2 útisig­ur af hólmi. Mörk FH gerðu Guðmund­ur Kristjáns­son, Oli­ver Heiðars­son og Úlfur Ágúst Björnsoon en mörk Kefla­vík­ur gerðu Dag­ur Ingi Vals­son og Adam Ægir Páls­son.

FH er í kjör­stöðu eft­ir leik­inn, fjór­um stig­um frá fallsæti en Leikn­ir og ÍA gerðu jafn­tefli í hinum leik dags­ins í neðri hlut­an­um.

Kefla­vík 2:3 FH opna loka
skorar Dagur Ingi Valsson (19. mín.)
skorar Adam Ægir Pálsson (32. mín.)
Mörk
skorar Guðmundur Kristjánsson (38. mín.)
skorar Oliver Heiðarsson (55. mín.)
skorar Úlfur Ágúst Björnsson (57. mín.)
fær gult spjald Patrik Johannesen (50. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Finnur Orri Margeirsson (42. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Gríðarlega miklvægur sigur hjá FH. Keflavík náði tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en FH náði að minnka muninn fyrir leikhlé og gestirnir kláruðu komust svo yfir með tveimur mörkum snemma í seinni hálfleik. Keflavík átti fá svör í seinni hálfleik og FH fór með 3:2 útisigur af hólmi.
90 Oliver Heiðarsson (FH) á skot í stöng
90 Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík) kemur inn á
90 Kian Williams (Keflavík) fer af velli
90 Axel Ingi Jóhannesson (Keflavík) kemur inn á
90 Adam Ægir Pálsson (Keflavík) fer af velli
90
Fjórum mínútum bætt við hér í Keflavík.
90 Joey Gibbs (Keflavík) á skot framhjá
Slappt skot hjá Gibbs.
89
Mikil stöðubarátta en Keflavík ekki líklegir til að jafna.
85 Adam Árni Róbertsson (Keflavík) kemur inn á
85 Patrik Johannesen (Keflavík) fer af velli
81 Matthías Vilhjálmsson (FH) kemur inn á
Úlfur hefur verið flottur. Matthías kemur inn en hann setti þrjú mörk í síðasta leik, gegn ÍBV.
81 Úlfur Ágúst Björnsson (FH) fer af velli
80 Úlfur Ágúst Björnsson (FH) á skot sem er varið
Rúnar Þór ver á línu frá Úlfi eftir skyndisókn.
77 FH fær hornspyrnu
Kristinn Freyr tekur hornspyrnuna frá vinstri en heimamenn bægja hættunni frá.
75 Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) á skot sem er varið
Úlfur á góða sendingu á fjærstöng en Vuk lætur Sindra verja frá sér. Vel varið hjá Sindra. Vuk er í færunum núna.
73 Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) á skot sem er varið
Björn Daníel sendir Vuk í gegn en Vuk fer illa að ráði sínu og Sindri ver laflaust skot hans. Dauðafæri.
71
Boltinn er meira og minna ekki í leik þessar mínúturnar.
68 Björn Daníel Sverrisson (FH) á skot í stöng
Gott skot beint úr aukaspyrnu, hægra megin við vítateiginn.
63 Úlfur Ágúst Björnsson (FH) á skot sem er varið
Sindri ver frá Úlfi í mjög góðu færi. Verið er að huga að Sindra sem hefur eitthvað meitt sig.
60
Patrik virðist hafa brotið á Jóhanni Ægi sem liggur eftir. Ekkert dæmt.
57 MARK! Úlfur Ágúst Björnsson (FH) skorar
2:3 Hvað er að gerast hérna? FH-ingar hafa tekið forystuna. Kristinn Freyr með fast skot utan teigs sem Sindri nær ekki að halda í markinu og Úlfur hreinsar upp. FH byrjar af miklum krafti í seinni hálfleik.
55 MARK! Oliver Heiðarsson (FH) skorar
2:2 Stutt samspil FH endar með því að Oliver klárar færið sitt vel hægra megin í teignum eftir lúmska utanfótarsendingu frá Birni Daníel.
52 Joey Gibbs (Keflavík) á skalla sem fer framhjá
Ásgeir Páll fer niður í teignum en fær hagnaðinn. Hann nær góðri fyrirgjöf beint á kollinn á Gibbs sem virtist ekki vera tilbúinn og skallar boltann rétt fram hjá úr algjör dauðafæri. Keflvíkingar vildu fá vítaspyrnu.
50 Patrik Johannesen (Keflavík) fær gult spjald
Slæmir hönd í höfuð Finns Orra.
50
Liðin eru að þreifa fyrir sér hér í seinni hálfleiknum og ekki mikið að gerast. Sindri á ekki í jafn miklum vandræðum með að sparka frá markinu og Atli Gunnar átti í fyrri hálfleik.
46 Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) kemur inn á
46 Davíð Snær Jóhannsson (FH) fer af velli
46 Seinni hálfleikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn og nú er að sjá hvort leikurinn breytist eitthvað við það að FH sæki með vindi.
45 Hálfleikur
Einar Ingi er ekkert að lengja fyrri hálfleikinn og menn fara aðeins inn í hlýjuna. Það var mjög mikilvægt fyrir að FH ná inn marki í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur verður áhugaverður. Staðan í leikhléi 2:1.
45 Keflavík fær hornspyrnu
Keflvíkingar fá hornspyrnu frá vinstri en spyrnan siglir beint aftur fyrir.
42 Finnur Orri Margeirsson (FH) fær gult spjald
Stöðvar skyndisókn á vallarhelmingi heimamanna.
41 FH fær hornspyrnu
Darraðadans inn á teignum og FH fær að lokum aðra hornspyrnu.
40 FH fær hornspyrnu
Oliver reynir að koma boltanum inn á teiginn frá hægri en Keflvíkingar bjarga í horn.
38 MARK! Guðmundur Kristjánsson (FH) skorar
2:1 FH fær aukaspyrnu úti hægra megin og spyrnan ratar beint á Guðmund sem stendur aleinn í markteignum og setur hann upp í nærhornið.
32 MARK! Adam Ægir Pálsson (Keflavík) skorar
2:0 Langur fram og Keflvíkingar að sleppa í gegn en Atli Gunnar grípur inn í. Hann ætlar svo að koma boltanum fljótt í leik en kastar boltanum á Patrik sem kemst í skotfæri. Atli Gunnar ver skotið frá Patrik en boltinn berst til Adams sem á ekki í vandræðum með að setja hann í netið af stuttu færi.
28
Kristinn Freyr að sleppa í gegn en er flaggaður rangstæður.
26 Adam Ægir Pálsson (Keflavík) á skot framhjá
Ágætt skot en í hliðarnetið.
26
Það er eins og maður óttaðist að vindurinn leikur nokkuð stórt hlutverk í Keflavík í dag. Boltinn verið meira og minna út af síðustu mínútur og Atli Gunnar á í erfiðleikum að að spyrna frá marki.
24 Patrik Johannesen (Keflavík) á skot framhjá
Patrik með skot af mjög löngu færi sem fer fram hjá marki FH. Atli Gunnar var ansi framarlega og sjálfsagt að reyna.
21
Oliver er tekin niður á hægri vængnum og það virðist vera að Einar Ingi gefi hagnaðinn. FH nær ekki að gera neitt úr sókninnni og nokkru síðar fer boltinn út af en ekkert spjald fer á loft. FH-ingar eru ekki sáttir og kannski skiljanlega.
19 MARK! Dagur Ingi Valsson (Keflavík) skorar
1:0 Dagur Ingi skorar með góðum skalla eftir hornspyrnu frá hægri.
18 Keflavík fær hornspyrnu
Ásgeir Páll sækir hornspyrnu.
16
Kristinn Freyr gengur vasklega fram í pressunni og er dæmdur brotlegur. Hann er ekki á ett sáttur við Einar Inga, dómara, sem bíður hann að Kristinn að hafa sig hægan.
13
FH-ingar vilja vítaspyrnu þegar Kristinn Freyr fellur í teignum. Kristinn náði skoti að marki en féll í kjölfarið í baráttunni við varnarmenn Keflavíkur. Vítaspyrna hefði líklega verið harður dómur.
12 Úlfur Ágúst Björnsson (FH) á skot sem er varið
Úlfur í fínu færi eftir góða sendingu frá Kirstni Frey en Sindri er vel á verði.
9 Kian Williams (Keflavík) á skalla sem er varinn
Fastur skalli en nokkurn veginn beint á Atla Gunnar.
8 Keflavík fær hornspyrnu
Kian Williams í skotfæri inni á teignum en FH-ingar komast fyrir og Keflavík fær hornspyrnu.
6 FH fær hornspyrnu
Olíver kemst í ágætis skotfæri en Rúnar Þór bjargar í horn. FH tekst ekki að gera sér mat úr hornspyrnunni.
6 FH fær hornspyrnu
Ólíver kemst í ágætis skotfæri en Rúnar Þór bjargar í horn.
6
Heimamenn sækja með vindinum í átt að sundlauginni.
4
FH komst í álitlega skyndisókn en síðasta sendingin bregst frá Úlfi og Sindri grípur vel inn í.
3 Keflavík fær hornspyrnu
Fyrsta hornspyrnan er Keflavíkur en spyrnan siglir beint aftur fyrir.
2 Leik lokið
1 Leikur hafinn
FH byrjar með boltann. Keflvíkingar pressa strax hátt.
0
Liðin ganga inn á HS Orku völlinn og nú fer allt að verða klárt hér í Keflavík.
0
Leiknir tekur á móti ÍA í hinum leik dagsins í neðri hlutanum og ef bæði Leiknir og FH vinna sína leiki eru Skagamenn formlega fallnir niður í næst efstu deild.
0
Keflavík siglir lignan sjó í 1. sæti neðri hlutans, þremur stigum á undan Fram.
0
Þegar þremur leikjum er ólokið í sex liða neðri hlutanum sitja gestirnir úr FH í 4. sæti með 22 stig, tveimur stigum á undan Leikni. Leikurinn er því afskaplega mikilvægur fyrir FH.
0
Sigurvin Ólafsson gerir eina breytingu á byrjunarliði FH frá 4:2 sigri liðsins gegn Leikni í síðustu umferð. Matthías Vilhjálmsson, sem skoraði þrennu gegn Leikni, sest á varamannabekkinn og í hans stað kemur Finnur Orri Margeirsson inn í byrjunarlið FH. Skildi Matthías vera tæpur?
0
Sigurður Ragnar Eyjólfsson gerir tvær breytingar á byrjunarliði heimamanna frá 2:1 tapinu í Eyjum í síðustu umferð. Inn í byrjunarliðið koma þeir Joey Gibbs, sem var í leikbanni gegn ÍBV og Dagur Ingi Valsson fyrir þá Adam Árna Róbertsson, sem byrjar á bekknum í dag og Magnús Þór Magnússon, sem tekur út leikbann.
0
Það eru íslenskar aðstæður til knattspyrnuiðkunar í Keflavík í dag, nokkur strekkingur og 5 stiga hiti. Við skulum vona að það komi ekki niður á gæðum leiksins. Völlurinn lítur prýðilega út.
0
Komið þið sæl og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og FH í neðri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu.
Sjá meira
Sjá allt

Keflavík: (4-3-3) Mark: Sindri Kristinn Ólafsson. Vörn: Ásgeir Páll Magnússon, Frans Elvarsson, Dani Hatakka, Rúnar Þór Sigurgeirsson. Miðja: Adam Ægir Pálsson (Axel Ingi Jóhannesson 90), Sindri Snær Magnússon, Patrik Johannesen (Adam Árni Róbertsson 85). Sókn: Dagur Ingi Valsson, Joey Gibbs, Kian Williams (Sindri Þór Guðmundsson 90).
Varamenn: (M), Adam Árni Róbertsson, Helgi Þór Jónsson, Rúnar Gissurarson, Sindri Þór Guðmundsson, Valur Þór Hákonarson, Axel Ingi Jóhannesson, Ernir Bjarnason.

FH: (4-5-1) Mark: Atli Gunnar Guðmundsson. Vörn: Eggert Gunnþór Jónsson, Ólafur Guðmundsson. Miðja: Oliver Heiðarsson, Björn Daníel Sverrisson, Kristinn Freyr Sigurðsson, Finnur Orri Margeirsson, Davíð Snær Jóhannsson (Vuk Oskar Dimitrijevic 46). Sókn: Úlfur Ágúst Björnsson (Matthías Vilhjálmsson 81).
Varamenn: (M), Ástbjörn Þórðarson, Haraldur Einar Ásgrímsson, Steven Lennon, Matthías Vilhjálmsson, Heiðar Máni Hermannsson, Máni Austmann Hilmarsson, Vuk Oskar Dimitrijevic.

Skot: FH 10 (10) - Keflavík 7 (3)
Horn: FH 5 - Keflavík 4.

Lýsandi: Ólafur Pálsson
Völlur: HS Orku völlurinn

Leikur hefst
15. okt. 2022 14:00

Aðstæður:
Nokkur strekkingur og 5 stiga hiti. Völlurinn lítur prýðilega út.

Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Aðstoðardómarar: Oddur Helgi Guðmundsson og Rúna Kristín Stefánsdóttir

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert