Skagamenn í vondum málum

Aron Bjarki Jósepsson og Viktor Freyr Sigurðsson eigast við í …
Aron Bjarki Jósepsson og Viktor Freyr Sigurðsson eigast við í Breiðholtinu. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Það vantaði ekki fjörið þegar Leiknir úr Reykjavík og ÍA áttust við í neðri hluta efstu deildar karla í fótbolta í Breiðholtinu í dag, alls 4 mörk og fullt af spjöldum fyrir næstum jafn mörg brot því menn voru ekkert að brjóta af sér nema gera það með tilþrifum.   

Niðurstaðan  varð samt 2:2 jafntefli sem varð til þess að Skagamenn eru mjög nærri að kveðja efstu deild karla í fótbolta, Bestu deildina, því á sama tíma vann FH 3:2 sigur á Keflavík suður með sjó.

Markatalan er FH verulega í hag þannig að vonir ÍA um að halda sæti sínu í deildinni eru sama og engar. FH þarf að tapa sínum tveimur leikjum með tólf marka mun og ÍA að vinna sína tvo með tólf marka mun til að Skagamenn geti haldið sér í deildinni.

Óhætt er að segja að leikurinn hafi byrjað með látum, á 3. mínútu fékk Breiðhyltingurinn Mikkel Jakobsen opið færi eftir sofandahátt í vörn ÍA þegar hann tók á sprett í gegnum vörnina en Árni Snær Ólafsson varði glæsilega.  Aðeins mínútu síðar kom Árni Snær samt engum vörnum við þegar Emil Berger skoraði af stuttu færi, þegar hann afgreiddi sendingu Birgis Baldvinssonar af vinstri kanti þar sem hann fékk að skjótast fram án þess að vera truflaður og Leiknismenn komnir í 1:0. 

Aðeins mínútu síðar tók Skagamaðurinn  Steinar Þorsteinsson aukaspyrnu vinstra megin við vítateiginn og boltinn kom niður á markteig þar sem Aron Bjarki Jósepsson fékk næði til að skalla í hægra hornið og staðan 1:1.  

Eftir það var leikurinn frekar jafn þar sem bæði lið sóttu en enn og aftur var vörn Skagamanna sofandi þegar Emil Berger átti frábæra sendingu af hægri kanti inn á markteigslínu þar sem Bjarki Aðalsteinsson fyrirliði tók sér stöðu og skallaði í hægra hornið.   En kálið var ekki sopið því á 44. mínútu átti Steinar Þorsteinsson góða þversendingu frá hægri kanti beint á kollinn á Viktori Jónssyni við vinstri stöngina og hann átti ekki vandræðum með að skalla boltann í vinstra hornið. Fyrir vikið var jafnt í hálfleik, 2:2.

Framan af síðari hálfleik var baráttan mikil og frekar að Skagamenn væru í sókn, tókst þó illa að finna dauðafærið en á 55. mínútu sýndi Árni Snær í marki ÍA snilldartilþrif þegar hann varði þrumuskot Emil Berger af vítateigslínunni í stöng.   Eftir það urðu sóknir Breiðhyltinga fleiri og færin líka en undir lokin tók Skagamenn við sér, sóttu stíft og næstum því frábærum færum.   Niðurstaðan varð því 2:2 jafntefli og hvorugt liðið fagnaði mikið í lokin.

Í hinum leiks dagsins úr neðri hlutanum hafði FH betur gegn Keflavík suður með sjó.  Fyrir vikið eru Hafnfirðingar komnir með 25 stig svo Skagamenn með sín 19 stig þurfa stórsigra til geta ekki náð þeim en það eru bara 6 stig í pottinum.  Leiknismenn eru ekkert í mikið betri málum með 21 stig en eiga þó betri möguleika.

Í næstu umferð mun Leiknir spila við Keflavík í Breiðholtinu og síðan ÍBV í Eyjum en Skagamenn mæta næsta ÍBV á Akranesi og í lokaleik FH í Hafnarfirði. 

Leiknir R. 2:2 ÍA opna loka
90. mín. 4 mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert