Vildi bara verðlauna Dodda

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arn­ar Gunn­laugs­son, þjálf­ari Vík­ings sagðist X eft­ir 2:2-jafn­tefli gegn KA í Vík­inni í Bestu deild karla í knatt­spyrnu í kvöld.

„Þetta er búin að vera sag­an okk­ar í sum­ar. Mér fannst við spila virki­lega flott­an leik og stjórnuðum hon­um all­an tím­ann. Mér fannst fyrri hálfleik­ur­inn frá­bær en svo eru mörk­in sem við fáum á okk­ur bara eins og sum­arið okk­ar í hnot­skurn. Mér finnst ég vera að end­ur­taka hlut­ina aft­ur og aft­ur en við skor­um gríðarlega mikið en fáum á okk­ur mjög mikið líka.“

Vind­ur­inn gerði leik­mönn­um erfitt fyr­ir, sér­stak­lega í síðari hálfleik en þá hvessti hressi­lega.

„Mér fannst þetta mjög góð góður leik­ur miðað við erfiðar aðstæður. Þegar maður spil­ar á móti vindi á maður stund­um erfitt með að kom­ast á vall­ar­helm­ing and­stæðings­ins en við náum hvað eft­ir annað að opna þá. Vind­ur­inn gerði lífið svo sem ekk­ert auðveld­ara en miðað við hvernig leik­ur­inn þróaðist er mjög svekkj­andi að fá á sig jöfn­un­ar­mark í lok­in. 

Það er auðvitað hluti af því að vera að berj­ast um titla, þú mátt ekki fá á þig svona mörg mörk. Að skora 64 mörk í mót­inu og vera ekki að berj­ast um titil­inn er fá­rán­legt.“

Þórður Inga­son stóð á milli stang­anna í liði Vík­ings í leikn­um en Ingvar Jóns­son sem vana­lega er þar fékk sér sæti á bekkn­um.

„Ég vildi bara verðlauna Dodda fyr­ir það hversu flott­ur hann hef­ur verið í sum­ar, bæði þegar hann spilaði og líka hversu flott­ur hann hef­ur verið á bekkn­um. Hann var óhepp­inn í marki KA en stóð sig mjög vel að öðru leiti.“

Arn­ór Borg Guðjohnsen lék vel í liði Vík­ings í leikn­um en hann virðist sí­fellt vera að kom­ast í betra leik­form.

„Ég er sam­mála því, við erum bún­ir að bíða lengi eft­ir hon­um. Hann er svaka­legt efni og hef­ur sjald­séða eig­in­lega, hann er bæði „fit“ og fljót­ur og svo hef­ur hann smá „Guðjohnsen-touch“ í sér. Hann var gríðarlega öfl­ug­ur í fyrri hálfleik en svo dró eðli­lega aðeins af hon­um í síðari hálfleik. Við vænt­umst mik­ils af hon­um á næstu árum, ef hann held­ur svona áfram á þess­ari braut verður hann ekki lengi hjá okk­ur.“

Þórður Ingason.
Þórður Inga­son. Ljós­mynd/​Sig­fús Gunn­ar
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert