Vildi bara verðlauna Dodda

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings sagðist X eftir 2:2-jafntefli gegn KA í Víkinni í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld.

„Þetta er búin að vera sagan okkar í sumar. Mér fannst við spila virkilega flottan leik og stjórnuðum honum allan tímann. Mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær en svo eru mörkin sem við fáum á okkur bara eins og sumarið okkar í hnotskurn. Mér finnst ég vera að endurtaka hlutina aftur og aftur en við skorum gríðarlega mikið en fáum á okkur mjög mikið líka.“

Vindurinn gerði leikmönnum erfitt fyrir, sérstaklega í síðari hálfleik en þá hvessti hressilega.

„Mér fannst þetta mjög góð góður leikur miðað við erfiðar aðstæður. Þegar maður spilar á móti vindi á maður stundum erfitt með að komast á vallarhelming andstæðingsins en við náum hvað eftir annað að opna þá. Vindurinn gerði lífið svo sem ekkert auðveldara en miðað við hvernig leikurinn þróaðist er mjög svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark í lokin. 

Það er auðvitað hluti af því að vera að berjast um titla, þú mátt ekki fá á þig svona mörg mörk. Að skora 64 mörk í mótinu og vera ekki að berjast um titilinn er fáránlegt.“

Þórður Ingason stóð á milli stanganna í liði Víkings í leiknum en Ingvar Jónsson sem vanalega er þar fékk sér sæti á bekknum.

„Ég vildi bara verðlauna Dodda fyrir það hversu flottur hann hefur verið í sumar, bæði þegar hann spilaði og líka hversu flottur hann hefur verið á bekknum. Hann var óheppinn í marki KA en stóð sig mjög vel að öðru leiti.“

Arnór Borg Guðjohnsen lék vel í liði Víkings í leiknum en hann virðist sífellt vera að komast í betra leikform.

„Ég er sammála því, við erum búnir að bíða lengi eftir honum. Hann er svakalegt efni og hefur sjaldséða eiginlega, hann er bæði „fit“ og fljótur og svo hefur hann smá „Guðjohnsen-touch“ í sér. Hann var gríðarlega öflugur í fyrri hálfleik en svo dró eðlilega aðeins af honum í síðari hálfleik. Við væntumst mikils af honum á næstu árum, ef hann heldur svona áfram á þessari braut verður hann ekki lengi hjá okkur.“

Þórður Ingason.
Þórður Ingason. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert