Bandaríkjamaðurinn Kyle McLagan og Svíinn Oliver Ekroth, sem mynda miðvarðapar bikarmeistara Víkings úr Reykjavík, eru komnir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda á leiktíðinni.
McLagan og Ekroth fengu báðir gult spjald í 2:2-jafntefli Víkings gegn KA á laugardaginn var. Þeir verða því ekki með Víkingi gegn KR á heimavelli á mánudaginn kemur. KA-maðurinn Daníel Hafsteinsson fékk einnig spjald í leiknum og er kominn í bann.
Aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði sömuleiðis Árna Salvar Heimisson úr ÍA, Arnar Breka Gunnarsson úr ÍBV, Aron Þórð Albertsson hjá KR og Valsmanninn Hólmar Örn Eyjólfsson í eins leiks bann.