Katrín og Jasmín rifta við Stjörnuna

Katrín Ásbjörnsdóttir lék vel með Stjörnunni á tímabilinu.
Katrín Ásbjörnsdóttir lék vel með Stjörnunni á tímabilinu. mbl.is/Óttar Geirsson

Jasmín Erla Ingadóttir, markadrottning Bestu deildar kvenna í fótbolta, hefur rift samningi sínum við Stjörnuna þar sem hún stefnir á atvinnumennsku. Sóknarmaðurinn Katrín Ásbjörnsdóttir hefur einnig rift samningi sínum við félagið. 

Vísir greinir frá. Áttu þær mjög stóran þátt í að Stjarnan hafnaði í öðru sæti deildarinnar og tryggði sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Jasmín var markahæst með 11 mörk og Katrín skoraði níu. 

Katrín hefur leikið með KR og Þór/KA auk stjörnunnar. Þá hefur sóknarmaðurinn leikið 19 A-landsleiki og skorað í þeim eitt mark. Jasmín hefur leikið með Fylki og FH og var hún í landsliðshópi Íslands í fyrsta sinn er Ísland og Portúgal mættust í umspili um sæti á lokamóti HM. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert