Markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA til næstu tveggja ára.
KA sendi frá sér tilkynningu þess efnis í dag. Steinþór Már var valinn besti leikmaður KA á síðustu leiktíð, 2021, ásamt því að vera valinn í úrvalslið Morgunblaðsins. Hann á að baki 37 leiki fyrir KA, 32 þeirra í efstu deild.
Steinþór er 32 ára, uppalinn hjá KA en hefur leikið mestallan ferilinn í 1. og 2. deild með Magna, Þór, Völsungi og Dalvík/Reyni.
⚽️ Stubbur framlengir út 2024! ✍🏻🤝 #LifiFyrirKA @StubburBirdman https://t.co/y5umnQaRMQ pic.twitter.com/TiSKC9lYux
— KA (@KAakureyri) October 21, 2022