Pálmi leggur skóna á hilluna

Pálmi Rafn Pálmason
Pálmi Rafn Pálmason Ljósmynd/Kristinn Steinn

Pálmi Rafn Pálma­son, fyr­irliði knatt­spyrnuliðs KR, hef­ur ákveðið að leggja skóna á hill­una eft­ir þetta tíma­bil og kveðju­leik­ur hans á ferl­in­um var því gegn Vík­ingi í Foss­vog­in­um í kvöld.

Skýrt var frá þessu í Stúk­unni á Stöð 2 Sport eft­ir leik Vík­ings og KR í kvöld og Fót­bolti.net sagði í frétt að Pálmi hefði staðfest þetta í viðtali sem ætti eft­ir að birt­ast.

Kveðju­leik­ur­inn kem­ur ein­um leik fyrr en áætlað var því Pálmi fékk í kvöld sitt  fjórða gula spjald í deild­inni á tíma­bil­inu og verður því í banni í lokaum­ferðinni þegar KR fær Stjörn­una í heim­sókn.

Pálmi Rafn, sem verður 38 ára í nóv­em­ber, er einn af reynd­ustu knatt­spyrnu­mönn­um Íslands­sög­unn­ar en hann er að ljúka sínu 23. keppn­is­tíma­bili á ferl­in­um eft­ir að hafa leikið fyrst 15 ára gam­all með Völsungi sum­arið 2000. Af þess­um 23 tíma­bil­um eru 19 í efstu deild­um Íslands og Nor­egs.

Hann lék með meist­ara­flokki Völsungs í þrjú ár, fyrst tvö í 3. deild og síðan eitt í 2. deild, og var orðinn fyr­irliði liðsins 17 ára gam­all. Þaðan fór Pálmi til KA og lék þar í þrjú ár, tvö þeirra í efstu deild og þriðja árið í 1. deild.

Pálmi fór frá KA til Vals og lék með Hlíðar­endaliðinu í tvö og hálft ár þar sem hann varð Íslands­meist­ari árið 2007.

Norska fé­lagið Stabæk keypti Pálma af Val síðsum­ars 2008 og hann lék í norsku úr­vals­deild­inni næstu sex ár, þar sem hann skoraði 32 mörk í 166 leikj­um í deild­inni með Stabæk og Lilleström. Pálmi varð norsk­ur meist­ari með Stabæk strax á fyrsta tíma­bil­inu, haustið 2008.

Pálmi flutti aft­ur til Íslands fyr­ir tíma­bilið 2015 og hef­ur leikið með KR frá þeim tíma en hann hef­ur verið fyr­irliði liðsins und­an­far­in ár. Hann varð Íslands­meist­ari með Vest­ur­bæj­arliðinu árið 2019.

Pálmi lék sam­tals 469 deilda­leiki á Íslandi og í Nor­egi og aðeins átta ís­lensk­ir knatt­spyrnu­menn eiga fleiri leiki að baki á sín­um ferli. Af þess­um leikj­um eru 242 í ís­lensku úr­vals­deild­inni með KA, Val og KR og í þeim hef­ur hann skorað 54 mörk. Alls hef­ur Pálmi skorað 111 mörk í deilda­keppni á ferl­in­um.

Pálmi lék 18 A-lands­leiki fyr­ir Íslands hönd og 16 leiki með yngri landsliðunum.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert