Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði knattspyrnuliðs KR, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil og kveðjuleikur hans á ferlinum var því gegn Víkingi í Fossvoginum í kvöld.
Skýrt var frá þessu í Stúkunni á Stöð 2 Sport eftir leik Víkings og KR í kvöld og Fótbolti.net sagði í frétt að Pálmi hefði staðfest þetta í viðtali sem ætti eftir að birtast.
Kveðjuleikurinn kemur einum leik fyrr en áætlað var því Pálmi fékk í kvöld sitt fjórða gula spjald í deildinni á tímabilinu og verður því í banni í lokaumferðinni þegar KR fær Stjörnuna í heimsókn.
Pálmi Rafn, sem verður 38 ára í nóvember, er einn af reyndustu knattspyrnumönnum Íslandssögunnar en hann er að ljúka sínu 23. keppnistímabili á ferlinum eftir að hafa leikið fyrst 15 ára gamall með Völsungi sumarið 2000. Af þessum 23 tímabilum eru 19 í efstu deildum Íslands og Noregs.
Hann lék með meistaraflokki Völsungs í þrjú ár, fyrst tvö í 3. deild og síðan eitt í 2. deild, og var orðinn fyrirliði liðsins 17 ára gamall. Þaðan fór Pálmi til KA og lék þar í þrjú ár, tvö þeirra í efstu deild og þriðja árið í 1. deild.
Pálmi fór frá KA til Vals og lék með Hlíðarendaliðinu í tvö og hálft ár þar sem hann varð Íslandsmeistari árið 2007.
Norska félagið Stabæk keypti Pálma af Val síðsumars 2008 og hann lék í norsku úrvalsdeildinni næstu sex ár, þar sem hann skoraði 32 mörk í 166 leikjum í deildinni með Stabæk og Lilleström. Pálmi varð norskur meistari með Stabæk strax á fyrsta tímabilinu, haustið 2008.
Pálmi flutti aftur til Íslands fyrir tímabilið 2015 og hefur leikið með KR frá þeim tíma en hann hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár. Hann varð Íslandsmeistari með Vesturbæjarliðinu árið 2019.
Pálmi lék samtals 469 deildaleiki á Íslandi og í Noregi og aðeins átta íslenskir knattspyrnumenn eiga fleiri leiki að baki á sínum ferli. Af þessum leikjum eru 242 í íslensku úrvalsdeildinni með KA, Val og KR og í þeim hefur hann skorað 54 mörk. Alls hefur Pálmi skorað 111 mörk í deildakeppni á ferlinum.
Pálmi lék 18 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og 16 leiki með yngri landsliðunum.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
03.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
07.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 17:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
29.05 22:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
02.06 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
02.06 22:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
03.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
07.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 17:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
29.05 22:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
02.06 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
02.06 22:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |