Rifti við KA – vilja semja aftur

Birgir Baldvinsson í leik með Leikni gegn ÍA.
Birgir Baldvinsson í leik með Leikni gegn ÍA. mbl.is/Arnþór Birkisson

Knattspyrnumaðurinn Birgir Baldvinsson hefur rift samningi sínum við KA. Mbl.is fékk tíðindin staðfest frá félaginu í dag. 

Félagið vill semja við Birgi á nýjan leik, en ljóst er að fleiri félög hafa áhuga á bakverðinum, eftir gott tímabil með Leikni úr Reykjavík í Bestu deildinni. 

Birgir, sem er 21 árs, hefur verið að láni hjá Leikni á tímabilinu og verið einn besti leikmaður liðsins. Hann lék sinn fyrsta og eina deildarleik með KA sumarið 2018.

Síðan þá hefur hann verið lánaður til Leiknis og Aftureldingar sömuleiðis. Leikmaðurinn hefur leikið 25 leiki í efstu deild og skorað í þeim tvö mörk.

Bæði mörkin komu á yfirstandandi leiktíð, þar sem hann hefur leikið 18 deildarleiki með Breiðholtsliðinu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka