Guðlaugur Victor Pálsson hefur dregið sig úr landsliðshópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, fyrir leikina gegn Sádi-Arabíu og Suður-Kóreu í nóvember, vegna meiðsla.
Júlíus Magnússon, leikmaður Bestu deildar-liðs Víkings kemur inn í leikmannahópinn í hans stað, samkvæmt tilkynningu frá KSÍ.
Breyting hefur verið gerð á leikmannahópi A landsliðs karla fyrir komandi nóvember-verkefni. Guðlaugur Victor Pálsson verður ekki með í leikjunum við Sádi-Arabíu og Suður-Kóreu vegna meiðsla og í hans stað kemur Júlíus Magnússon úr Víkingi. pic.twitter.com/XymUC09mp4
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 27, 2022