Dregur sig úr landsliðshópnum

Guðlaugur Victor í baráttunni við Salomón Rondón, leikmann enska úrvalsdeildarfélagsins …
Guðlaugur Victor í baráttunni við Salomón Rondón, leikmann enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, í leik Íslands gegn Venesúela í september. Ljósmynd/Andreas Karner

Guðlaugur Victor Pálsson hefur dregið sig úr landsliðshópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, fyrir leikina gegn Sádi-Arabíu og Suður-Kóreu í nóvember, vegna meiðsla.

Júlíus Magnússon, leikmaður Bestu deildar-liðs Víkings kemur inn í leikmannahópinn í hans stað, samkvæmt tilkynningu frá KSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert