Pétur besti dómarinn

Það borgar sig ekki að deila við Pétur Guðmundsson, eins …
Það borgar sig ekki að deila við Pétur Guðmundsson, eins og Aron Jóhannsson komst að í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Pétur Guðmundsson var í dag kjörinn besti dómari Bestu deildar karla í fótbolta í kjöri leikmanna. Var þetta tilkynnt fyrir leik KR og Stjörnunnar í lokaumferð deildarinnar í dag.

Pétur kemur þó væntanlega lítið í sögu í leiknum, þar sem hann er fjórði dómari.

Hann hefur dæmt 16 leiki í deildinni á tímabilinu, gefið 64 gul spjöld og sjö rauð spjöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert