Stjörnumaðurinn efnilegastur

Ísak Andri Sigurgeirsson hefur leikið afar vel með Stjörnunni.
Ísak Andri Sigurgeirsson hefur leikið afar vel með Stjörnunni. mbl.is/Óttar Gerisson

Stjörnumaðurinn Ísak Andri Sigurgeirsson var í dag kjörinn efnilegasti leikmaður Bestu deildar karla, en leikmenn deildarinnar standa að kosningunni.

Var hann verðlaunaður fyrir leik Stjörnunnar og KR sem stendur nú yfir á Meistaravöllum. 

Ísak, sem er 19 ára gamall, hefur leikið afar vel með Stjörnunni á leiktíðinni og skorað fimm mörk í 22 leikjum í Bestu deildinni.

Tímabilið er það fyrsta hjá Ísaki í stóru hlutverki í efstu deild, en hann var að láni hjá ÍBV í 1. deildinni á síðustu leiktíð og skoraði þar þrjú mörk í tíu leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert