Eyþór og Alex til liðs við Breiðablik

Eyþór Aron Wöhler í leik með Skagamönnum.
Eyþór Aron Wöhler í leik með Skagamönnum. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Íslandsmeistarar Breiðabliks eru þegar farnir að styrkja hópinn fyrir næsta tímabil en Alex Freyr Elísson og Eyþór Aron Wöhler eru báðir gengnir til liðs við Kópavogsfélagið.

Eyþór er tvítugur sóknarmaður og var markahæsti leikmaður Skagamanna í Bestu deildinni í sumar en hann skoraði níu mörk í 25 leikjum, sex þeirra í síðustu átta umferðunum. Hann samdi við Breiðablik til tveggja ára.

Alex Freyr er 25 ára gamall hægri bakvörður og hefur leikið allan sinn feril með Fram. Hann lék 20 leiki með þeim í Bestu deildinni í ár og skoraði tvö mörk en missti að mestu af lokaspretti deildarinnar vegna meiðsla. Hann samdi við Breiðablik til þriggja ára.

Alex Freyr Elísson í leik með Fram í sumar.
Alex Freyr Elísson í leik með Fram í sumar. Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert