Valur krækir í markadrottningu

Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir í leik með Aftureldingu í sumar.
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir í leik með Aftureldingu í sumar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, knattspyrnukona úr Aftureldingu, er gengin til liðs við Val og hefur samið við Hlíðarendafélagið til næstu þriggja ára.

Guðrún Elísabet er 22 ára gömul og sló í gegn á síðasta ári en hún varð þá markadrottning 1. deildar, skoraði 23 mörk í 17 leikjum fyrir Aftureldingu og átti drjúgan þátt í að koma liði sínu upp í Bestu deildina fyrir tímabilið 2022.

Þar náði hún hins vegar ekki að spila mikið vegna meiðsla og lék ekki með liðinu fyrr en í síðustu átta umferðunum en skoraði þá tvö fyrstu mörk sín í efstu deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert