Njarðvík, sem mun leika í 1. deild karla í knattspyrnu á næsta keppnistímabili, hefur gert eins árs samning við spænska markvörðinn Walid Birrou.
Birrou lék 13 leiki í sumar með Suðurnesjaliðunum RB í 4. deildinni og Þrótti úr Vogum í 1. deildinni. Áður hefur hann leikið á Spáni, í Marokkó og í Bandaríkjunum.
Í tilkynningu frá Njarðvík segir að ásamt því að vera hluti af markvarðahóp meistaraflokks muni Spánverjinn einnig koma til með að koma að markmannsþjálfun hjá félaginu.
Pólverjinn Robert Blakala hefur verið aðalmarkvörður Njarðvíkinga undanfarin tvö ár.