Mikil stemmning er hjá karlalandsliði Íslands í knattspyrnu þessa stundina en leikið verður gegn Sádí-Arabíu á sunnudaginn kemur. Landsliðið hefur æft fyrir leikinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en leikurinn fer þar fram í Abu Dhabi.
Hópurinn er fjölbreyttur og margir leikmenn úr Bestu deildinni eru í honum í þessu verkefni. Fyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, er einnig í hópnum og mun leika sinn 100. leik gegn Sádí-Arabíu.
Á æfingu skipti landsliðið sér í tvo hópa og fór í vítaspyrnukeppni á milli yngri og eldri leikmanna, kallað „gamlir vs ungir.“
Úrslitavítaspyrnunnar tók Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings úr Reykjavík, og hann var ansi öruggur í bæði skipti. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið frá því.
Hér má svo sjá fleiri myndir af æfingunni: