Tólf gætu þreytt frumraun sína

Kristall Máni Ingason er í hópnum.
Kristall Máni Ingason er í hópnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-árs landsliðs karla í knattspyrnu, hefur tilkynnt leikmannahóp sem mætir Skotlandi í vináttuleik þann 17. nóvember.

Leikurinn fer fram á Fir Park í Skotlandi og hefst klukkan 19 að íslenskum tíma.

Í leikmannahópnum eru leikmenn fæddir árið 2002 eða síðar og eiga alls 12 af 18 leikmönnum hans eftir að spila sinn fyrsta U21-árs leik, þó nokkrir þeirra hafi reglulega verið valdir í hópinn undanfarið.

Leikmannahópurinn:

Adam Ingi Benediktsson - IFK Göteborg

Ólafur Kristófer Helgason - Fylkir

Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal - 5 leikir

Kristall Máni Ingason - Rosenborg - 9 leikir, 4 mörk

Valgeir Valgeirsson - Örebro - 2 leikir

Andri Fannar Baldursson - NEC Nijmegen - 9 leikir

Óli Valur Ómarsson - IK Sirius - 2 leikir

Ólafur Guðmundsson - FH - 1 leikur

Ari Sigurpálsson - Víkingur R.

Arnar Breki Gunnarsson - ÍBV

Anton Logi Lúðvíksson - Breiðablik

Davíð Snær Jóhannsson - FH

Danijel Dejan Djuric - Víkingur R.

Eyþór Aron Wöhler - ÍA

Ísak Andri Sigurgeirsson - Stjarnan

Jakob Franz Pálsson - FC Chiasso

Kristófer Jónsson - Venezia

Oliver Stefánsson – IFK Norrköping

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert