Maciej Makuszewski náði sér ekki á strik með Leikni úr Reykjavík í Bestu deild karla í knattspyrnu á tímabilinu og yfirgaf félagið um mitt sumar.
Makuszewski, sem er 32 ára gamall, gekk til liðs við Breiðhyltingana í febrúar á þessu ári en hann skoraði einungis eitt mark í 12 leikjum með liðinu.
Hann á að baki 5 A-landsleiki fyrir Pólland og var meðal annars í úrtökuhópi Pólverja fyrir HM 2018 í Rússlandi og því voru miklar vonir bundnar við hann í Breiðholtinu.
„Við bjuggumst við hrikalega miklu frá honum en fengum ekki nógu mikið,“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, fyrrverandi þjálfari Leiknis, í hlaðvarpsþætti Fótbolta.net.
„Konan hans hataði lífið á Íslandi og þetta var einhver svakaleg Instagram-drottning. Hún fór aftur til Póllands og hótaði honum skilnaði ef hann myndi ekki koma aftur með henni,“ bætti Sigurður við í samtali við hlaðvarpsþátt fótbolta.net.